Íslendingur


Íslendingur - 15.03.1984, Blaðsíða 4

Íslendingur - 15.03.1984, Blaðsíða 4
4 %UndmQW FIMMTUDAGUR 15. MARS 1984 Otgefandi: Ritstjórl: Auglýsingastjóri: Ritstjórn, sími: Auglýsingar, sími: Áskriftargjald: Lausasala: Auglýsingaveró: Prentun: íslendingur hf. Halldór Halldórsson (ábm.) Kristín Ottesen 21501 21500 kr. 130á ársfjórðungi kr. 10 eintakið kr. 130 dálksm. Tæknideild Islendings og Dagsprent Fjárhagsáœtlun Akureyrarbœjar Nú stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla é fjérhagséætlun Akureyrarbæjar. Samstaða hefur náðst milli allra flokka um þá fjárhagsáætlun sem fyrir liggur, og var forsenda þess að sjálfstæðismenn stóðu að áætluninni með meirihlutanum sú, að álagningarprósenta útsvara var ákveðin 10,6%. Nú hefur komið fram tillaga frá fulltrúa Alþýðubandalags- ins i bæjarráði um að hækka álagningarprósentu útsvara í 10,8%, og er þar með stefnt í hættu þeirri samstöðu sem náðst hefur um fjárhagsáætlunina, en á þessari stundu er ekki Ijóst hvort tillaga þessi feer meirihlutastuðning í bæjar- stjórn. Efnahagsþróun undanfarandi mánaða og sá mikli árangur, sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna, gerir það að verkum að nauðsynlegt er að lækka álagningarprósentu til skattar gjaldenda hækki ekki að raungildi. Til þess að varanlegur órangur náist í baráttunni við að koma verðbólgu hér á landi á svipað stig og er í helstu viðskiptalöndum okkar er nauðsynlegt að allir taki á sig nokkrar byrðar. Launafólk hefur þegar tekið á sig verulegar byrðar í þessari baráttu og þeir hljóta því að gera þá kröfu að hið opinbera geri slíkt hið sama. Þetta er ein af ástæðum fyrir lækkun álagningarprósentu nú, og það skýtur því nokkuð skökku við þegar tillaga kemur frá Alþýðubandalaginu - sjálfskipuðum talsmönnum launa- fólks - um að hækka álagningu útsvara frá því sem nú er í frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir Akureyrarbæ. En þetta þarf þó ekki að koma þeim á óvart sem fylgjast með framvindu þjóðmála. Fátt gremst Alþýðubandalaginu meir um þessar mundir en sá árangur sem ríkisstjórnin hefur náð í stjórn efnahagsmála á tæpu ári eftir að áhrifum Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn lauk, en á stjórnarárum þess ríkti meiri upplausn í efnahagsmálum og hraðari verðbólga • en áður hefur þekkst hér. Viðbrögð Alþýðubandalagsmanna við nýgerðum kjarasamningum lýsa einnig vel hugaræsingi þeirra, en ýmsir forustumenn þess hafa lagt sig alla fram um að sprengja upp þá samninga, þar sem þeir telja það þjóna vissum hagsmunum sinum betur að ringulreið ríki i efnahags- málum fremur en sá stöðugleiki sem efnahagsstefna ríkis- stjórnarínnar stefnir að. Niðurstöður siðustu skoðanakannana sýna að ríkisstjórnin nýtur mikifs stuðnings meðal þjóðarinnar og fer hann vax- andi. Almenningur skilur nauðsyn þess að stöðugleiki ríki í efnahagsmálum, og vill þess vegna styðja ríkisstjórnina til góðra verka, en Alþýðubandalagið er sem fyrr eins og nátttröll í islensku þjóðlífi. Sparnaður í rekstri Þegar frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir Akureyrarbæ er skoðað kemur i Ijós að kostnaður við rekstur á dagvistum hækkar mun minna en rekstrarliðir gera almennt. Meðan meðalhækkun rekstrarliða er um 25 af hundraði hækkar rekstrarkostnaður dagvista um 7 af hundraði. Ástæða þessa er þó ekki sú að dregið sé úr þeirri þjónustu sem á dagvistum er veitt, heldur er ástæðan að gerð var útekt á þessum rekstri með það fyrír augum að finna leiðir til sparnaðar, og varð árangurinn þessi hlutfallslega lækkun. Þetta vekur upp spurningar um, hvort ekki væri ástæða til að gera slíkar úttektir hjá fleiri stofnunum bæjaríns með sama markmið fyrír augum. Ekki er ólíklegt að i Ijós kæmi að viða værí hægt að draga úr tilkostnaði án þess að þjónusta skertist. Það verður að