Íslendingur


Íslendingur - 18.12.1981, Qupperneq 9

Íslendingur - 18.12.1981, Qupperneq 9
Stuttar Akureyrarfréttir Orðrétt um sorphreinsun. I framhaldi af því sem sagt var í síðasta hlaði um sorphrcins- un í bænum, birtist hérorðrétt umsögn Ólals Péturssonar deildarverkfræðings hjá Heil- brigöiseftirliti ríkisins: ,.I3agana 19.-20. ágúst 1981 skoðaði undirritaður sorp- hauga, útrásir frárcnnslis og nokkur iðnfyrirtæki á Akur- cyri með góðri aðstoð Sigurð- ar Bjarklind heilbrigðisfull- trúa....... Á sorphaugunum er sorpið urðað án undangcnginnar með höndlunar. Að mati undirrit- aðs er þetta góð aðferð og betri en t.d. að brenna ruslið fyrst eins og víðast hvar er gerf (auðk. hér). Urðun þarl' að vera rétt og helst að tæki sétil staðar á sorphaugunum til að urða og þjappa sorpið nokkuð jafnóðum og það berst að. Mikilvægt er að koma í veg l'yrir vatnsrennsli inn á sorp- haugana með því aðgrafa l'rá- rcnnslisskurði, þar sem það á við......“ Fasteignaskattar. Bæjarstjórn hefursamþykkt að álag á fasteignaskatta 1982 verði hið sama og á þessu ári, ennfremur að gjalddagar skuli verða fimm: eða fimmtánda hvcrs mánaðar frá janúar til maí. Innhcimta fasteignaskatta hcfur verið mjög góð í ár, og þakka sumir það ljölgun gjald- daga, frá því sem áður var. AA-samtökin fá Strandgötu 21. Á fundi bæjarráðs 3. dcsem- ber var lagt fram bréf frá samstarfsncfnd AA-samtak- anna á Akurcyri. þarsem þcss er farið á leit að samtökunum vcrði veitt afnot af öllu húsinu Strandgötu 21 í stað Geisla- götu 39, þar sem þau hala verið til húsa undanfarið. Bæjarstjórn hefur samþykkt tillögu bæjarráðs um að sam- tökunum verði veitt afnot hússins lcigulaust, en þau kosti viðhald og rekstur þess og greiði af því lögboðin gjöld. Gert er rácS fyrir að húsið verði laust í febrúar 1982. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa alltaf sýnt starfsemi AA- samtakanna skilningog stuðn- ing, en starfsemi þeirra fer sívaxandi. Stuðningur við Ueikfélag M.A. Á fundi bæjarráðs 3. des- cmber lá einnig lyrir bréf frá Leiklélagi Menntaskólans, þar sem þess er farið á leit við bæjarstjórn að félaginu verði vcitt undanþága frá greiðslu húsaleigu í Samkomuhúsinu og kostnaði við brunavörslu við væntanlegar leiksýningar síðar í vetur. Bæjarráð hefur falið bæjar- ritara að semja við l.eiklélag Akureyrar um lcigugjald vegna L.M.A. af Samkomuhúsinu og saniþykkir að leigukostn- aður og húsvarsla greiðist úr bæjarsjóði af liðnum ..Óvænt og óviss útgjöld". Samvinna við Dalvíkinga. Vegna erindis frá bæjar- stjóranum á Dalvík, Valdimar Bragasyni. hefur bæjarstjórn samþykkt að heimila heil- brigðisfulltrúa í samráði við bæjarstjóra að gera samning við Dalvíkurbæ um heilbrigð- iscftirlit á Dalvík vcturinn 1981-1982. Nói fær að byggja ofan á Örkina. Skipulagsnefnd hefur synj- að óskum Samhönnunar vegna Ráðhússtorgs 7 (Örkin hans Nóa) um viðbyggingu. en getur fallist á að byggðar verði tvær hæðir í austari húsalínu í samræmi • við deiliskipulag miðbæjarins. Skattheimta vatnsveitunnar minnkar aðeins. Bæjarstjórn hcl'ursamþykkt tillögu stórnar Vatnsveitunn- ar þess efnis að hún heimili 50'i álag á gjáldstofn vatns- skatts. en 30'V álag á auka- vatnsgjöld