Íslendingur


Íslendingur - 27.05.1982, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.05.1982, Blaðsíða 1
21. TÖLUBLAÐ . 67. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 27. MAÍ 1982 Ráðstefna um neytendamál Laugardaginn 24. apríl sl. stóðu Neytendasamtökin á Akureyri og nágrenni fyrir ráðstefnu um neytendamál. Frummælendur á ráðstefnunni voru: Birkir Skarp héðinsson frá Kaupmannasam- tökunum, Gunnlaugur P. Krist- insson frá KEA, Júdith Sveins- dóttir frá Kvennasambandi Ak- ureyrar, Steinar Þorsteinsson frá NAN og Þóra Hjaltadóttir frá Alþýðusambandi Norður- lands. Þau fjölluðu um spurning- arnar: 1. Eru neytendasamtök nauð- synleg? 2. Hvernig eiga þau að strfa? 3. Hvert er hlutverk félagasam- taka í málefnum neytenda? I framhaldi af framsöguer- indunum voru þessar spurning- ar og málefni NAN rædd í þrem- ur umræðuhópum. í máli ræðu- manna og hópumræðum kom meðal annars fram: Réttur neytenda er best tryggður með frjálsum og óháð- um samtökum. Starfsemi þeirra mótist á hverjum stað, og felist í fræðslu- og upplýsingastarf- semi, útgáfu fréttabréfs og kvörtunarþjónustu. Til að efla þessa starfsemi hér er nauðsynlegt að ráða fastan starfsmann til NAN. Fjármögn- un skuli aðallega byggjast á fé- lagsgjöldum og því þarf að gera stórátak í að fjölga félögum. Opinberir styrkir geti þó komið til, þegar ráðist er í stærri verk- efni. HEYRTÁ GÖTUNNI að menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, segi orðrétt í síðasta „Rauða-Degi“: „Framsóknarmenn eru léleg- ustu slagorðin í heimi“ að þetta þyki nú fæstum ein- hver tíðindi, að í sama blaði standi í leið- ara: „Framsóknarmenn fengu ekki góða kosningu 1978 og miðað við það er þessi niður- staða ekki nógu hægstæð,“ að síðar í sama leiðara standi svo: „Kosningaúrslitin á Norð urlandi sanna þetta mikla traust sem Framsóknarilokk- urinn nýtur hjá kjósendum, þ.á.m. úrslitin á Akureyri, sem vissulega hefðu þó mátt vera betri,“ að þetta telji nú ýmsir skrítna röksemdafærslu - en Fram- sóknarmenn hafa jú alltaf verið þekktir fyrir að hafa a.m.k. tvær skoðanir í hverju máli - og því þá ekki á úrslit- um kosninga líka, að Stefán Valgeirsson sjái ekki möguleika til þess að ríkisstjórnin sitji út kjörtíma- bilið. Aðal- og varabxjarfulltrúar Sjálfstæðismanna í bxjarstjóm Akureyrar: Fremri röð frá vinstri: Gísli Jónsson, Bergljót Rafnar, Margrét Kristinsdóttir, Jón G. Sólnes. - Aftari röð frá vinstri: Bjöm Jósef Amviðarson, Gunnar Ragnars, Sigurður J. Sigurðsson og Sigurður Hannesson. - Ljósm: ísl. BÁ. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í SÓKN UM ALLT LAND „Þessi góði árangur Sjálfstæðismanna ber vitni um samheldni og sóknarhug, sem á eftir að verða okkur styrkur í næstu kosningabaráttu fyrir væntanlegar alþingiskosningar, sem hljóta að vera skammt undan og alla vega ekki síðar en á næsta ári,“ sagði Geir Hallgríms- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, m.a. eftir að kosningaúrslit lágu fyrir í bæjar- og sveitarstjórna- kosningunum sl. laugardag, en eftir þær er Ijóst að Sjálf- stæðisflokkurinn er í mikilli sókn um allt land. Alþýðu- bandalag og Alþýðuflokkur biðu mikið afhroð og töpuðu fjölda fulltrúa um land allt. Framsóknarflokkur- inn stóð að mestu í stað frá síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum 1978, en þá varð hann fyrir miklu fylgistapi. Sjálf- stæðisflokkurinn hlaut 45.2% atkvæða, sem er 5.5% aukning frá síðustu kosningum. Alþýðuflokkur fékk 11,8% eða tapaði4,9%, Framsóknarflokkur hlaut 16,2% atkvæða, 0,3% aukning, Alþýðubandalag hlaut 17,5%, eða 6,8% fylgistap. Kvennalistarnir, sem buðu fram á Akureyri og í Reykjavík, hlutu 5,9% atkvæða. A Akureyri urðu úrslit þau, að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag töpuðu hvort einum manni, Sjálfstæð- isflokkurinn bætti við sig einum manni og Kvennafram- boðið hlaut tvo fulltrúa í bæjarstjórn. Samtökin, sem höfðu einn fulltrúa, buðu ekki fram að þessu sinni. Raunverulegir sigurvegarar kosninganna á Akureyri eru því Sjálfstæðisflokkur og Kvennaframboð. Sjálf- stæðisflokkur hlaut 34,6% atkvæða og kvennaframboðið 17,4%. Samtals hafa þessir tveir flokkar því 52% atkvæða á bak við sig - og virðist auðsætt að þessir tveir meirihluta, láti á það reyna, hvort þeir geti ekki myndað meirihluta um stjórn bæjarmála á næsta kjörtímabili - til þess hafa þeir nægan styrk í bæjarstjóm og 52% atkvæða á bak við sig. r A bls. 6 birtast úrslit úr sveitarstjórnarkosningunum í Norðurlandskjördæmi eystra: Við þökkum veittan stuðning Úrslit kosninganna á Akureyri eru mikið fagnaðar- efni okkur Sjálfstæðismönnum. Við gerðum betur en vinna upp tapið frá 1978, í tölum talið, þótt hundr- aðshluti okkar sé ekki eins hár og hann var í sigur- kosningunum miklu 1974. En þá má ekki gleyma því að kvennalistinn hefur vafalaust fengið mörg at- kvæði, sem við hefðum fengið ella. Viðbótin hér, milli 6 og 7%, er meiri en lands- meðaltal Sjálfstæðisflokksins og er þá mikið sagt. Við settum okkur það mark að hnekkja fráfarandi vinstri meirihluta og það tókst. I þessum kosningum varð ég þess var að Sjálf- stæðisflokkurinn fékk mikið nýtt fylgi, ekki síst frá ungu fólki, og gaman var að fylgjast með því hve margir ungir nýliðar störfuðu fyrir okkur af krafti og ósérplægni. Við frambjóðendurnir erum ákaflega ánægðir með þær undirtektir sem stefna okkar fékk („Bláa bók- in“), svo og málflutningur okkar í ræðu og riti. Sérstakar þakkir, og þær miklar, færi ég svo kosn- ingastjórum okkar, Einari Hafberg og Hrefnu Jakobsdóttur. Þau unnu þvílíkt starf sem fáir enn gera sér grein fyrir. Þá þakka ég af alhug ykkur á ritstjórn Islendings og öllu því ötula baráttuliði, sem ótrautt vann að hinum mikla sigri okkar. Gísli Jónsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.