Íslendingur - Ísafold

Útgáva

Íslendingur - Ísafold - 20.09.1969, Síða 7

Íslendingur - Ísafold - 20.09.1969, Síða 7
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD — LAUGARDAGUR 20. SEPT. 1969 7 ÍÞRÓTTIR BYRJAÐI AÐ ÆFA FYRIR TILVILJIJIM - SEGIR INGUINIIM Eo ES^ARSPÓTIIR SEM STÖetiGT SAFIWIR MEJliM í sumar hcfur kornung Akureyrarstúlka, Ingunn E. Einarsdótlir, komið mjög við sögu á þe:m frjálsíþróttamót um, sem haldin hafa verið. Ingunn er fædd 11. júlí 1955 og cr því aðeins 14 ára að aldri. Hún hefur nú í sumar sett nokkur Islandsmet og Akureyrarmet. Þetta er at- hyglisverður árangur hjá ekki eldri stúlku og þess vegna fannst okkur tilvalið að spjalla við hana smá- stund. □ Hvað olli því að þú fórst að æfa frjálsíþróttir? — Það var nú eiginlega fyrir tilviljun. Hreiðar Jóns- son vallarvörður hitti pabba og spurði hvort hann ætti ekki strák, sem vildi koma og æfa hlaup. Pabbi sagði, að svo væri ekki, en hann ætti stelpu, sem ef til vill gæti hlaupið. Það varð svo úr, að ég dreif mig niður á völl og fór að æfa. En ég ef- ast um að ég hefði byrjað af sjálfsdáðum. Annars á ég tvo bræður, sem báðir hafa æft nokkuð í sumar. Ég æfði svo hjá Hreiðari þangað til bróðir hans, Ingimar Jóns- son, kom hingað og fór að æfa með okkur. Ég lærði mik ið þetta sumar. □ Tókstu þátt í keppni? — Já, ég keppti á Norður- landsmótinu í fyrra, en gekk fremur illa. Keppti í 100 m hlaupi og hástökki. Ég varð fjórða í hástökkinu en sat eftir í starti í hlaupinu og komst ekki í úrslit þar. □ Hélztu áfram að æfa í vetur? — Ég var í hand- og körfu knattleik í vetur, en æfði ekki frjálsar. Svo byrjaði ég snemma í vor að æfa og æfði þá með Ingibjörgu Sig- tryggsdóttur, sem er mjög góð íþróttakona. — Fyrsta keppnin, sem ég tók þátt í í sumar, var 17. júní mótið, en þá keppti ég í þrem grein um. □ Og hvernig gekk? — Ég varð hissa hvað það gekk vel. Ég keppti í 80 m grindahlaupi, 100 og 200 m hlaupum og sigraði í þessum greinum á nýjum Akureyrar metum. □ Þú hefur svo haldið á- fram að keppa? — Ég keppti á unglinga- móti í Reykjavík í byrjun júlí og vann í 100 m hlaupi telpna. Síðan keppti ég á Meistaramótinu á Laugar- vatni og í Reykjavík og setti þá íslandsmet í 100 m grinda hlaupi og 400 m hlaupi. Þá keppti ég líka á KR-mótinu og FRÍ-móti og Norðurlands mótinu og gekk vel. □ Ilvað hefur þú sett mörg Islandsmet í sumar? — Ég hef sett fimm ís- landsmet. Þar af hef ég bætt metið í 100 m hlaupi tvisvar og einu sinni í 100 m og 200 m grindahlaupum. Ég er í góðri æfingu, hef æft yfir- leitt daglega í sumar. □ Heldui'ðu áfram að æfa í vetur? — Það getur verið að ég æfi einu sinni í viku í í- þróttaskemmunni og væri mjög gott ef af því yrði. — Annars verður maður lengur að ná sér upp næsta vor. □ Er áhugi á frjálsum íþrótt um hjá unglingum? — Ég held, að hann sé að aukast. Ef krakkarnir ræru hvött til að koma á æfingar, sem haldnar væru á ákveðn- um tímum, þá væri hægt að ná í fleiri. Það þyrftu líka að vera fleiri mót hér yfir sum- arið, sem allir gætu tekið þátt í, t.d. keppni við nær- liggjandi byggðarlög. Það eru bara þeir beztu, sem komast suður á mót og þá missa hinir áhugann og hætta. □ Ertu ekki ánægð með þann árangur, sem þú hef ur náð? — Jú, ég er það, en ég ætla að reyna að bæta hann eftir beztu getu. Mig langar líka til að æfa sund í vetur eftir því sem ég hef tíma til, en íþróttirnar mega þó ekki taka of mikinn tíma frá skól anum. □ Hvaða mót er næst á dag skrá? — Það er KA-mót, sem haldið verður á þriðjudags- kvöld og ég vona að mér gangi sæmilega. — Við þökkum fyrir við- talið, og er ekki að orðlengja það, að á KA-mótinu, sem haldið var á þriðjudagskvöld ið, setti Ingunn tvö Islands- met. Hún bætti eigið met í 100 m grindahlaupi, hljóp á 15.7, og sló íslandsmet Bar- böru Geirsdóttur í 800 m hlaupi, hljóp á 2:22,4. — Við óskum Ingunni til hamingju með öll metin. Elalaust sér hún til þess, að þau standi ekki lengi. IHumsrínn á að ar í stað, er vakið er máls á þeim, orðið á eitt sátt um þá. Þess vegna þarf að starf- rækja víðtæka kynningar- starfsemi innan samtakanna á þeim málum, sem samtökin hyggjast gera að stefnumál- um sínum, og í framhaldi af þeirri kynningu þurfa stuðn ingsmenn samtakanna að hafa tvímælalausa