telja næsta ósennilegt að dagvistirnar séu einu stofnaninar þar sem hægt er að auka hagkvæmni í rekstrí. Miklu fremur er það líklegt að slíkt sé hægt að gera hjá flestum stofnunum bæjarins. Það ætti því að verða eitt af forgangsverkefnum bæjaryfir- valda að láta slíka úttekt fara fram, og e.t.v. að fá til þess utanaðkomandi aðila, án þess þó að veríð sé að vantreysta forstöðumönnum bæjaríns til þessa verks, en það er engum greiði gerður með að vera dómarí i eigin sök, ef svo mætti að orði komast. Það er full ástæða til að hvetja til þess að það fordæmi, sem sýnt hefur veríð með sparnaði i rekstrí dagvista verði til eftirbreytni, fyrir aðrar stofnanir bæjarins. -| -| 03 84 B.J.A. Minning Hjörtur Fjeldsted Fæddur 8. desember 1930 Dáinn 4. mars 1984 Fáein kveðjuorð Þann 4. mars s.l. andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar okkar góði vinur Hjörtur Fjeldsted, langt um aldur fram, aðeins 53 ára gamall. Ekki ætlum við okkur að rekja æviferil hans hér, en Iangar með þessum fátæklegu orðum að þakka fyrir þau ár sem við vorum honum samferða. Kynni okkar hófust fyrir rúmum 12 árum, þegar við fluttum til Akureyrar, hafa þau kynni ætíð haldist síðan, og óhætt er að segja að þar hafi aldrei fallið skuggi á, því Hjört- ur var sannur vinur og félagi. Hjörtur var kvæntur heiðurs- konunni Guðrúnu R. Sigurðar- dóttur, Heiðu eins og hún ávallt er kölluð meðal vina og eignuðust þau þrjú mann- vænleg böm, Ingveldi, Guð- rúnu og Hjört. Hafa þau öll stofnað eigið heimili og eru foreldrum sínum til sóma á allan hátt. Barnabömin eru tvö, Guðrún, 12 ára, sem verið hefur sólargeisli afa og ömmu alla tíð, og Hjörtur Þór á öðru ári, sem allfof stutt fékk að njóta hlýjunnar hjá afa. Hjörtur var alltaf reiðubúinn að hjálpa öðrum og ætlaðist aldrei til neins í staðinn. Við minnumst þess með þakklæti þau fjögur ár sem við bjuggum fjarri og þurftum á því að halda að dvelja í bænum, tóku þau öll okkur opnum örmum eins og viö værum ein af Qöl- skyldunni. Nú þegar leiðir skilur um sinn viljum við færa Hirti þakkir okkar fyrir alla tryggð hans og vináttu. Heiðu, börnunum og aldraðri móður hans sendum við okkar bestu samúðar- kveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Ása og Ásgrímur. Karlmennska og æðruleysi em eðliskostir sem áður voru í há- vegum hafðir og mættu enn metast meir en verið hefur í tízku um sinn. Því kemur mér þetta nú í hug, að ég kveð þann mann, sem ég hef þekkt einna æðrulausastan dreng- skaparmann um dagana. Kynni okkar voru ekki löng, en milli hans og föður míns vom löng og kynni og góð, þar sem Hjörtur hóf með honum sinn sjómannsferil fyrir nærri fjöru- tíu árum á skipum afa síns og nafna. Framan af ævi stundaði Hjörtur sjó - lengst af á tog- urum Akureyringa. Hann var duglegur og óvílsamur þar sem í öðru, sem hann tók sér fyrir hendur. Eins og títt er um atorkumenn og framkvæmda' langaði hann að fást við sjálf- stæðan rekstur og hóf rekstur Skipaþjónustunnar fyrir 17 árum, sem hann átti síðan og stýrði til dauðadags og hafði gert að myndarlegu fyrirtæki. Það er þeim mun meira afrek sem hann gekk aldrei heill til skógar undanfarin ár. Má segja að hann hafi barizt í návígi við dauðann nú um nokkurra ára skeið. En honum var margt betur gefið en vol og víl. Ég hitti hann á götu nokkrum dögum fyrir andlát sitt - hressan og glaðan að vanda - þótt hann væri þá að koma úr erfiðri sjúkdómslegu. Hann var staðráðinn í að standa meðan stætt væri og við höfðum uppi gamanmál um að gera okkur glaða stund í næstu viku með þessum venjulega formála okkar - ef við verðum báðir uppistandandi. Það er sálarbót að slíkum mönnum. Nóg er um sorta, víl og volæði í velferðinni og þeim mun meiri hressing af slíku fólki sem Hirti Fjeldsted, sem aldrei lét erfíðleikana smækka sig, en stóð af sér alla sjói nema