Íslendingur - 15.03.1984, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1984
Jstfuáinour
5
Fyrirmynd annarra
í febrúarmánuði gistu norðurland, flestir
þingmenn sjálfstæðisflokksins og nutu
hér gestrisni Akureyringa í mat og
drykk, ásamt því að lyfta þjökuðum
sálum sínum, byrðum hversdagsins sem
hljóta að vera ógnþungar. Þessi fram-
varðarsveit sjálfstæðismanna um land
allt, gekk vasklega fram í því að njóta
þess sem unnt var á svo skömmum tíma
er dvölin varði og sótti heim Leikhús
Akureyrar, sem frægt er orðið vegna
vinsælda „My Fair Lady”, og síðan sátu
þeir Arshátíð Sjálfstæðismanna hér og
að lokum var efnt til stjórnmálafundar í
Sjallanum, sem var þokkalega sóttur.
Þessi fundurvarð mérhinsvegar hálfgerð
vonbrigði. Það er undarlegt þegar þess
er gætt að sjáldan eða aldrei hafa Akur-
eyringar fengið jafngott tækifæri til að
láta móðan mása, á pólitískum vett-
vangi, sem þar, að sú tilfmning var rík
að það þyrfti að toga með töngum það
litla sem sagt var. Það er eins og sálar-
kirnurnar væru galtómar, enginn áhugi
til staðar á því sem kveikt hefur þó stóra
elda í umfjöllun dagblaða og annars
manna á meðal. Voru Akureyringar
feimnir við þingflokkinn? Eða voru þeir
kannski hræddir við að styggja formann
og fyrrverandi formann flokksins? Það
er ef til vill ekki ástæðulausu, því undan-
farin ár, hefur ekki mikið þurft til, til að
vera gerður útrækur eða útlægur a.m.k.
um stundarsakir, úr þeim „eina sanna
sjálfstæðisflokki”, sem þrátt fyrir yfirlýs-
ingar um fijálslynda stefnu og að allir
rúmist innan flokksins og megi hafa
sínar skoðanir á mönnum og málefnum
- hefur sýnt að það eru glamuryrði, sem
ekki er mark .á takandi.
........best fallnir að vera
fyrirmynd.”
Eitt sinn áleit eg að sjálfstæðismenn,
'væru allra manna vandaðastir og virð-
ingarverðastir og til þess best fallnir að
vera fyrirmynd. Eg áleit að þeir fylgdu
sannfæringu sinni og fyrirlitu baktjalda-
makk og hræsni, vildu standa fijálsir,
óháðir, og bera sannleikanum og rétt-
lætinu vitni. Eg þóttist viss um að sjálf-
stæðismenn notuðu sér ekki klæki eða
neyttu neinna bragða sem óheiðarleg
væru eða kæmu niður á náunganum eða
yrðu honum fjötur um fót. Mér fmnst
það ekki samiýmast fjálfstæðisstefnunni
að bolast áfram á kostnað annara og
með hnúum og hnefum, og skeyta engu
hvort að aðrir verði undir í lífsbar-
áttunni, - þannig eiga ekki sannir sjálf-
stæðismenn að haga sér - - við
erum tæpast sjálfstæð ef að við byggjum
það upp á ranglæti og valdafíkn og því
að troða á öðrum, við hljótum að verða
þeim háðir, sem hafa orðið að sjá vonir
sínar bregðast vegna okkar aðgerða.
Er þá þessi glæsia fyrirmynd hrunin?
Ekki alveg, en anzi er hún farin að láta á
sjá eftir áraraða viðkynningu og nána
skoðun. Missmíðarnar eru að mínum
dómi of áberandi, ef viss mál koma á
dagskrá. Má þar nefna t.d. framboðs-
mál, - hvar er þá skoðanafrelsið? Það má
nefna launamál, - hvar er réttlætið á
þeim vettvangi? Það má einnig nefna
valdabaráttuna innan flokksins, - hvar er
þá heiðarleikinn og réttlætið, eða er
enginn undirróður eða bolabrögð þar,
með í spilinu? Eru allra skoðanir virtar,
innan flokksbandanna?
Lengi má spyija en fást svörin jafn-
greiðlega? Ef til vill lýsir það skynsemi
manna í höfuðstað Norðurlands að vera
ekki að spyrja spurninga, sem enginn
var fús til að svara og kostað hefðu e.t.v.
vissar sálarflækjur hjá þeim sem við
pallborðið sátu. Það er nefnilega oft
býsna flókið mál að svara á svo marg-
ræðan hátt að allir verði sáttir við svarið
og að það svífí svo kyrfilega í lausu lofti
að ekki sé hægt að ná neinu taki á því
eftir á og þessvegna snúa því nákvæm-
lega þangað sem þörfin er mest í hvert
sinn, síðar. Það er mjög gremjulegt fyrir
stjórnmálamenn að verða hengdir fyrir
óhugsuð og ógætileg orð, sem þeir í hita
dagsins tala út frá hjarta sínu, en passa
svo alls ekki á krókavegum stjórnmál-
anna, þar sem enginn má vera hrein-
skilinn og sjálfum sér samkvæmur. En er
það nauðsynlegt eða óhjákvæmilegt að
sá sem fæst við stjórnmál, sé tvískiptur,
þ.e.a.s. að hann séu tveir menn, annars-
vegar hann sjálfur, hinsvegar stjórn-
málamaður? Er það ekki heilbrigðara að
vera einn og heill maður, hvort heldur er
og hvorutveggja í senn?
