Íslendingur


Íslendingur - 27.05.1982, Blaðsíða 2

Íslendingur - 27.05.1982, Blaðsíða 2
AÐALFUNDUR KEA Aðalfundur Kaupfélags Eyfirð- inga 1982 var haldinn í Sam- komuhúsinu á Akureyri dagana 7. og 8. maí s.l. Eins og endra- nær var mjög góð mæting á fundinum, eða 235 fulltrúar af 249 sem rétt áttu til fundarsetu. Hjörtur E. Þórarinsson stjóm- arformaður félagsins setti fund- inn og flutti skýrslu stjómar og síðan fjallaði Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, ýtarlega um rekstur og stöðu kaupfélagsins. Valur Arnþórsson sagði m.a. í ræðu sinni, að síðasta ár hefði verið fremur gott ár fyrir Kaup- félag Eyfirðinga. Efnahagur þess væri traustur og í starfsemi þess hefði þróast öflugur vaxtabrodd ur til eflingar eyfirskum byggð- um, íslensku samvinnustarfí og íslensku efnahagslífi. Ef kaup- félagið fengi að búa við sæmi- lega hagstæð ytri skilyrðí væri það vel í stakk búið til áfram- haldandi átaka. Vonandi mætti því auðnast að gegna áfram því þýðingarmikla hlutverki sínu. í skýrslu stjórnar og kaup- félagsstjóra kom m.a. fram, að megin drættirnir í afkomu félags ins á árinu 1981 hafí verið þeir, að góð afkoma hafi verið í iðnaði og sjávarútvegsgreinum, miðað við það sem gengur og gerist í þjóðfélaginu, en nokkur halla- rekstur í verslun og þjónustu. Veruleg magnaukning í sölu Hver er maðurinn? Stefanía G. Sigmundsdóttir er fædd á Akureyri 9. júni 1958. Foreldrar Sigmundur Magnússon, öryggiseftirlits- maður, og Guðrún Kristjáns- dóttir. Gagnfræðingur frá GA verslunardeild 1975. Búsett í Reykjavík 1975- 1977. Húsmóðir á Akureyri frá 1977 og, starfsmaður í Landsbanka Islands. Áhugamál: Skíði og stjóm mál. Eiginmaður: Helgi Jó- hannesson og eiga þau tvö böm. Guðbjört Einarsdóttir er fædd á Egilsstöðum 1. september 1953. Foreldrar Einar Sigur- björnsson og Heiðrún Agústsdóttir. Fluttist til Akureyrar 1960 með foreldrum sínum. Gagn- fræðingur frá GA 1970. Ur- smíðanám hjá Jóni Bjama- syni 1975-1979 ogídönskum úrsmíðaskóla 1976-1977, þar sem ekki er hægt að taka neinn úrsmiðaskóla hérlend- is. Húsmóðir á Akureyri síð- an 1977 og starfar nú við úr- smíðar hjá Jóni Bjarnasyni. Áhugamál: Ferðalög og útivist. Eiginmaður: Sævar Bene diktsson og eiga þau einn son. varð í nokkmm greinum versl- unar, einkum í matvömverslun og hjá Vömhúsi KEA. Heildarvelta Kaupfélags Ey- firðinga á árinu 1981 í aðal- rekstri, að afurðareikningum viðbættum, var rösklega 792 millj. kr. og hafði aukist um 55,7% frá fyrra ári. Heildarvelta kaupfélagsins og samstarfsfyrir- tækja þess var tæplega 1.010 millj. kr. og nam aukningin frá 1980 56,3%. Að launatengdum gjöldum meðtöldum vom heild- arlaunagreiðslur félagsins á ár- inu rúmlega 110 millj. kr. og höfðu þær aukist um 51,8% frá árinu á undan. Miðað við trygg- ingarskyldar vinnuvikur var meðalfjöldi starfsmanna hjá fél- aginu 944 á árinu 1981, en 941 á árinu 1980. Félagiðgreiddirúm- lega 5.800 þús. kr. í opinber gjöld, auk launatengdra gjalda, og 2.220 þús. kr. í fasteigna- gjöld. Söluskatturvarinnheimt- ur fyrir hið.opinbera að fjárhæð röskl. 