Íslendingur - Ísafold

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - Ísafold - 07.06.1969, Qupperneq 6

Íslendingur - Ísafold - 07.06.1969, Qupperneq 6
6 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 1969. DAGBÓK 1 DAGBÓK DAGBÓK DAGBÓK Sjúkraþ j ónusta ♦ • Næturvaktir lækna á Akur- eyri hefjast kl. 17 og standa til kl. 3 morguninn eft . Uppl. um vaktlækna gefnar í síma 11032 allan sólarhringinn. | Helgídaga- og næturvaktir lyfjabúða á Akureyri eru sem hér segir: Á virkum dögum kl. 13—19 og kl. 21—22, á laug- ardögum kl. 12—16 og kl. 20— 21, á sunnudögum kl. 10—12, kl. 15-—17 og kl. 20—21. — Upp:. um vaktþjónustuna eru gemar í síma 11032 allan sólarhring.mi. | Sjúkrabifreið Rauða-kross- íns á Akureyri, Slökkvistöð- inni, Sími 12200. Þjóðkirkjustarf ♦ AKUREYRARKIRKJA: — Messa á sunnudaginn kl. 10, 30. — Sálmar: 530, 354, 355, 341, 528. — B. S. ♦ LÖGMANNSHI.ÍÐAR- KIRKJA: — Messa á sunnu daginn kl. 14,00. — Bílferð veiður úr Glerárhverfi kl. 13, 30. — B. S. ♦ MIÐGARÐAKIRKJA í GRÍMSEY: Messa á sunnu- daginn. — Ferming. — Fermd verða: Hulda Ingibjörg Ein- arsdóttir, Miðgörðum, og Sig- urður Þorláksson, Garði. Æskulýðs- blað ÆSK Út er komið 2. tbl. Æsku- lýðsblaðs ÆSK í Hólastifti á þessu ári, undir ritstjórn sr. Bolla Gústavssonar. Blaðið er að vanda fjölbreytt að efni, prýlt mörgum mynd- um. Útsölumaður er Jón A. Jónsson, Hafnarstræti 107, Akureyri, sími 11532, en blaðið er selt í lausasölu á Akureyri í Bókaverzl. Eddu. * MÖÐRUVALLAKLAUST- URSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta að Bakka á sunnu- daginn kl. 14,00. — Aðalsafn- aðarfundur Bakkasóknar að aflokinni messu. — Sóknar- prestur. Tilkynningar » SKÖPUNARUNDRIN BERA SPEGI GUÐS VITNI. Opinber fyrirlestur fluttur af Ulf Carlbark sunnudaginn 8. júní kl. 16,00 að Kaupvangs- strætí 4, II. hæð. — Allir vel- komnir. — Vottar Jehóva. » VISTHEIMILINU SÓL- BORG hafa borizt þessar gjafir: Frá Arnóri Karlssyni kr. 20,000.00, frá Katrínu Björnsdóttur ( minningargjöf) kr. 10,000.00, frá Soffíu Guð- mundsdóttur (minningargjöf) kr. 10,000.00, frá Kr. E. D. kr. 300.00, frá Fr. Bþ. kr. 300.00, frá Elínu Bj. (áheit) kr. 1,000. 00. — Samtals kr. 41,600.00. — Kærar þakkir. — Jóhannes Oli Sæmundsson. » FERÐAFÉLAG AKUREYR AR. — Skemmti- og vinnu- ferð í Þorsteinsskála og Dreka gil 6.-8. júní. Brottför kl. 20, 00 á föstudag. Skrifstofa fé- lagsins, Skipagötu 12, sími 12720, verður opin fimmtu- dagskvöld kl. 20—21. » DAVÍÐSHÚS verður opið frá 14. júní nk. frá kl. 17, 30—19,00. Sími húsvarðar, Kristjáns Rögnvaldssonar, er 11497. » HÚSMÆÐRASKÓLINN LAUGALANDI. — Handa- vinnusýning nemenda verður á sunnudaginn. Opin frá kl. 14—20. » NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ AKUREYRI. — Frá 1. júní til 15. sept. verður sýningar- salur safnsins opinn almenn- ingi alla daga kl. 2—3,30 e.h., nema laugardaga, en þá er hann lokaður. Vörzlu á sýn- ingarsal annast Sigurlaug Skaptadóttir, Oddeyrargötu 16. sími 12187. Þeir, sem óska eftír að skoða safn'ð á öðrum tímum. snúi sér til hennar eða Kristjáns Rögnvaldssonar. Barðstúni 