Íslendingur - 21.02.1985, Side 6
6
jbleudinaur
FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Bakþankar
Það er kunnara en frá því þurfti
að segja að íslendingar verða
ekki aldir upp með hefðbundn-
um hætti svo sem í skólum eða
öðrum uppeldisstofnunum né
verða þeir, að því er virðist,
ræktaðir til almennra manna-
siða með venjulegum aðferðum
að mati vísustu manna. Eina
ráðið til að fá þá til að haga sér
á almannafærí og á heimilum
sínum og vinnustöðum þannig
að sæmilegt sé og að þeir farí
ekki sjálfum sér og öðrum að
voða er að setja á þá sem flest
lög og þaó svo þétt að þeir viti
aldrei hvort þeir eru að bijóta
lög eða hvort þeir eru l ara að
skemmta sér.
Margir djúphugsaðir laga-
bálkar hafa veríð settir á síð-
ustu árum i uppeldis- og slysa-
vamaskyni og eru dæmi auð-
grípin því til sönnunar.
Má nefna lög um virðingu
fyrír krónunni og niðurfellingu
tveggja núlla af því tilefni og
reyndust svo vel að nú stefnir
allt í það að næst verði tekin af
henni þrjú núll með lögum til
enn frekari virðingarauka.
Lög um notkun bílbelta hafa
mjög eflt löghlýðni íslendinga
og það með slíkum öfgum j ég
rakst á mann í húsgagnaverslun
á dögunum sem var að skoða
hjónarúm, það var eitt svona
rúm með öllu, bar, stereó, dýpt-
armæli, útvarpi, sjónvarpi og
miðunartækjum eða hvað sem
þetta heitir nú allt saman og
viti menn, blessaður maðurinn
spurði hvort ekki væru öryggis-
belti í slysavamaskyni. Svona
em menn orðrJr vam'r því að
vera niður reyrðir þegar þeir
hugsa sér til hreyfings.
Lengi hafa veríð lög í gildi
sem banna sölu og bmggun
venjulegs bjórs og em í háveg-
um höfð og stefnir nú í það að í
staðinn verði verði seldur
brennivínsblandaður pilsner á
öðm hvom götuhomi í virðing-
arskyni við lögin.
Nú síðast vom sett lög um
tóbaksvamir og það var eins og
við manninn mælt, annar hver
reykingamaður kominn undir
lás og slá og reyklaust land.
Fjármálaráðherra auk þess svo
skelfíngu lostinn, að hann
segist engan þátt vilja í eiga að
flytja inn eitríð, allir aðrir mega
hins vegar taka við. Fjármála-
ráðherra er að vísu óvenju við-
kvæmur fyrir lögum sbr. reglu-
gerð um bann við hundahaldi
og lög um einkarétt ríkisins til
útvarpsrekstrar.
Eins og þessi fáu dæmi sanna
em lög afar árangursrík til upp-
eldis og þess vegna verður hald-
ið áfram á þeirri braut löggjaf-
ans enda tilefnin ærín allt um
kríng.
Ég hefi nú verið scttur, ásamt
öðrum, af réttum yfírvöldum að
gera tillögu að drögum að upp-
kasti til nýrra laga sem miða
skulu að frekarí hreinsun og
löghlýðni íslendinga.
Þessu markmiði teljum við
eftir langar fundargöngur að
eðlilegt sé að ná í fyrstu með
aukinni hreyfíngu, minni kyrr-
setu og styttrí vöku enda talið
sannað öðm hvom að hreyfing-
arieysi, kyrrsetur og syfja séu
orðin höfuðmein þjóðarínnar.
Við verðum Uka allra karia og
keriinga elst og við svo búið má
auðvitað ekki standa. En það er
hér sem fyrr að tilgangslaust er
með öllu að ætla íslendingum
að sjá lagalaust til þess að bót
verði á. Lög veróur að setja og
þau í anda annarra laga af
svipuðum toga — auðbrotin og
óframkvæmanleg.
Þótt lagasmíðin sé enn á
fumstigi leyfi ég mér að kynna
nokkrar greinar svo að rnenn
geti faríð að búa sig undir það
sem koma skal.
í anda skipunarbréfsins verði
1. gein þannig:
fslcndingar skulu vera and-
lega og líkamlega heilbrígðir og
ómengaðir. Þessi grein er
stefnumarkandi og þarfnast
ekki frekarí skýringa. Um við-
urlög við brotum á þessari laga-
grein er öllu erfiðara að ákveða.