25,1 millj. kr. Hagnaður varð á reksturs- reikningi að íjárhæð ríflega 800 þús. kr. þegar tekjð hafði verið tillit til fyrninga. I ræðu kaup- félagsstjóra kom fram, að fjár- munamyndun hafí verið viðun- andi miðað við allar aðstæður. Fjármunamyndunin nam tæp- lega 23,5 millj. hjá félaginu sjálfu, en 25,3 millj. þegar hluti KEA í sameignarfyrirtækjum er talinn með. Fjármunamyndun- in 1980 var tæplega 10,9 millj. kr. þannig að reksturinn batnaði vemlega á árin u. Efnahagsstaða félagsins styrktist enn og nam eigið fé og stofnsjóðir 240,6 millj. kr. í árslok ,1981, en tæplega 150 millj. kr. í árslok 1980. Eigið fé og stofnsjóðir voru 43,7% af niðurstöðu efna- hagsreiknings í árslok, en voru 41,4% í lok ársins 1980. Efna- hagsstaðan batnaði því um 2,3% sem hlutfall af niðurstöðu efna- hagsreiknings, sem kaupfélags- stjóri kvað sérstaklega ástæðu til að fagna. Miklar fjárfestingar voru hjá félaginu á árinu og námu þær 24,5 millj. kr. Stærsta fjárfest- ingin á Akureyri var vegna nýrrar brauðgerðar í gömlu mjólkurstöðinni í Grófargili, en utan Akureyrar var mest fjárfest í viðbyggingu og tækjum frysti- hússins í Hrísey. Helstu fram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru á þessu ári eru við dagvöru^ersl- unina í Sunnuhlíð á Akureyri, vegna viðbyggingar við slátur- hús og frágangs á nýju húsnæði Véladeildar, við þjónustumið- stöð á Grenivik, frystigeymslur Kjötiðnaðarstöðvar og áfram- haldandi framkvæmdir við frysti húsið í Hrísey. Samþykkt hefur verið að framkvæma fyrir 17 millj. á þessu ári. Nokkur stór verkefni era framundan og eru þau helstu stórverslun í miðbæ Akureyrar, verslunarhús á Dal- vík, stækkun á Hótel KEA, svo eitthvað sé nefnt. Stofnsjóðir félagsmanna námu í árslok 14 millj. kr. og höfðu hækkað um 4,5 millj. milli ára. Samþykkt var tillaga stjórnar um ráðstöfun tekjuafgangs, en þær fela m.a. í sér að greiddur verði arður af viðskiptum félags- manna við Stjörnuapótek kr. 150 þús., reiknaðir verði 6% við- bótarvextir af innistæðum á stofnsjóði félagsmanna til við- bótar þeim 34% sem þegar hafa verið reiknaðir, 100 þús. kr. framlag til Menningarsjóðs KEA, 50 þús. kr. framlag til Grundarkirkju og sama upp- hæð til UMSE vegna 60 ára afmælis. Þá varákveðið 100 þús. kr. framlag til hjúkranardeildar aldraðra í Systraseli i tilefni af ári^ aldraðra. I skýrslu stjórnar Menningar- sjóðs KEA, sem flutt var á fundinum, kom fra, að sjóð- stjórnin hafi nýverið ákveðið úthlutun 8 styrícja samtals að fjárhæð 90 þús. kr. til ýmiss konar menningar- og félagsstarf semi á félagssvæði KEA. Grandvöllur fyrir endur- greiðslu tekjuafgangs af al- mennri verslun félagsins var ekki fyrir hendi, þar eð heildar- verslunin var rekin með nokkr- um halla. Hinsvegar námu afslættir til félagsmanna skv. afsláttarkortum í nóvember 1981 317 þús., verðlækkun frá leyfilegu verði í Kjörmarkaði í Hrísalundi nam tæplega 1,5 millj. kr. og auk þess tók félagið á sameiginlegan reksturskostn- að flutningskostnað til útibú- anna í firðinum og nam sá kostnaður rösklega 1.150 þús. kr. Samtals lækkaði félagið því vöruverð um 2.975 þús. kr. Á aðalfundi KEA