Íslendingur


Íslendingur - 15.03.1984, Blaðsíða 8

Íslendingur - 15.03.1984, Blaðsíða 8
Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. RAEpangi RAFORKA FlF. GLERÁRGÖTU 32 Símar: 23257 og 21867 AKUREYRIJBOX 873/SÍMI: 25951 VERSLID VÍá^/ HJÁ FAG- MANNI Vegagerðin vill gera eignamám: Málaferli í gangi vegna Leiruvegar! Kröfur gætu numið allt að 4 milljónum Nú standa yfir málaferli vegna lagningar Leiruvegar og geta kröfur í málinu numið allt að einni milljón króna í fyrstu um- ferð, en samtals gætu kröfur numið um fjórum milljónum króna miðað við allan Leiruveg. Hér er um að ræða eignarnáms- kröfu Vegagerðar ríkisins vegna efnistöku úr landi Þverár í Eyja- firði og afnám réttinda til aksturs á efninu og ámoksturs. Vegagerð ríkisins hefur ritað Matsnefndeignarnámsbóta bréf, þar sem gerð er grein fyrir kröf- um stofnunarinnar og þær rök- studdar. Matsnefndin kom hing- að til Akureyrar á mánudaginn var og má búast við því, að hún skili áliti um rétt til efnistöku og annað þvíumlíkt strax í næstu viku. Hins vegar getur lengri tími liðið þar til bótaljárhæðir verða ákveðnar. Eins og fslendingur skýrði frá hefur 1. áfangi Leiruvegar verið boðinn út og fyrirtækið Gunnar og Kjartan á Egilsstööum með lægsta tilboðið. Að sögn Guð- mundar Svavarssonar, um- dæmisverkfræðings, bendir allt til þess að gengið verði til samn- inga við Gunnar og Kjartan í dag. Þá liggur fyrir, aö Gunnar og Kjartan hyggja á samstarf við Barð sf. sem undirverktaka, þótt ekki sé það frágengið. Efnisþörf vegna þessa áfanga er 25 þúsund rúmmetrar og er talið nærtækast að taka efnið úr Þverarreyrum í landi Þverár. Samkomulag hefur ekki náðst um efnistökuna og þess vegna hefur Vegagerðin krafizt eignar- náms. Klukkan hálfátta annað kvöld leiða íslendingar og Sovétmenn saman hesta sína í handknatt- leik hér á Akureyri og fer leik- urinn fram í íþróttahöllinni. Alfreð Gíslason, sem leikur með Tusem. Essen í Vestur- Þýskalandi, kemst því miður ekki heim að því er Ólafur Ásgeirsson hjá KA skýrði Islendingi frá. Menn höfðu bundið nokkrar vonir við það, að Alfreð kæmist heim til þess að leika þennan eina leik, en þegar á reyndi kom í ljós, að dagskrá Alfeðs var fullsetin. En það breytir engu um það, að íslendingar tefla fram mjög sterku liði gegn Sovétmönnum, þott ekki hafi verið búið að greina frá liðsskipaninni, þegar Islendingur fór í prentun. Sovétmenn urðu heims- meistarar í handknattleik í fyrra og eru núna, eins og fleiri þjóðir, að undirbúa sig fyrir Olympíuleikana í Los Angeles. Þeir koma hingað með alla sína sterkustu menn. íslend- ingar eru nýkomnir úr keppnisför, þar sem þeir unnu 3 af 4 leikjum sínum við Frakka og Svisslendinga þannig, að búast má við hörku- leik í HöJIinni annað kvöld. - Leikurinn hefst kl. 19.30 eins og fyrr sagði. Fœr sennilega lóð við Hjalteyrargötu Eins og íslendingur hefur skýrt frá hafa lóðamál Heildverzlunar Valdemars Baldvinssonar verið að velkjast um í kerfinu í nærfellt 20% aukning bókaútlána á Dalvík Þegar sem mest ber á tali um hnignunarskeið bókarinnar ber- ast þær fréttir frá Dalvík, að útlán