Íslendingur - 21.02.1985, Síða 2
2
Jslcudinaur
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Einstakur listaviðburður
Sölusýning
Samsýning yfir 50 listamanna í Safnahúsinu á
Húsavík, dagana 1.-4. mars 1985.
Margir af þekktustu listamönnum þjóöarinnar
sýna. Allir listamennirnir gefa verk sín til
styrktar Sumarbúöum Æ.S.K. viö Vestmanns-
vatn.
Olíu- og acryl málverk, vatnslita- og pastel-
myndir, Ijósmyndir, grafíkverk, höggmyndir,
taumálun, útskornir munirog prjón.
Fjölmenniö.
Styrkiö verðugt verkefni á ári æskunnar.
AKUREYRARBÆR
AUGLÝSIR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Miövikudaginn 27. febrúar kl. 20-22 veröa til
viötals bæjarfulltrúarnir Sigríöur Stefánsdóttir
og Jón G. Sólnes í fundarsal bæjarráös.
Bæjarstjóri.
SterWrogb^
laegstö ___
3 4 dyra Srtoo"j
Vi** Ss
faran9ursr^_
mazd*32'
Búmgóöor
meö stóru
Hatchback: \ stHWeinn
hm\nn'£vróp \
M&ZO* 323 3 1
MestsetóUapan-
ra Satoon i
tó\ksb""nn
,ta árl-
MAZOA*
Lang>neS'
d\eseWé\
Coupa'
i rúmar
\ mazoa
Vtatcbback'- l SportbU
.hiiRogstótions \ Wur
Sameinar
biis-
ytHOA 62»
Margtaldur
sötubi" é '£
Statlon'-
>m same\nar
notagiWi-
WAZOA9
\jjXUSu\»
þaeg'ndi
vra Hardtop
meö ö"u‘‘
m*ZDA 9-
Luxusspo'
mazoa
Sannur
MAZOATj
BuröarmiM
vöruVassa
2000/220°
úmgóörase
sa dieseWéi
MEST
?“Uar
Sbrt® 10-18
bá&a dagana.
jgSfSSSS^i-
Sínt‘
26301-
bílasí^c
1985
Einsfakur
listviðburður
á Húsavík
Dagana l.-4. mars n.k. verður
stór listsýning haldin í Safnahús-
inu á Húsavík. Nú er þegar ljóst,
að yfir 50 listamenn munu eiga
verk á sýningunni. Þetta er einn
liður í fjáröflun Æskulýðssam-
bands kirkjunnar í Hólastifti
(Æ.S.K.), til styrktar Sumarbúð-
unum við Vestmannsvatn.
Margir af þekktustu listamönn-
um landsins verða í þessum
hópi, og hafa allir gefið verk sín.
Húsvískir tónlistarmenn
munu leika við opnun sýningar-
innar, sem ersölusýning og mjög
fjölbreytt. Þama getur að líta
olíu- og acrylmálverk, vatnslista-
teikningar, ljósmyndir, pastel-
myndir, grafíkverk, höggmyndir,
vefnað, taumálun, úLskorna
muni og pijón, svo að eitthvað
sé nefnt. Einnig munu verða á
sýningunni gjafabréf frá mörg-
um fyrirtækjum, sem styrkt hafa
Sumarbúðimar í ár, til þess
verkefnis, sem bíður.
Á þeim ámm, sem liðin eru
frá stofnun Sumarbúðanna, hef-
ur fjárhagurinn ekki leyft eðli-
legt viðhald húseignanna. Á
aðalfundi Æskulýðssambandsins
s.l. haust ákvað stjómin og sum-
arbúðanefnd að gera átak í þess-
um málum í tilefni afmælisárs-
ins. Leitað verður til allra vel-
unnara Æ.S.K. og Sumarbúð-
anna, félagasamtaka, einstakl-
inga og bæjarfélaga, sérlega hér
norðanlands um fjárstuðning til
þessa brýna verkefnis. Lögð
verður áhersla á endurnýjun
þeirra húseigna, sem fyrir eru,
áður en lagt verður í nýjar bygg-
ingar. Þeir eru orðnir ófáir hópar
bama, unglinga og aldraðra,
sem hafa átt ánægjulegar og
eftirminnilegar stundir í Sum-
arbúðunum við Vestmannsvatn.
Bama- og æskulýðsstarf sem
þetta, er erfitt að meta til fjár, en
ber engu að síður ríkulegan
ávöxt.
Skemmdir í
framrúðum
lagfœrðar
í síðastliðinni viku kynnti Bíla-
salan hf. nýja viðgerðatækni,
sem gerir kleift að gera við
minni háttar skemmdir á bílrúð-
um. Viðgerðin fer þannig fram,
að holur og spmngur eru fylltar
undir miklum þiýstingi með sér-
stöku efni, sem gengur í sam-
band við rúðuglerið við geisla-
meðferð.
Reiknað er með að fyrir við-
gerð af þessu tagi verði tekið fast
gjald, um l .500 krónur. Fyrst
um sinn verður þessi þjónusta
aðeins á fjórum stöðum á land-
inu: Akureyri, Isafirði, Reyðar-
firði og Reykjavík.
Eins og nærri má geta sýndu
fulltrúar tryggingafélaga þessari
nýju tækni mikinn áhuga. Sig-
urður Harðarson, starfsmaður
Bmnabótafélags fslands, gat
þess í viðtali við blaðið að um
80% bóta vegna rúðuskemmda
væru þess eðlis, að sér sýndist
viðgerð möguleg með þessari
tækni. Framrúður em nú sér-
tryggðar og kostar tryggingin
400-570 krónur. Ný framrúða í
bíl kostar með ísetningu 5-6000
krónur. TIO