flutti Hjört- ur Hjartar, fyrrv. framkvæmda- stjóri og formaður stefnuskrár- nefndar samvinnuhreyfingarinn ar, erindi þar sem hann kynnti endanlegt framvarp að stefnu- skránni. Ur stjórn kaupfélagsins áttu að ganga Jón Hjálmarsson, Villingadal, og Gísli Konráðs- son, Akureyri. Gísli var endur- kjörinn, en í stað Jóns, sem baðst undan endurkjöri, var Sigurður Jósepsson, Torfufelli kjörinn. í stað Sigurðar sem varamað- ur í stjórn, var kjörinn Jóhannes Geir Sigurgeirsson, Öngulsstöð- um. Hilmar Daníelsson, Dal- vík, var endurkjörinn endur- skoðandi, og Jóhann Helgason, Akureyri, sem vara-endurskoð- andi. Jóhannes Sigvaldason, Akur- eyri var kjörinn i stjórn Menn- ingarsjóðs KEA til tveggja ára í stað Jóhannesar Óla Sæmunds- sonar, sem lést í byrjun þessa árs. Varamenn í stjórn Menn- ingarsjóðs vora kjörnar Guð- ríður Eiríksdóttir, Akureyri og Hólmfríður Jónsdóttir, fyrrv. menntaskólakennari. , Loks var lýst köri 19 fulltrúa á aðalfundi Sambands ísl. sam- vinnufélaga. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins bjóða út smíði á sam- byggðu dísilvéla- og spennistöðvarhúsi á Ólafs- firði. Stærð hússins er 119.2 m2. Útboðsgögn eru seld á skrifstofum Rafmagns- veitna ríkisins á Akureyri og Ólafsfirði og kosta kr. 200.00, Ljúka þarf verkinu fyrir 30. nóvember 1982. Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 10. júní kl. 11.00 á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Gler- árgötu 24, Akureyri. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Skemmtibátaeigendur Ákveðið hefur verið að útbúa legufæri fyrir 15- 20 báta í Torfunefsdokk, og eru þau fyrst og fremst ætluð fyrir skemmtibáta. Umsóknum skal skilatil Akureyrarhafnarfyrir3. júní n.k. á eyðublöðum, sem liggja frammi á skrifstofu hafnarinnar, Strandgötu 25. Hafnarstjóri. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Frá Strætisvögnum Akureyrar Frá 1. júní fellur niður skólaferð í Glerárhverfi kl. 7.55. Þess í stað verður ekið frá Ráðhústorgi kl. 8.05 leið 3. Oddeyri-Glerárhverfi. Skólamiðar falla einnig úr gildi frá 1. júní. Forstöðumaður. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Frá Strætisvögnum Akureyrar Vitja má óskilamuna að Draupnisgötu 3 eða í biðskýlinu við Ráðhústorg. Upplýsingar í síma 24929. Forstöðumaður. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Vegna lítillar notkunar á bifreið fyrir fatlaða fellur niður akstur á kvöldin og á laugardögum frá 1. júní. Verður því aðeins ekið virka daga frá kl. 7.30 til kl. 18.00. Akstursbeiðni þarf að berast daginn áðuren aka á. Pantanir í síma 24929 á tímabilinu kl. 14-15. Strætisvagnar Akureyrar. Tilkynning frá bæjarfógetanum á Dalvík Umboðsskrifstofa embættisins á Dalvík flytur í Ráðhús Dalvíkur hinn 1. júní n.k. Verður skrifstofan opin frá kl. 10-12 og 13-16 alla virka daga nema laugardaga. Frá sama tíma verður símanúmer skrifstofunnar 61640. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvik, sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 25. maí 1982. Elías I. Elíasson. 2 - ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.