Þó þykir okkur hæfíleg refsing,
þeirra sem veikjast td. sé, að
þeir verði lagðir inn á sjúkra-
hús, eða komið undir læknis-
hendur með öðmm hætti.
2. grein:
íslcndingar skulu aldrei á
fætur né til vinnu á morgnana
fyrr en þeir em vaknaðir.
Hér er tilgangurinn ekki jafn
augljós en okkur þykir sýnt, ef
litið er yfir svið þjóðlífsins, að
ómögulegt sé að afsaka ýmis-
legt sem aðhafst er með öðm
en því aó menn hafi farið
ótímabært á fætur. Þessi grein
hefur auk þess þá meginkosti
að stytta mjög vinnudaginn.
3. grein:
f samræmi við ný rísmál skal
morgunleikflmi Jónínu koma í
stað síðasta lags fyrir fréttir í
hádegi. Vinnst þá einnig það,
að talið er hollt andlegrí heilsu
manna að þeir hlusti ekki á
íslenska einsöngvara og kóra á
fastandi maga.
Æfingar Jórnnu skulu
skylduæfíngar öllum þeim sem
mega sig hræra. Einkum skulu
menn leggja rækt við þá æfíngu
sem Jónína otar óspart að fólki
í uppörvunarskyni og kallar
dauðateygjuna. Þá gæti menn
þess að það er talið óhollt, að
sögn Jónínu, að fá hjartaáfall á
mcðan á líkamsræktinni stend-
ur.
Farí menn ekki að lagagrein
þessari þykir hæfíleg refsing að
þeir verði sendir í aukatíma til
Jónínu.
Þeir sem lifa af dauðateygj-
una og aðrar heilsubótarteygjur
skulu skokka í vinnuna. Opin-
bemm starfsmönnum skal þó
heimilt að nota hlaupahjól,
enda til þess ætlast að menn
geti notið síðdegiskaffítíma á
vinnustað.
4. grein:
Til þess að koma í veg fyrir
kyrrsetur skulu stólar bannaðir
á opinbemm vinnustöðum og
stofnunum þar sem almenning-
ur leitar aðgangs í sambandi við
afgreiðslu eða þjónustu sem þar
er veitt. Þó skulu klósettsetur
leyfðar næstu 4 árín a.rn.k. eða
þangað til annað verður ákveð-
ið.
Viðvörunarmerkingar skulu á
öllum stólum sem seldir em í
verslunum. Á þeim skal standa
þessi hógværa hvatning: „Lát-
um oss standa.” Þó skulu stólar
leyfðir á sérstökum stöðum,
skýrt merktum, en þess þó gætt
að það séu vondir stólar.
Að því skal stefnt að menn
tvístigi við vinnu sína eða haldi
áfram að vinna á hlaupum svo
sem þeir vom vanir. Engar
breytingar þarf í þessu sam-
bandi að gera í Alþingishúsinu.
Þar halda menn áfram að
standa frammi á gangi og
standa á sama meðan þingfund-
ir standa.
f öllum gmnnskólum og æðrí
menntastofnunum skal við inn-
réttingar tekið mið af hjarðfjós-
um. Kennarastólar em bann-
aðir með lögum þessum en með
endurhæfíngu verði reynt að
rétta úr kennumm og þeim
smám saman kennt að standa
uppréttum á eigin fótum. Vegna
þessa aukna álags skal sumar-
leyfi kennara lengt um mánuð.
5. grein:
Hvers konar auglýsingar á
stólum og öðrum setgögnum
em bannaðar hér á landi.
Bannað er einnig að sýna hvers
konar meðferð eða notkun
stóla eða annars þess er kynni
að auka löngun manna til setu
eða að láta sér líða vel yfiríeitt.
Þó er heimilt sem fyrr að setja
mönnum stólinn fyrir dymar og
verður það gert í auknum mæli.
6. grein:
Setur em óheimilar í far-
þegarými almenningsfarartækja
sem rekin em með gjaldtöku.
Heimilt er þó forráðamönnum
flugvéla í millilandaflugi að
leyfa sæti fyrir einn flugstjóra
en þó því aðeins að óþægindi
skapist ekki fyrir þá sem
standa. Ekki má sæti flugstjór-
ans þó vera nálægt stjómtækj-
um flugvélarínnar.
