Íslendingur - Ísafold - 10.09.1969, Síða 8
a an
ístendingur
-Ísuíold
MuYvikudagur 10. sept. 1969.
Hvers konar ferðaþjónusta
Ódýrustu innan- og utanlandsferðirnar.
Afsláttarfargjöld fyrir fjölskyldur og hópa.
Afborgunarkjör á flugleiðum Loftleiða.
FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR
Strandgötu 5, Akureyri. Símar 11475 & 11650.
SJÁLFSTÆÐISHIJSIÐ
9Ð Opið föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld.
90 Hljómsv. Ingimars Eydals, Helena og Þorvaldur.
SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ, Akureyri
(Borða- og matarpantanir í síma 1-29-70).
Vilja mennta
skóla á
Austurlandi
nú þegar
□ Stúdentafélag Austurlands
hélt aðalfund sinn þann 23.
ágúst sl. og voru skólamál fjórð
ungsins aðalmál fundarins. —
Urðu miklar umrseður og allir
sammála um, að skólamál í
fjórðungnum væru mjög á eft-
ir tímanum og styttra á veg
komin en í öðrum fjórðungum.
Ein tillaga kom fram og var
hún samþykkt samhljóða. Var
það tiilaga um menntaskólamál
sem hér fer á eftir:
□ „Aðalfundur Stúdentafélags
Austurlands, haldinn að
Hallormsstað 23. ág. 1969, skor
ar á menntamálaráðherra, að
ákveða nú þegar stofnun og
staðsetningu menntaskóla á
Austurlandi."
Hrímbakur
í brotajárn
□ Hinn afdankaði togari ÚA,
Hrímbakur, sem dreginn
var nýlega úr fjörunni við Gler
á, verður seldur í brotajárn,
væntanlega í haust. Togarinn
var smíðaður 1948, en hefur
ekki verið rekinn um nokkurt
árabil. Rak hann upp af legu
fyrir rúmum þrem árum og lá
þar þangað til fyrir skömmu.
Er hann nú í dokk Torfunefs-
bryggju.
□ ÚA hefur leitað tilboða í
Hrímbak og eru þau nú í at-
hugun.
□ Eftir krókaleiðum hefur
blaðið fengið þær upplýs-
ingar frá Reykjavík, að togar-
ar á borð við Hrímbak seljist í
brotajárn fyrir 2—2% millj. kr.
komnir út, en verðið fer að
sjálfsögðu eftir mati á ýmsum
atriðum og gæti vafalaust orð-
ið bæði lægra og hærra í þessu
tilfelli.
IHíklar vega-
skemmdir
vestra
/
Um helgina var feiknamikið
úrfelli á Vestfjörðum og olli
það miklum skemmdum á veg-
um, einkum nýbyggðum veg-
um, sem eru margir vestra. —
Tepptust margir þeirra um
tíma. Ekki er Ijóst, hversu mik
ið tjón hefur orðið á vcgunum,
en í gær leit út fyrir að það
hefði orðið verulegt og skemmd
irnar myndu tefja frekari fram-
kvæmdir við nýbyggingar veg-
anna.
Viðbyggingar Elliheimilis Akureyrar t.v. og Elliheimilisins í Skjaldarvík t.h. (Myndir: Sæm. G.).
8ELJA SKULDABRÉF VEGNA IIPP-
BYGGINGAR ELLIHEIIHILANNA
- 40 RÍJMUM BÆTT VIÐ OG AÐSTAÐAN STÓRBÆTT
© Stjórn Elliheimilis Akureyr-
ar og Elliheimilisins í Skjald
arvík lætur nú byggja við hús-
næði beggja heimilanna í þeim
tilgangi að bæta við um 40 rúm
um og stórbæta aðstöðu vist-
manna og starfsfólks. Fékk
stjórnsn lieimild til þess hjá
bæjarstjórn á liðnu vori, en
með því skilyrði, að hún sæi
algjörlega um fjármögnun fram
kvæmdanna fyrst um sinn. —
Töluvert eigið fé var til í sjóð-
um og hefur bætzt við það, á
þessu ári, svo verulega munar
um. En til að tryggja, að unnt
reynist að gera viðbyggingarn-
ar fokheldar fyrir veturinn og
þoka þeim lengra í vetur, hefur
stjórnin nú gefið út skuldabréf,
sem nýlega var byrjað að selja.