árið 1982. svo scm heimild er fyrir í 15. gr. gjaldskrár veitunnar. Gjöld þessi hafa undanfarin ár verið hvort tveggja innheimt með 5()' (' álagi. Skáldið lætur af húsvarðar- störfum. Ilið sjötuga skáld, Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli (Einar i Barnaskólanum), lætur nú scnn af störfum vegna aldurs. og því hcfur skóla- nelnd icngið heimild til að lausráða nýjan húsvörð \ið barnaskólann til júlíloka 1982. Andvígar stóriðju. í drögum að bæjarmála- stelnuskrá væntanlegs k\enn- lista á Akureyri er lýst yfir cindreginni andstöðu \ið Iram komnar hugmyndir um stór- iélju við Eyjaljörð. Ungur píanóleikari í Borgarbíói Örn Manússon píanóleikari hcldur tónleika í Borgarbíói n.k. laugardag kl. 17. Örn kemur frá Manchester þar sem hann stundar fram- haldsnám á píanó hjá Georg Hadjinikos. Örn lauk 8. stigs prófi á píanó frá Tónlistarskól- anum á Akureyri vorið 1979, og var Soffía Guðmundsdóttir píanókennari hans. Sama vor lauk hann stúdentsprófi frá M. A. Næsta vetur stundaði Örn framhaldsnám við Tónskóla Sigursveins í Reykjavík.enjafn- framt kenndi hann við sama skóla. Síðan þá hefur Örn dvalið í Englandi. Örn hefur kontið fram á tónleikum og hélt Fréttir frá Leikfélagi Akureyrar: „Dýrin í Hálsaskógi“ Frumsýning 28. desember Jólaglaðningur Leikfélags Ak- ureyrar til ungs fólks á öllum aldri er hið vinsæla og smellna leikrit um þá kumpánana Lilla klifurmús, Rebba og öll hin dýrin í Hálsaskógi - um líf þeirra og leik. Æfingar á „Dýrunum" hófust 26. okt. undir leikstjórn Þór- unnar Sigurðardóttur, sem er Akureyringum af góðu kunn frá fyrri uppfærslum. 3. des. var leikritið „saltað“ þ.e.a.s. geymt til þess að hægt væri að frum- sýna það milli jóla og nýjárs og jafnframt til þess að rýma fyrir næsta verkefni, sem komið er í æfingu. Leikmynd og búningar eru gerðir af myndlistakonunni Guðrúnu Auðunsdóttur og er þetta fyrsta verkefni hennar hjá L.A. en vonandi ekki það síðasta. Guðrún hefur unnið allan æfingatímann hér í leikhúsinu og þannig hefur hún sjálf getað haft liönd í bagga, í stóru jafnt semsmáu. David Waltershann- aði lýsinguna. í Jómfrú Ragn- heiði sáum við smekkvísi hans, hæfileikann til að láta ljósin tala. Einnig nú fer David á kostum og er það mál manna að betra ,,ljósasjó“ en í „Dýrun- um“ gefist ekki á Norðurhvelinu þessar vikur sem sýningunni er ætlað að ganga, Sönginn æfði Hákon Leils- son og Ingimar Eydal annast undirleik. I ,,Dýrunum“ koma fram allir fastráðnir leikarar L.A. ásamt nokkrum lausráðnum leikur- um. Gestur E. Jónasson leikursitt gamla hlutverk Rebba ísýning- unni, en hann, Marinó Þorsteins son og Jónsteinn Aðalsteinsson léku einnig í sýningunni 1971. Fjandvin Rebba, Lilla litla klifurmús leikur Guðbjörg Thoroddsen. Vel minnug þess, að ekki má ræna börnin, stór og smá, æfintýrinu, hafa Þórunn, Guðrún og David skapað fallega stílhreina og litríka umgjörð um æfintýrið, sem á að lifna á fjöl- unum 28. des. Komið í Leikhúsið okkar og gleðjist með glöðum. Sýningar á „Dýrunum í Hálsaskógi verða 28. 29. 