Íslendingur


Íslendingur - 21.02.1985, Blaðsíða 8

Íslendingur - 21.02.1985, Blaðsíða 8
Félagasamtök - Starfsmannahópar Erutn farntr að taka á móti pöntunum fyrir árshátíðir. Draupnisgata 7: Mannvonska eða nauðvörn? Blaðaskrif vegna aðgerða Hita- veifu Akureyrar í Draupnisgötu 7 hafa vakið nokkra athygli. Sú mynd, sem dregin hefur verið upp af málinu í fjölmiðlum, er tiltölu- lega einföld: i húsnæði, þar sem einn inntakshcmill er fyrir fjóra notendur, getur það gerst, að lokað sé fyrir heita vatnið, ef einn aðili er í vanskilum, þótt hinir þrír hafi staðið í skilum. Aðgerðir Hitaveitunnar fá þannig .. sig ruddalegan blæ, sem erfitt virðist vera að sætta sig við. Þegar nánar er að gáð, er málið ekki svo einfalt. Þegar Hitaveitu Akureyrar var komið á laggirnar, var ákveðið að nota hemil til verðlagningar á vatn- inu, og var einn reikningur scnd- ur út til notanda hvers hemils. Ef fleiri en ein íbúð voru í húsi gátu menn valið um tvo kosti. Annars vegar gat eigandi hverr- ar íbúðar lagt í þann kostnað að hafa eigin hemil og fá reikning samkvæmt því. Hin leiðin >. >r sú, að íbúar hússins kæmu ,ér saman um að hafa einn hemil. Skiptu þeir þá kostnaðinum í samræmi við eitthvert sam- komulag þeirra í millum, sem yfirleitt tekur tillit til eignar- hluta. Þessi leið varað sjálfsögðu ódýrari fyrir notendur, þar sem hemiliinn kostar talsvert fé. í dag kostar hemlagrind um 50 þúsund krónur. í 10 íbúða fjölbýlishúsi greiða íbúarhverrar íbúðar kr. 5000 fyrir sameigin- lega grind. í stað 50000, ef þeir kjósa að hafa sína eigin hemla- grind og fá sérreikning. Talsverö samábyrgö hlaut að vera forsenda þess, að þetta kerfi væri nothæft, bæði að því er varöar hugsanleg vanskil ein- stakra notenda og sanngjarna skiptingu vatnsskammtsins millii íbúa. A hvorugan þáttinn getur Hitaveita Akureyrar haft áhrif. Tveimur árum eftir að Hita- veita Akureyrar tók til starfa, fóru aö berast beiðnir um skipt- ingu reikninga, sem sendir voru þeim aðilum, sem höíðu samein- ast um hemlagrind. Þar sem tölvukerfi bæjarins gat á auð- veldan máta uppfyllt þessar ósk- ir, var á sínum tíma samþykkt að verða við þeim. Leit Hitaveit- an á það sem aukna þjónustu við notendur. Almennt tíðkast það nú, að út eru sendir aðskildír reikningar og heldur Hitaveitan hjá sér heildarreikningnum. Ef einhver íbúanna stendur ekki í skilum, þannig að heildarreikningurinn er ekki að fullu greiddur, hefur Hitaveitan ekki önnur ráö en aö loka hemlinum, enda hefur fullnaðargreiðsla fyrir notkun hans ekki verið innt af hendi. Hér er að sjálfstögðu um full- komið neyðarúrræöi að ræða. Þegar að er gáð, virðast því vera til nærtækari skýringar á inn- heimtuaðferðum H.A. en mann- vonska, eins og ýjað hefur verið að í blöðum. Alliance Francaise á Akureyri: „Söngfuglinn” í Sjallanum Það er mat hitaveitustjóra, Wilhelms V. Steindórssonar, að ef þess aðhalds, sem lokanirnar eru, nyti ekki við, mundi það strax grafa undan innheimtu Hitaveitunnar. Sterk rök er því hægt að færa fyrir því, aö ástæðan fyrir þeim atburðum, sem urðu í Draupnis- götu 7, sé sú ákvörðun upphaf- legra eigenda hússins að notast viö sameiginlega hemlagrind og spara sér þannig talsverðan stofnkostnað. Núverandi not- endur og H.A. standa því uppi með vandræði sem hafa hlotist af þessu upphaflega fyrirkomu- lagi. Auðvelt ætti að vera, í tilviki sem þessu, að leysta vandann með því að notendur óskuöu eftir því að fá hver sína hemla- grind, með tilheyrandi kostnaði. Sá kostnaður er aö vísu allmikill, en blaðinu er kunnugt um, að í stjóm H.A. hefur þaö komiö til umræðu að lækka þennan kostnaö og auðvelda þannig not- endum að koma