1. sími 11497. Skrif stofa safnsins verður í sumar opin einu sinní í viku, á mánu dögum kl. 4—5 síðdegís, og verður safnvörðurinn, Helgi Hallgrímsson. yfirleitt tíl við- tals á þeim tíma. Sími safns- ins er 12983. — (í sumar verð ur svarað í hann á opnunar- tímum sýningarsalsins og skrifstofutímanum). Heimili safnvarðar er á Víkurbakka, Árskógsströnd, sími 61111 um Dalvík. » MINNINGARSPJÖLD KRABBAMEINSFÉLAGS- INS fást á Póststofunni. ♦ MINNINGARSPJÖLD SJÁLFSBJARGAR fást í Bókvali. * MINNINGARSPJÖLD ELLIHEIMILIS AKUREYR AR fást í Skemmunni. » MINNINGARSPJÖLD ELLIíIEIMILIS VOPN \FJ. fást í Bókvali. Brúðhjón » Þann 1. júní voru gefin sam an í Akureyrarkirkju Una Aðalbjörg Sigurliðadóttir og Jónas Þór Haraldsson háskóla nemi. Heimili þeirra verður að Laugavegi 19B, Reykjavík. Andlát A L L I . -j*. * , . undanfarin ár og fyrirsvars- maður þeirra í hvers konar framkvæmdum. Kvæntur var hann Siggerði Bjarnadóttur, er lifir mann sinn. t MAGNÚS SÍMONARSON, útvegsbóndi og hreppstjóri í Grímsey, lézt í Fjórðungs- sjúkrahúsinu sl. sunnudags- nótt á sjötugasta aldursári. — Hafði hann veikzt snögglega daginn áður og var sóttur út í ey í sjúkraflugvél. — Hann gegndi margvíslegum trúnað- arstörfum fyrir Grímseyinga síðustu áratugi. Auk hrepp- stjórastarfsins var hann sýslu nefndarmaður þeirra fjölmörg t SIGFÚS BALDVINSSON út gerðarmaður, Fjólugötu 10 á Akureyri, lézt í Fjórðungs- sjúkrahúsinu sl. þriðjudag, 75 ára að aldri, eftir nokkurra mánaða legu. Lengst ævi sinn- ar starfaði hann við útgerð og síldarsöltun og var um skeið í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Sjálfslæðisflokkinn. Ennfrem ur rak hann netaverkstæði í félagi við aðra. Kvæntur var hann OJöfu Guðmundsdóttur, og lifir hún mann sinn. Hljóðvarp » Laugardagur 7. júní: Fast- ir liðir eins og venjulega. 13,00 Óskalög sjúklinga. 15,20 Um litla stund. 15,50 Harmon ikuspil. 16,15 Á nótum æsk- unnar. 17.00 Laugardagslögin. 18,00 Söngvar í létlum tón. 19,30 Daglegt líf. 20,00 „South Pacific”. 20,20 Leikrit: „f al- menningsgarðinum.’’ — 21,30 Laugardagskvöld. Ymsir lista menn syngja og leika létt lög. 22,15 Danslög. » Sunnudagur 8. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 11, 00 Messa í Laugameskirkju. 14,00 Miðdegistónleikar. 15,30 Sunnudagslögin. 17,00 Barna- tíminn. 19,30 Sagnamenn kveða. Ljóð eftir Helga Val- týsson og Þóri Bergsson. 19, 55 Píanótónleikar í útvarps- sal. 20,10 Finnsk ljóð, söngv- ar og músík. 20,45 Flautukon- sert eftir Haydn. 21,05 Ein- eykið. Þorst. Helgason ann- ast þáttinn. 22,15 Danslög. » Mánudagur 9. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 19, 30 Um daginn og veginn, Ragn ar Jóhannesson cand. mag. 19, 55 Mánudagslögin. 20,20 Staða mannsins í tilverunni. Olafur Tryggvason á Akureyri flytur erindi. 20,45 Tónskáld mánað arins. 21,00 Búnaðarþáttur. 21 15 Fiðlusónata. 21,30 Útvarps sagan. 22,15 íþróttir. 22,30 Hlj ómplötusafnið. S jónvarp ♦ Laugardagur 7. júní: 18,00 Undir jökli. — Ferðalag um Snæfellsnes. Áður sýnt 5. apr íl sl. 18,45 Allt er þá þrennt er. Áður sýnt 21. marz sl. 20, 00 Fréttir. 