30. desember. l.eiklélagið selur kort til jólagjafa, sem eru jafn- gildi eins lcikhúsmiða á ,,Dýrin“ á 2 hæð Amaro fyrir framan herradeild/jólamarkað milli kl. 3-6 frá og með 18. desember. „Þrjár systur“ Þessa dagana á sér stað spennandi vinna í lcikhúsinu, eins og reyndar alltaf þegar byrjað er á nýju góðu verkefni. Leikararnir eru að taka sín fyrstu spor á fjölunum í skemmti legum hlutverkum í hinu snilld- arvel gerða leikriti rússans Antons Tsékov „Þrjár systur“ undir leikstjórn Kára Halldórs. Jenny Guðmundsdóttir gerir leikmynd og búninga. Allir fastráðnir leikarar félags ins koma fram í sýningunni - að auki hefur L.A. fengið 4 unga leikara að sunnan til liðs viðsig. Þessir nýju liðsmenn félagsins eru. Ragnheiður Arnardóttir, Ingibjörg Björnsdóttir, Guðjón p xcn og Þröstur Guðbjarts- son. var Þegar í sumarbyrjun ákceðið að „Systurnar" yrðu fyrsta verkefnið á nýju ári og má segja aö þar með hefjist for- vinnan a.m.k. fyrir leikstjóra og leikmyndateiknara. Að ráði Kára Halldórs og undir hans leiðsögn eyddu allir aðstandendur sýningarinnar hér vikutíma í endaðan ágúst, til að skoða verkið og kynnast hvert öðru og ber leikurunum saman um það hafi lukkast mjög vel og sé góður undirbún- ingur fyrir æfingatörnina. Það þarf mikið átak og mikla bjartsýni fyrir lítið Leikfélagað taka tvöjafn viðamikil leikverk og „Jómfrú Ragnheiði" og „Þrjár systur“ á sama leikárinu. Allir vita hversu vel til tókst með „Jómfrúna“ og sýndi tala leikhúsgesta að þcir kunnu vcl aö meta velunna og heiðarlega sýningu, jafnvel þó að efni hennar vekti trega en ekki hlátur. Enn á ný ætlum við, góðir leikhúsgestir að leggja á brattan eins og framsæknu Leikhúsi bcr að gera og við treystum því að undirtektir ykkar verði í sam- ræmi við árangur okkar. tónleika í Norræna Húsinu ásamt Óðni G. Óðinssyni flautu leikara vorið 1980. Einnig flutti Örn píanókon- sert í D- dúr eftir Haydn á tónleikum með hljómsvcit J ón- listaskóla Sigursveins í Reykja- vík og hljómsveit Tónlistarskól- ans á Akureyri voriö 1980. Örn hlaut styrk úr Minningarsjóði Þorgerðar fyrir frábæra náms- frammistöðu við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Á efnisskrá Arnar verða prelúdíur og fúgur eftir Bach sónata eftir Schubert, polonaise og impremptu eftir Chopin og tilbrigði við stef Schumanns eftir Brahms. Fólk er hvatt til að slaka á í jólaannríkinu og að hlýða á tón- leikana. Aðgöngumiðár veröa seldir við innganginn. Gegnum holt og hæðir ný barnabók eftir Herdísi Egilsdóttur Bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefið út barnabókina GEGNUM HOLT OG HÆÐ- IR eftir Herdísi Egilsdóttur, kennara. Bókin er byggð á samnefndu leikriti eftir Herdísi, er Leikfélag Kópavogs sýndi á sínum tíma við miklar vinsældir. Jafnhliða bókinni hefur Öm og Örlygur hf. gefið út hljómplötu sem hefur að geyma söngva úr leikritinu eftir Herdísi. GEGNUM HOLT OG HÆÐIR er ævintýri, þar sem margar skrítnar og skemmti- legar persónur koma við sögu. Auk mennskra manna og bama kemur tröllskessa ein og strák- amir hennar mikið við sögu, svo og álfkona. Bókin er mikið myndskreytt og em myndimar eftir Herdísi Egilsdóttur, og hún hefur einnig gert kápu bókar- innar. GEGNUM HOLT OG HÆÐIR er sett, umbrotin, filmuunnin, prentuð ogbundin í Pretnsmiðjunni Hólum hf. ÍSLENDINGUR - 9

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.