7. grein:
Setja skal reglugerð í sam-
ráði við Áfengisvamarráð og
Trésmíðafélag Reykjavíkur um
setur í ráðherrastólum.
8. grein:
Yfirstjóm mála samkvæmt
lögum þessum skal í höndum
orkumálaráðherra. Ráðherra
skipar setuvamamefnd til
fjögurra ára í senn. f nefndinni
skulu standa þrír menn og
skulu a.m.k. tveir þeirra hafa
reglulega fótavist.
8. grein:
Mál sem kunna að koma upp
vegna brota á lögum þessum og
reglugerðum settum samkvæmt
þeim skal fara með að hætti
opinberra mála og þau söltuð.
Þess er sjálfsagt að geta að
Norðmenn og raunar fleiri
þjóðir hafa fylgst mjög náið
með lagasmíð þessari og munu
ekki láta á sér standa að taka
upp meginákvæði laganna í
sínu hcima.
Þá verða fmmvarpsdrögin
send 1020 aðilum til umsagnar,
en eins og við aðra lagasmíð
verður ekkert gert með það sem
þeir segja, heldur leitað álits
þeirra þríggja aðila sem ráða
eiga slíkri lagasetningu, þ.e.
Stórstúku íslands, Ungmenna-
félags fslands og Kvenfélaga-
sambands íslands. Kr. G. Jóh.
Leikmannshugleiðingar:
Um makalausa tónleika
Fyrir nokkru hélt bandaríski
píanóleikarinn Ruth Slecz-
ynska tónleika á sal Tónlistar-
skólans á Akureyri. I efnis-
skránni var greint frá ferli lista-
mannsins, sem á margan hátt er
mjög sérkennilegur. Ruth Sle-
czynska lék opinberlega mjög
ung i ýmsum stórborgum
Evrópu og naut almennrar við-
urkenningar sem undrabam.
Meðal kennara hennar má
nefna Rachmaninoff, og var eitt
af verkum á efnisskrá eftir þenn-
an fyrrverandi kennara píanó-
leikarans.
Tónleikarmr voru mesti tón-
listarviðburður, sem ég hef orðið
vitni að á Akureyri. Má raunar
segja að svo bergnuminn hafi ég
ekki verið á tónleikum síðan ég
hlýddi á Svjatoslav Richter fyrir
aldarfjórðungi.
Ruth Sleczynska er máttugur
píanóleikari og ræður yfir ótrú-
legri tækni. Túlkunin er einföld
og yfirveguð. Hátindurinn á tón-
leikunum var tvímælalaust túlk-
un listamannsins á tveimur són-
ötum eftir Scarlatti, einkum á
sónötu í G-dúr.Heiðríkja og sí-
gildur glæsileiki eru óhjákvæmi-
lega þau orð, sem hæfa slíkum
leik, og væri mikið gefandi fyrir,
að hlýða á Ruth Sleczynsku
leika Mozart.
Túlkun píanóleikarans á
nokkrum verkum eftir Chopin
var máttug, en jafnframt á ein-
hvern sékennilegan hátt ó-
sveigjanleg og hispurslaus. Verð
ég að viðurkenna, að þessi túlk-
un kom mér á óvart, og ekki að
öllu leyti þægilega.
Litlaust verk eftir Virgil
Thompson skyggði svolítið á síð-
ari hluta efnisskrárinnar. En
lokaverkið, Toccata eftir Prokof-
ieff, þótti mér glæsilega flutt.
Full ástæða er til að vera
þakklátur fyrir að fá tækifæri til
að hlusta á tónleika sem þessa.
Reyndar er það makalaust, að
það skuli vera mögulegt að
bjóða svo litlu samfélagi sem
Akureyri er upp á tónlistarvið-
burð af þessu tagi.
Tómas I. Olrich
Tölvur
Prentarar Hugbúnaður
Tölvunámskeið
Tölvuþjónusta Diskettur
Disketturekkar Tölvupappír
Félaosstarf\t
Sjálfstœðskvenfélagið Vörn
Fundur verður haldinn laugardaginn 23. feb.
kl. 14.00 í Kaupangi við Mýrarveg.
Gestur fundarins verður Halldóra J. Rafnar,
formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna.
Kosnir verða fulltrúar á landsfund.
Skemmtiatriði.
Boðið upp á veitingar.
Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur
gesti Stjómin.