Íslendingur - Ísafold

Útgáva

Íslendingur - Ísafold - 20.09.1969, Síða 1

Íslendingur - Ísafold - 20.09.1969, Síða 1
blgndiimiir-feafold 50. tölublað. Laugardagur 20. sept. 1969. 54. og 94. árgangur. « Haförninn, síldarflutningaskip SK, hefur legið við bryggju í Siglufirði undanfarnar vikur. Skipið fór á síldarmiðin norður í höf um mitt sumar og átti þá að þjóna flotanum. Það reyndist þó ekki nægilegt verkefni og önnur hafa ekki fengizt ennþá, en vonir standa til að unnt verði að leigja skipið til einhverra flutninga á næstunni, þá sennilega erlendis. IÐUNN KAUPIR 6000 KW RAF- MAGNSKETIL FYRIR HINAR NVJU VERKSMIÐJU SÍNA — fær 2000 kw til að byrja með — hugsanlegt að hinar verksmiðjur 81$ kaupi einnig rafmagnskatla í framtíðinni Afli Vestfjarðabáta í ágúst: Aflinn 56% meiri en í fyrra Afli Vestfjarðabáta í ágúst- mánuði varð samtals 3.570 tonn, en það er 1.284 tonnum meira en í sama mán. í fyrra, cða 56%. Varð aflaaukning á öllum útgerðarstöðunum, 12 talsins. Tiðarfar var heldur óhag- stætt fyrir færabátana, 119 tals ins, en þeir fengu yfirleitt góð- an afla, þegar gaf. — Nokkrir voru byrjaðir á línu og einn með net, en afli var heldur tregur, þó var góður afli hjá þeim línubátum, sem veiddu práiúðu. Afli togbátanna var fremur tregur, en margir drag nó(abátanna fengu góðan afla. Nú hefur víða orðið vart við ýsu á nv'ðum Vestfjarðabáta, en hún hefur varla sézt tvö sið- ustu haust. Gera sjómenn sér því vonir um að fá góðan línu- afla, ef beita verður fyrir hendi en ekki lítur vel út í því efni og ennþá hefur hvergi orðið vart við smokk, þrátt fyrir tiða sunnan- og suðvestanátt. IMerkileg tómstunda- iðja Á Vikurbakka á Árskógs- strönd er nú unnið að því að koma upp almennri náttúru- rannsóknarstöð. Þetta er 'uug- sjón og tómstundastarf Helga Hallgrímssonar menntaskóla- kennara og safnvarðar Náttúru gripasafnsins á Akureyri. Blaðið heimsótti Helga í vik unni og segir frá því í opnu, en hér á myndinni er Helgi við rannsóknir á Víkurbakka. □ Nú hefur verið ákveðið, að liin nýja skinnaverksmiðja Iðunnar á Akureyri kaupi 6000 kw rafmagnsketil og noti ein- göngu rafmagn sem orkugjafa, en til þessa hafa verksmiðjur SIS notað olíukatla sem megin orkugjafa. Skinnaverksmiðja Iðunnar fær 2000 kw til að byrja með og mun eiga kost á 1000 kw til viðbótar, þegar ný- virkjunin í Laxá tekur til ♦ Að undanförnu hefur verið unnið að lagfæringu á saln- um í Barnaskóla Akureyrar til þess að þar gætu farið fram upptökur fyrir hljóðvarpið. — Þessar'breytingar eru vel á veg komnar og er það Ríkisútvarp- ið, sem greiðir kostnaðinn við þær. Gunnar Vagnsson frkv. stj. hljóðvarpsins sagði blað- inu, að tilfinnanlega hefði vant að fastan stað á Akureyri til að taka upp efni fyrir hljóðvarpið starfa. Um aðra samninga í þessu sambandi er ekki að ræða á þessu stigi málsins, en talið er hugsanlegt að hinar verksmiðjur SÍS kaupi einnig rafmagnskatla í framtíðinni. — Þær myndu þurfa um 800 kw til viðbótar. En þá væri orðið um að ræða svo mikið raforku- magn, a'ð Rafveita Akureyrar yrði tæplega lengur aðili að sölunni. og væri þetta gert til að bæta úr því ástandi. ♦ Hann sagði, að það væri ekki gert ráð fyrir að setja þarna upp studió, því öll tæki væru mjög dýr, sem til þyrfti. Ein- föld gerð af segulbandssetti kostar t.d. nokkuð á þriðja hundrað þúsund krónur. Það væru heldur ekki fyrir hendi tæki, sem hljóðvarpið væri hætt að nota, til að koma þarna □ Lauslega áætlað má búast við, að 2000 kw sala til Ið- unnar nemi um 10 millj. kwst. á ári. Verðið sem um samdist er 30 aurar hver kwst. og verð- ur því árssalan nálægt 3 millj. króna að verðmæti. Af því þarf Rafveitan svo að borga heild- söluverð til Laxárvirkjunar, um þriðjung, verðjöfnunargjald og söluskatt og heldur því ekki eftir nema tæpum helmingi fyrir. Tæknimenn stofnunarinn ar hafa yfir að ráða fullkomn- um segulbandstækjum, sem auð velt er að ferðast með og myndu þeir koma með tækin norður, þegar upptökur færu fram. Gunnar sagði það mik- inn ávinning að fá fastan sama- stað fyrir upptökur, þar sem aðstaða væri góð. Það væri því bæði hljóðvarpinu og Akureyr- ingum fagnaðarefni að fá þessa aðstöðu í Barnaskólanum. söluverðsins. Hér er þó um að ræða veruleg viðskipti og má af þessu marka, að raforkusala til stærstu iðnfyrirtækjanna á Akureyri getur orðið umtals- vert atriði. Dalvik: AFLI AÐ GLÆÐAST Dalvíkurbátar hafa aflað fremur lítið undanfarið, en afli togbátanna er að glæðast aftur, að því er Tryggvi Jóns- son frystihússtj. sagði blaðinu. Afli smærri báta er tregur og hafa dragnótabátar aflað sára- lítið upp á síðkastið, en þeim gekk mjög vel framan af. Einn bátur er með net og hefur feng ið reytingsafla. • Stöðugt er unnið í frystihús inu og er það nú búið að taka á móti um 3.400 tonnum, sem er talsvert meira en á sama tíma í fyrra. Afskipanir hafa gengið seint og hefur ekki verið hægt að taka flatfisk til heilfrysting- ar vegna plássleysis. Hljóðvarpið kemur upp upptökusal á Akureyri

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.