Bókasafns Dalvikur á árinu 1983 hafi aukizt um 20% frá fyrra ári. Alls voru lánaðar út 13.283 bækur, en voru 10,979 árið 1982. E.t.v. er þetta til marks um það, að fólk fari fremur á bóka- söfn en í bókaverzlanir? tvö ár. Nú loksins sér fyrir end- ann á því og þess að vænta, að málið hljóti fullnaðarafgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi. Eftir að leitað haföi verið logandi ljósi að hentugri lóð á hafnarsvæðinu og eigendur sætt sig við hana kom í ljós andstaða hafnarstjóra, sem fer með skipu- lagsmál á hafnarsvæðinu. Setzt var á rökstóla og loks fannst lóð á milli Hjalteyrargötu og Árstígs, þ.e. lóð vestan við Slippstöðina og norðan Tryggvabrautar. Inn í þetta mál fléttast hugmyndir um breikkun Hjalteyrargötu, og lóðarréttindi annarra þarna, en ekki er talið að þar sé nein fyrirStaða. Það var fyrirtækið sjálft, sem óskaði eftir frestun á afgreiðslu bæjarstjórnar á málinu í von um, að þessi mámiðlun takist. Hér á árum áður stóð fólk í biðröð til þess að komast í Nýja bíó Áhugamenn um nýtt kvikmyndahús á Akureyri: Hafa fullan hug á að byggja nýtt hús - ef ekki semst um kaup á Nýja bíói Eins og íslendingur skýrði frá fyrst blaða vinnur hópur áhuga- manna nú að því að koma á fót nýju bíói á Akureyri og er þá hugmyndin annað hvort að kaupa Nýja bíó og gera þar nauðsynlegar breytingar þann- ig, að þar verði tveir sýningar- salir, eða þá að byggja nýtt kvikmyndahús frá grunni. Eigendum Nýja bíós hefur verið gert tilboð í Nýja bíó og er það nú til athugunar hjá þeim. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um fund, þar sem stofnað yrði almenningshluta- félag um nýtt kvikmyndahús, en þau mál eru öll í deiglunni. Nýja bíó hefur verið í sölu í nærfellt tvö ár án þess, að kaupendur hafi fengizt. Tilboð hafa verið gerð í húsið, en eigendur ekki getað sætt sig við þau boð. Brunabótamat hússins er um 11 milljónir króna og miða eigendur við þá upphæð. Hins vegar mun tilboð bíóáhuga- manna vera nokkru lægra. Þetta er m.a. rökstutt þannig, að fyrir slíka fjárhæð sé hægt að byggja nýtt kvikmyndahús og hafa þessir áhugamenn þegar augastað á nokkrum eigulegum og góðum lóðum miðsvæðis í bænum. Eftir því, sem íslendingur kemst næst mynda eftirtaldir menn kjarna áhugamanna- hópsins um nýtt kvikmynda- hús á Akureyri: Jón Sigurðarson, aðstoðar- framkv.stjóri hjá Samband- inu, Örn Gústafsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri, Bjarni Reykjalín, arkitekt, Magnús Gauti, verzlanafulltrúi KEA, Jón Árnason, ráðunautur hjá Búnaðarfélaginu, og Benedikt Ólafsson, lögfræðingur. Ísland-Sovét annað kvöld Varmadœlurnar settar niður Nú eru varmadælurnar tvær, sem Hitaveita Akureyrar hefur fest kaup á, komnar til Akureyrar. I fyrradag var farið með þær upp að kyndistöðinni við Þórunnarstræti, þar sem þær eiga að vera. Hvor dæla um sig vegur um tólf lestir og því hefur bíllinn á myndinni haft um 24 þúsund aukakíló á sér í þess- ari ferð. Búizt er við því, að dælurn- ar verði komnar í samband í lok þessa mánaðar. Ljósm. Gunnar Kr. Jónasson

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.