Íslendingur


Íslendingur - 27.05.1982, Blaðsíða 8

Íslendingur - 27.05.1982, Blaðsíða 8
Lögfræðiþjónusta BENEDIKT ÚLAFSSON HDL. Hafnarstræti 99-101. Simi 25566 fRAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Simar: 23257 og 21867 Raflagnir - viögeröarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. Kaupangi Akureyri sími 21555 HVAÐ SEGJA EFSTU MENN LISTANNA UM KOSNINGAÚRSLITIN OG MYNDUN MEIRIHLUTA í BÆJARSTJÓRN AKUREYRAR? Vísbending um hvað menn hér vilja Gísli Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins: „Við hér á Akureyri erum afskaplega ánægð með okkar hlut. Aukning Sjálfstæðis- manna hér er meiri en lands- meðaltalsaukning flokksins. Við bættum að vísu ekki við okkur nema einum manni, þótt atkvæðamagnið hefði nægt okkur til þess að bæta við okkur tveim fulltrúum. Við vorum óheppnir með skipt- ingu atkvæða milli keppinauta okkar. Við teljum að Akureyr- ingar hafí komið til móts við okkur í þessum kosningum. Þetta er traustsyfírlýsing þeirra til okkar. Þeir vilja veita okkur umboð til að þoka frá völdum meirihluta vinstri manna. Úr- slit kosninganna eru greinileg vísbending um hvað menn hér vilja. Um meirihlutamyndun er lítið vitað enn, en viðræður eru í gangi á milli flokkanna. Við Sjálfstæðismenn hófum þegar hafíð viðræður við fulltrúa kvennaframboðsins og teljum eðlilegt að látið verði reyna á, hvort þessir tveir aðilar, sem eru hinir raunverulegu sigur- vegarar þessara kosninga, geti ekki fundið samstarfsgrund- völl í bæjarstjórn. Þessir tveir listar hafa á bak við sig 52% atkvæða.“ Nú er komið að okkur að vanda valið Valgerður Bjamadóttir, efsti maður á lista kvennaframboðs- ins: „Við erum sallaánægðar og í sjöunda himni hér hjá kvenna- framboðinu. Þetta er mikill sigur, ekki aðeins fyrir okkur, heldur allar konur og jafn- réttisbaráttuna í heild. Þessi kosningaúrslit færa okkur vissa lykilaðstöðu í samning- um um meirihlutamyndun í bæjarstjórr. - og þá aðstöðu hyggjumst við nota okkur og höfum reyndar þegar hafið viðræður við hina flokkana um þau stefnumál, sem við viljum leggja sérstaka áherslu á í sam- bandi við væntanlega meiri- hlutamyndun. Segja má, að biðlamir séu margir nú - og prinsessan virðist vinsæl um þessar mundir. Við sögðum við kjósendur fyrir kosningar: Vandið valið. Nú er komið að okkur að vanda valið. Og það munum við gera. Við munum ræða við fulltrúa allra listanna og á allra næstu dögum ætti að koma í Ijós hvað út úr þessum viðræðum kemur.“ Staða okkar sterk og bjart framundan Sigurður ÓIi Brynjólfsson, efsti maður á lista Framsóknar- flokksins: „Þó að við Framsóknar- menn á Akureyri komum ekki sem sigurvegarar út úr þessum kosningum, má benda á, að við hlutum 30% af þeim atkvæð- um, sem hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar fengu. Miðað við landið í heild varð útkoman fyrir Framsóknar- flokkinn viðunandi. Á hinn bóginn verður ekki fram hjá því litið að glæsileg útkoma • /ennalistans kemur til með að skapa nokkra óvissu um framhaldið næstu daga. Það er ljóst að margir fyrrverandi stuðningsmenn Framsóknar- flokksins kusu nú kvennalist- ann. Rangt tel ég að líta á þennan hóp sem andstæðinga, miklu frekar samherja, sem vilja setja annan blæ á stjórn- málin en verið hefur. Þar sem við höldum stöðu okkar hér í bænum, er ljóst að fjölmargir nýir kjósendur komu tii liðs við okkur. Því erstaðaokkarsterk og bjart framundan. Um myndun meirihluta nú vil ég vera fáorður á þessu stigi. Vissar þreyfmgar og viðræður hafa farið fram og ég tel að það ætti að vera auðvelt að ná sam- stöðu um þá stefnu að gera Akureyri að enn betri bæ.“ Afar óhress með árangur íhaldsins Helgi Guðmundsson, efsti mað- ur á lista Alþýðubandalagsins: „Eg er að sjálfsögðu afar óhress með árangur íhaldsins og finnst þessi hægri sveifla, sem fram kom í kosningunum, alvörumál. Varðandi árangur Alþýðubandalagsins á Akur- eyri vil ég segja það, að að- stæður allar eru nú erfiðari í bæjarstjórninni, þar sem við höfum nú aðeins einn fulltrúa í stað tveggja áður, en á hinn bóginn er tap Alþýðubanda- lagsins á Akureyri tiltölulega lítið miðað við marga aðra staði á Iandinu. Líta ber á, að kvennaframboðið hlaut 16% atkvæða og vitað var að fjöl- margir vinstri sinnaðir menn studdu kvennaframboðið. Varðandi meirihlutamynd- un í bæjarstjórninni er það að segja, að við munum ekki skor- ast undan að mynda meiri- hluta ef þess gefst kos’tur. Mál- efnalega tel ég rétt að kvenna- framboðið gangi til samstarfs við vinstri flokkana. Sjálfsagt finnst mér þó, að kvenna- framboð og Sjálfstæðisflokk- ur, sem hafa nú meirihluta bæjarfulltrúa og báru ekki ábyrgð á síðasta meirihluta, geri fyrst tilraun til meirihluta- myndunar." Almenn hægri sveifla virðist hafa orðið Freyr Ófeigsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins: „Úrslitin eru okkur Alþýðu- flokksmönnum mikil von- brigði. Því verður ekki neitað. Almenn hægri sveifla virðist hafa orðið í landinu, en það skýrir þó ekki að fullu okkar fylgistap hér á Akureyri, sem því miður var allmiklu meira en á flestum öðrum stöðum á landinu. Að sjálfsögðu á kvennalistinn einhvern þátt i þessu einnig. Engin einhlýt skýring er að mínu mati fyrir þessu, en við munum á næstu vikum og mánuðum leita skýr- inga á þessu og leiða til úrbóta. Um meirihlutamyndun veit ég ekki nokkurn skapaðan hlut á þessari stundu. Það eru að sjálfsögðu aðrir aðilar en við sem hafa forgöngu um mynd- un meirihluta, en við erum til viðræðu ef eftir því verður leitað. Við munum alls ekki hafa neina forgöngu í þeim efnum. Enn hefur ekki verið til okkar leitað um viðræður af þessu tagi. Eigum við ekki að láta tímann leiða í ljós, hvað úr verður?“ Islendingur FASTEIGNASALA Strandgötu 1 Sfman 24647 Sölumaður: Sigurjón Egilsson Heimasími: 25296 iheimilistæki, Þilofnar ™hitadunkar ©RúE VERSUÐ, HOA FAC-j MANNI NÝLAGKIR , VIDGERÐIR VIDHALD ATA 26-AKUREYRI - BOX 873-SIMI2 59 51 VERSLUN

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.