„ ... oft goldin lausung við
lygi...”
Stjórnmálin hafa oft haft illt orð á sér
og ekki að ástæðulausu, því að þar er oft
goldin lausung við lygi, í stað heiðar-
legra samskipta og láta hvern og einn
njóta sannmælis, hvar í flokki sem hann
stendur. Það er staðreynd að það fer
ekki eftir flokkspólitískum Iínum, hvort
fólk vill gera sitt bezta og verða að sem
mestu liði fyrir samfélagið og það af
heilum hug. En það eru stjórnmála-
mennirnir sjálfir sem hafa gert stjórn-
málin fráhrindandi fyrir hvern þann sem
vill starfa af réttlæti og heiðarleika, enda
held eg að engum slíkum sé vært innan
þeirra vébanda, þeim hinum sama yrði
sem skjótast vísað út í hin ystu myrkur,
eins og dæmin hafa sannað.
Aö lokum vildi eg - þrátt fyrir allt
spyrja - hvervegna eru sjálfstæðismenn
nér norðan heiða, svo daufir í dálkinn,
eru þeir búnir að gefa alla baráttu upp á
bátinn, eða stóla þeir blint á að „stóri
bróðir” í Reykjavík bjargi öllum málurn,
að útkjálkalandsbyggð, eins og norður-
land, þurfi þar ekkert til málanna að
leggja?
Því spyr eg, að mér hefur virst heldur
rólegt hér, hvað starfsemi sjálfstæðis-
félaganna viðvíkur. Það er ekki oft eytt
prentsvertu á síðum blaðanna, í auglýs-
ingar um fundi eða aðra starfsemi, eða
fer þetta allt fram á vegum einhverra
Ieynifélaga, sem ekki þola dagsins ljós?
Þrátt fyrir ummæli mín hér á undan, tel
eg þó að sjálfstæðisflokkurinn sé skársti
kosturinn, að undanskildum þeim van-
köntum sem á honum eru og mér hefur
líkað stórilla. Eg hef þann metnað fyrir
hönd flokksins að hann skari fram úr á
öllum sviðum, - sé fijálsasti, heiðar-
legasti og bezti flokkurinn, virði sann-
leikann og rétt allra til að fá sanngjöm
laun fyrir vinnu sína, hvort heldur það
er við að skúra gólf, eða slíta sölum
alþingis - og hver getur sagt um það
hvort er þarfara? Hvar gætu alþingis-
menn karpað, ef enginn væri til þess að
þrifa og moka út hinum göfugu óhrein-
indum, sem þeir bera inn?
Sjálfstæðismenn, látið aðra flokka um
það að haga seglum eftir vindi og beita
misgóðum ráðum, verið sjálfir sannir
heiðursmenn. Það er ekkert til sem getur
afsakað óráðvönd vinnubrögð, ekki
einuisinni óráðavandir mótstöðumenn.
Dagrún Kristjánsdóttir.
Engin uppgjafartónn á þessum siðustu og verstu ..
„Erum að fœra
út kvíarnar”
- segir Hennann Bragason, annar eigenda Blikkvirkis sf.
„Já, ég held ég megi segja það,
að við erum eitt af fáum smærri
þjónustufyrirtækjum hér í
bænum, sem er að færa út kví-
arnar,” sagði Hermann Braga-
Dýr Ijós
Samkvæmt fundargerð umferð-
arnefndar kostar það skildinginn
að setja upp, rífa niður og færa
til umferðarljós fram og til baka
um bæinn.
Samkvæmt hraðreikningi Is-
lendings samþykkti nefndin þ.
29. s.l. mánaðar að verja röskum
2 milljónum króna í þess háttar
verk.
Til dæmis er áætlað að það
kosti 980 þúsund að flytja um-
ferðarljósin á gatnamótum
Skipagötu og Kaupvangsstrætis
uppá gatnamót Þingvallastrætis
og Mýrarvegar með viðeigandi
tengingum og kössum.
son annar af aðaleigendum
Blikkvirkis, þegar íslendingur
ræddi við hann um starfsemi
fyrírtækisins á dögunum.
Þessa dagana er Bhkkvirki
undirverktaki vegna tveggja
bygginga, sem eru í smíðum,
annars vegar Verkmenntaskól-
ans og hins vegar nýja útvarps-
hússins.
Fyrirtækið sér um allan loft-
ræsibúnað í þessar tvær bygg-
ingar og hleypur kostnaður
vegna þessara verkþátta á 20-
30% af heildarkostnaði.
Vegna aukinna umsvifa hafa
þeir Hermann og meðeigandi
hans Vífill Valgeirsson fjölgað
starfsmönnum um þijá að
undanförnu og eru þeir nú alls
níu.
Þeir félagar keyptu fyrirtækið
í október 1982, en áður hét það
Vélsmiðja Steindórs. Blikkvirki
er til húsa að Kaldbaksgötu 2.
Til að byrja með voru þrír
starfsmenn.
Fyrirtækið fæst aðallega við
loflræstiútbúnað, þakfrágang,
þakpappalagnir í heitt asfalt,
sílsalistasmíði, stálsmíði og
vatnskassaviðgerðir.
fojal honnunargalM
f&LyMSonerS-á.
ad þúo)L^rd‘rf',e3;
tvóPóidu
beygjunom. ,