sér upp aðskild- um hemla- og mælabúnaði. TIO Augnlœknadeild eflist að tœkjum Síðastliðinn laugardag afhenti framkvæmdanefnd söfnunar- innar „Átak til sjónverndar - maí 1984” augnlækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri ljögur lækningatæki. Fram kom við afhendingu tækjanna, að 39 Lionsklúbbar á svæðinu frá Akranesi um Vesturland, Vest- firði og Norðurland að Vopna- firði hafa lagt söfnuninni lið, auk fjölmargra annarra félaga- samtaka og fyrirtækja ásamt þúsundum einstaklinga. Alls söfnuðust 2.140 þúsund krónur og skilar söfnunin af- gangi, miðað við kaupverð tækj- anna fjögurra. Afgangurinn verður notaður til að festa kaup á tækjum, sem dreift verður til heilsugæslustöðva á þjónustu- svæði F.S.A. Dýrasta tækið, sem Fjórðungssjúkrahúsinu var af- hent, er aðgerðasmásjá, sem nýtist ekki aðeins til augnað- gerða, heldur einnig við háls-, nef- og eyrnaaðgerðir og tauga- og æðaaðgerðir. Eitt af nýju tækjunum, augnbotnvél, er að sögn Ragnars Sigurðssonar augnlæknis nauðsynleg við rannsóknir á sjúklingum með augnskemmdir af völdum sykur- sýki og forsenda þess að hægt sé að beita leysi-geislum við þess- um fylgikvilla sjúkdómsins. Auk þessara tveggja tækja er um að ræða sjónsviðsmæli, sem er notaður til að kortleggja ná- kvæmlega sjónsvið sjúklinga með gláku og sjúkdóma í heila, og svokallaðan raufarlampa, sem er smásjá til almennra nákvæmisathugana á augum. „Af öllum þessum ágætu tækjum á aðgerðasmásjáin eftir að breyta mestu fyrir okkur, að mínu mati,” sagði Loftur Magnússon augnlæknir um nýju tækin. Dalvík: Kostnaður eykst Eitt af hinum nýju tækjum „Það er verið að vinna í fjár- hagsáætlun,” sagði Helgi Þor- steinsson, bæjarfulltrúi á Dalvík þegar hann var spurður hvað væri að frétta úr bæjannálun- um. Hann sagði að ekki hefði komið upp ágreiningur um fjár- hagsáætlun og hann ætti ekki von á því að svo yrði. Það liti þannig út að ekki yrði úr miklu fé að spila, tekjurnar væru ekki nægar og föst útgjöld heföu vax- ið verulega á undanförnum ár- um. Ýmsir þjónustuliðir heföu bæst við, heilbrigðiseftirlit, heiisugæsla, Dalbær, dagheimili og skólakostnaður. „Yfnbygg- ingin hefur aukist án þess að tekjur hafi aukist líka,” sagði Helgi. GHF Frá fyrsta fundi AUiance Francais eftir endurreisn félagsins Þann 31. janúarsl. var Alliance Francaise á Akureyri endur- reist. Hér er um að ræða félag, sem hefur að markmiði að efla tengsl milli íslands og Frakk- lands og kynningu á franskri tungu og menningu. Upphaflega var félagið stofnað 25. mai 1939, en heimsstyijöldin síðari varð til þess að tengslin við Frakkland rofnuðu og starfsemi félagsins lagðist niður. Þeir sem gengust fyrir því, að félagið var endur- reist, voru þrír af stofnendum þess, þau Áslaug Árnadóttir, Amgrímur Bjamason og Gisli Konráðsson. I nýkjörinni stjóm Alliance Francaise á Ákureyri eru: Hrafnhildur Jónsdóttir for- maður, Signý Pálsdóttir vara- formaður, Lucien Messiaen ritari og Gísli Konráðsson gjaldkeri. Félagið á vísi að bókasafni og sér Reynir Antonsson um það. Það er ætlun stjómar félags- ins að standa fyrir kvikmynda- sýningum og fræðsluerindum um frönsk málefni, auk þess sem í athugun er hvort félagið getur efnt til kennslu í frönsku á Akureyri. Fyrsti kynningarfundur félagsins verður haldinn í Mánasal Sjallans í kvöld kl. 20.30. Þar segir Sigurður Páls- son, leikstjóri og rithöfundur, frá frönsku söngkonunni Edith Piaf og sýnir myndbönd. Veit- ingahúsið býður upp á smárétti i tilefni kynningarkvöldsins. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Alliance Francaise. TIO Edith Piaf.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.