20,25 Gróðurvinjar á Grænlandsjökli. 21,00 Með danskri hljómsveit í Gauta- borg. 21,25 Atlantshafsflug Lindberghs. Bandarísk kvik- mynd. 23,35 Dagskrárlok. » Sunnudagur 8. júní: 18,00 Helgistund. 18,15 Lassí. 18, 40 Sumarævintýri, 1. og 2. hl. 19,10 Hlé. 20,00 Fréttir. 20,25 „Milli steins og sleggju”. Dag skrá um Jóhannes úr Kötlum. 21,15 Þáttaskil. Brezkt sjón- varpsleikrit. 22,10 Landnemar Englands í N-Ameríku. 23,00 Dagskrárlok. » Mánudagur 9. júní: 20,00 Fréttir. 20,30 Um Færeyjar, þáttur sem ísl. sjónv. lét gera. 21.00 Sögur eftir Saki. 21,45 Litblindur. Sænskur leikstjóri fer suður til Ghana tíl að setja á svið leikrit eftr Strndberg og verður margs vísari um samskipti hvítra manna og svartra. 23,00 Dagskrárlok. VÍSNABÁLKUR í dag skulum við virða fyr- ir okkur STÖKUNA frá ýms- um tímum. Mörg skáld og hag yrðingar hafa kveðið lof um hana, og skulu hér aðeins tvær af mörgum teknar. Ólína Andrésdóttir kvað þcssa fögru hringhendu: Enn á ísa- góðri grund græð'st vísnm kraftur. Ertu að rísa af rökkurblund ríinnadísin aftur? Og hið djúpsæja skáld, Ein- ar Benediktsson, kvað um hana sléttubönd: Falla tímans voldug verk, varla falleg baga, snjalla ríman stuðlasterk, stendur alla daga. Skáldið hefði getað haft hér hringhendu í stað sléttubanda, og kveðið þannig: Tímans falla voldug verk / varla fal- leg baga / Ríman snjalla stuðlasterk / stendur alla daga. Það er mikil Ijóðræn feg- urð yfir þessari náttúrulýs- ingu Klettafjallaskáldsins, en hún er hringhend: Falla Hlés í faðminn út firðir nesja grænir, náttklædd Esjan ofanlút er að lesa bænir. Þá hringhenda eftir Svein frá Elivogum. einn af snjöll- ustu hagyrðingum okkar á fyrri helmingi þessarar aldar: Hugsun skæra liafa má, hlaupa á glærum ísuin til að læra tökin á tækifærisvísum. Langhenda frá síðari hluta 19. aldar eftir Hannes S. Blön dal: Kyrrt er allt á láði og Iegi, lúta höfði blómin smá, blika skær að dánum degi daggartárin hvörmum á. Þá er vísan VORHIMINN, eftir Þorstein Gíslason all- dýrt kveðin: Þú ert fríður, breiður, blár, hiartar lindir þínar. J*ú ert víður, heiður, hár, sem hjartans óskir mínar. Stakan okkar, hvort heldur hún er venjuleg verskeytla, hringhenda, sléttubönd, odd- henda. stikluvik, braghenda, stefjahrun, gagraljóð, sam- henda, langhenda, eða hvað allir þessir hættir nefnast, þá gætir hennar ekki að ráði í fornbókmenntum okkar. En þegar fram kemur á 17. og 18. öld, fer hennar mjög að gæta. Einkum er hún áberandi í kveðskap Páls Vídalíns í byrj un 18. aldar, sb. t.d. Athuga þú, hvað ellin sé ungdóms týndum fjöðrum. Falls er von að fornu tré, fara mun þér sem öðrum. En hagmælskan entist mönn um fram yfir dauðann, svo sem margar draumvísur vitna um og þá ekki slaklega kveðn ar, eíns og þessi: Dauðinn sótti sjávardvótt, sog er ljótt í dröngum. Ekki er rótt að eiga nótt undir Gróttutöngum. (Aloddhenda, hringhend). Þá er flestum kunn draumvísan eftir hörmuleg af drif Reynistaðabræðra: Enginn finna okkur má, o.s.frv. Framh. í næsta blaði.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.