@ Elliheimilin tvö, sem bæði
eru í eigu og umsjá Akureyr
arbæjar, hýsa nú um 110 vist-
menn. Er þó oft langur biðlisti
eftir vist. Verður unnt að bæta
við um 40 vistmönnum, er við-
byggingarnar komast í not. En
einnig mun aðstaða vistfólksins
og starfsfólks stórbatna. Við-
byggingin við Elliheimili Akur
eyrar er tæpir 3 þús. rúmmetr-
ar. Er áætlað að hún kosti um
15 millj. kr. Viðbyggingin við
Ellliheimilið í Skjaldarvík cr
Ingólfur í Gröf með bagga úr heybindivél sinni.
tæpir 770 rúmmetrar, og er
áætlað að muni kosta um 2
millj. kr. Eru báðar þessar j
framkvæmdir mjög brýnar.
@ Skuldabréfin, sem nú er haf
in sala á til að auðvelda fram
kvæmdirnar, eru samtals að
upphæð 5 millj. kr. ,og skiptast
í 10 þús., 5 þús. og 1 þús. kr.
bréf. Eru þau til 7 ára og með
bæjarábyrgð. Vextir eru 9M> %
og eru greiddir fyrirfram fyrir
2 fyrstu árin. Eru því ekki
greiddar nema 8.100 kr. fyrir
stærstu bréfin, 4.050 kr. fyrir
þau næstu og 810 kr. fyrir þau
mrnnstu. Lánið endurgreiðist
síðan á árunum 1972—1976 eft
ir útdrætti og fer greiðsla fram
1. okt. hvert áranna. Eru skulda
bréf’n seld í skrífstofum Akur-
eyrarbæjar og ölluni bankaúti-
búunum á Akureyri.
HEYBINDIVÉLIN ER EIN MERKILEGASTA TÆKNINÝJUNG
HJA ÍSLENZKUM BÆNDUM:
‘Vélbinda jafnt í
eigin hlöður og
til að selja
— VÉLBINDINGIN SPARAR 30 — 40% HLÖÐURÝMI
□ Á síðustu fjórum árum hef-
ur merkileg nýjung rutt sér
til rúms í búskap íslenzkra
bænda, heybindivélin. — Árið
1965 voru fluttar til landsins
þrjár slíkar vélar, 1966 sjö og
síðan margfalt fleiri. Fyrst var
notkun heybindivélanna nær
eingöngu bundin við Suðurland
en síðan hefur hún breiðst út
um landið, og í fyrra keyptu
Norðlendingar margar vélar, er
heysala og flutningar færðust
í vöxt. Það hefur sýnt sig, að
vélbundið hey er á allan hátt
meðfærilegra en óbundið, fer
vel í flutningum og sparar 30
til 40% hlöðurými, og loks er
jafnvel unnt að súgþurrka í
böggunum. Bændur vélbinda
því jafnt í eigin hlöður, ekki
sízt hána, og til að selja.
□ Blaðið kom við i Gröf í
Kaupangssveit við Akureyri
og hitti að máli Ingólf Lárusson
bónda, sem vélbatt hey af
kappi. Vélina keypti hann hjá
Globusi hf. í fyrravor og á þess
um tveim sumrum síðan hefur
hann bundið mikið bæði fyrir
sig og aðra, svo notkún vélar-
innar svarar nú til 9 ára notk-
unar á meðalbúi, — og er vél-
in enn sem ný. Heybindivéi-
arnar eru dýrar og því nauð-
synlegt, að bændur sameinist
um notkunina, enda er það auð
velt þar sem vélarnar eru mjög
afkastamiklar, binda 4—5 20—
30 kg bagga á mínútu.