þann sem hvern og einn okkar ber að síðustu burt héðan. Hjörtur var dulur um sjálfan sig og eigin hagi. Hann hafði þann skemmtilega kost að þykja flest merkilegra sem aðra henti en sjálfan hann. Hann var fjölfróður og greindur og hafði merkilega víða komið við 1 bókum, fljótur að nema og komast til botns í því, sem hann fékkst við. Á umliðnum tíu árum áttum við margt saman að sælda í dagsins önn og á gleðistundum. í minum vinahópi er því skarð fyrir skildi en dauðinn er umskipti - slík var okkar beggja trú. Sorg og söknuður Guðrúnar Heiðu - konu hans - sonar og dætra er mikil. Guð gefi þeim styrk í sorg þeirra. Eg votta þeim sem og öðrum aðstandendum hans dýpstu samúð og bið vini mín- um Guðs blessunar í eilíföinni. Bárður Halldórsson. Mig setti hljóðan og mér fannst stórt tóm hafa myndast, er ég frétti lát æskuvinar míns, Hjartar Fjeldsteð forstjóra á Akureyri. Hann andaðist við sólris hinn 4. mars, aðeins 53 ára gamall. Lát hans átti þó ekki að koma neinum, er þekkti hann, á óvart, því sjúk- dómur sá, er leiddi hann til dauða, haföi þjáð hann árum og áratugum saman. Á sjúkrahúsinu þurfti hann að dvelja oft hin síðari ár, stundum mjög sjúkur. En strax og heim var komið hóf hann vinnu sína á ný með sama áhuga og krafti og ætíð áður, því atorka var eðli hans. Hjörtur Fjeldsteð fæddist 8. desember 1930. Móðir hans er Ingveldur Hjartardóttir Fjeldsted og faðir hans Gunn- laugur Jónsson, nú látinn og voru þau ógift. Móðir drengsins dvaldi erlendis öll hans æsku- og unglingsár og kom það í hlut afa hans og ömmu, Hjartar Lárussonar Fjeldsteds skipstjóra og út- gerðarmanns á Akureyri og Guðrúnar konu hans að ala hann upp. Varð drengurinn brátt augasteinn þeirra og eftir- læti. Öll bjuggu þau á Stóru- völlum, en það hús stóð vestan Akureyrarkirkju og var kirkjan byggð á lóð sem þau heiðurs- hjón gáfu. Við Stóruvelli var Hjörtur jafnan kenndur í vina- hópi og kallaður Lilli á Stóru- völlum. Við Lilli á Stóruvöllum gengum saman í bamaskóla og gagnfræðaskóla og þá hófst sú vinátta okkar, sem aldrei bar hinn minnsta skugga á öll þau ánægjulegu ár, sem við áttum saman, sem börn og unglingar og síðan sem fulltíða menn. Við upphaf náms í Gagn- fræðaskólanum andaðist amma hans og var það þeim nöfnum báðum mikið áfall. Þremur árum síðar andaðist Hjörtur Fjeldsted eldri. Varð það Lilla erfið lífsreynsla því samband þeirra nafnanna haföi verið einstaklega fagurt. Hjörtur Fjeldsted eldri var ungum nafna sínum ekki aðeins sem faðir, heldur einnig vinur og félagi. Eftir lát gamla mannsins flutti Lilli heim til mín og foreldra minna og eitt gekk yfir báða þangað til við stofnuðum okkar eigin heimili þegar sá tími kom. Á ég margar fagrar og skemmtilegar minningar frá þeim árum. Ekki völdum við sama lífs- starfið, ég fór í iðnnám en Lilli í Stýrimannaskólann, lauk þaðan meira stýrimannaprófi 1952 og stundaði sjóinn mörg næstu árin, sem háseti, stýri- maður, skipstjóri og útgerðar- maður. En milli skipa og ver- tíða vann hann oftast við veiðarfæragerð, en á því sviði aflaði hann sér góðrar þekk- ingar. Árið 1967 stofnaði hann fyrirtækið Skipaþjónustuna, sem er umboðs- og heild- verslun, sem annast hverskonar vinnslu á vírum og tógum og alla fyrirgreiðslu til skipa. Þar hygg ég að Hjörtur Fjeldsted hafi verið á réttri hillu því hverskonar viðskipti voru honum eðlileg og mjög að skapi. Hjörtur Fjeldsted forstjóri var stór 1 öllu sem hann tók sér fyrir hendur og höfðingi að allri gerð. Svo vandvirkur var hann, að hann vildi ekkert láta frá sér fara fyrr en hann gat ekki betur gert. Fyrir augum þeirra, sem ekkert þekktu hann, gat hann virst kaldur, en það var brynja. Undir henni sló heitt hjarta. Hann mátti ekkert aumt sjá, án þess að reyna að bæta úr því Framhald á hls. 6

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.