tilfinn- ingu fyrir því, að þeir hafi átt þátt í að móta endanlega stefnu samtakanna í þessum málum. Hin leiðin til fylgisöflun- ar, sú sem er andstæð hlut- verki stjórnmálasamtakanna miðar að því að hlynna að sérhagsmunum fjölmennra hópa og nægilega margra ein staklinga. Þeim, sem feta þá leið, er lítill akkur í öflugri félagsuppbyggingu, því hún getur ekki leitt til annars en óþægilegrar gagnrýni. i^í-irn er nóg að hafa sýndarfélags- skap með nokkrum atkvæða miklum forustumönnum, — tengdum þeim með gagn- kvæmri greiðvikni, nokkr- um vinnufúsum hugsjóna- „ . . . stór hluti þeirra, sem eru flokksbundnir, er fólk, sem sættir sig við að lána nafn sitt tii að útkljá tmál, án þess aðiþað:háfi sjálft á- hrif.á niðurstöðuna . . Sða og biðja — glópum, sem finna næga fró- un í masinu og sem flestum afskiptalausum meinleysingj um, sem smám saman bind- ast á klafa vanans. Það kemur að litlu haldi, hversu góðan vilja forustu- menn samtakanna hafa um að vinna landi sínu til far- sældar, ef þeir velja síðari kostinn til fylgisöflunar. Hins vegar hafa þeir ekki aðra leið að velja, meðan félags- leg uppbygging samtakanna miðar ekki að því, að láta alla stuðningsmenn taka þátt í stefnumótuninni. Ég hef hér á undan lagt grundvöllinn að þeirri skoð- un minni, að íslenzkir stjórn málaflokkar hafi um langt skeið valið auðveldari leið- ina, höfðað til sérhagsmuna- mannanna og meinleysingj- anna til þátttöku í samtökum sínum, og þess vegna þíði í landinu stórir hópar af raun sæju fólki utan allra stjórn- málasamtaka eftir því, að einhver stjórnmálaflokkur leiti markvisst stuðnings þess. En hér á það við, að synd- ir feðranna bitna á börnun- um, því mikið af þessu fólki stendur utan samtakanna vegna þess að það hefur ótrú og jafnvel óbeit á þeim. — StjórnmálasamUxkin gera sér .líka glögga grein 'fyrir því. að'þau hafa ekki upp á.’mKkíð að bjóða. Félagsgjöld eru alls staðar þar sem ég þekki til hlálega lág, og grunur minn er sá, að margar fé- lagsstjórnir veigri sér við innheimtu þeirra, enda er það von, því félög og félaga- tal þeirra, úti um landsbyggð ina að minnsta kosti, þjóna ekki öðrum tilgangi en að búa til valdahlutfall innan kjördæmisráðs milli byggð- arlagá. Þannig verður sú raunin á, að stór hluti þeirra sem eru flokksbundnir, er fólk, sem sættir sig við að lána nafn sitt til að útkljá mál, án þess að það hafi sjálft áhrif á niðurstöðuna. í þéttbýlinu er þetta til- tölulega lítið vandamál, því þar eru samtökin svo fjöl- menn, að þótt aðeins lítill hluti félaganna sé virkur, eru þeir þó nægilega margir til að mynda starfhæfan hóp. í Reykjavík voru gerðar skipulagsbreytingar á starf- semi Sjálfstæðisflokksins, sem vel geta orðið til þess að veita lausn frá syndum feðr- anna, ef þeim verður fylgt fast éftir. í dreifbýlinu eru vanda- málin hins vegar meiri, því þar má víða telja virka að- ila í hverju félagi, sem ef til vill nær yfir heila sýslu, á fingrum annarrar handar. Eina leiðin fyrir þessa aðila til að mynda starfhæfan hóp, er að itaka hondum saman við .virlca aðila úrmágrarma- félxjgiinum,1 þótt'víða:geti .ver ið um samgönguerfiðleika, „ . . . nema sú stefna sé tek- in, að höfða markvisst til þeirra einstaklinga, sem geta orðið virkir . . . “ miklar vegalengdir og ann- að slíkt óhagræði að ræða. Þessi vandamál dreifbýl- isins má þó leysa með því að leggja mikið á sig, og þeir sem virkir eru i dag í röðum yngri manna úti á lands- byggðinni eru reiðubúnir til að leggja mikið á sig, ef ein- hver von er til þess að virk- um aðilum fjölgi. Þeim fjölg ar hins vegar ekki, nema sú stefna sé tekin, að höfða markvisst til þeirra einstakl- inga, sem geta orðið virkir, og til þeirra er einungis hægt að höfða með því að sýna ræklega fram á, að af- skipti þeirra hafi áhrif á gang mála. Þarna erum við þá komin aftur að upphafi þessarar greinar, kennisetningu lýð- ræðisfeðranna um að lýðræð ið yrði að grundvallast á ein staklingum. Reynslan hefur sýnt okkur, að þeir höfðu mikið til síns máls, þegar þeir guldu varhug við fé- lagssamtökum, en hún hefur líka sýnt okkur, að hjá þeim verður ekki komizt. Reynsl- an sýnir okkur þess vegna, að vet'kefni okkar er ,að byggja upp samtök • okkar þannig, að einstaklingurinii fái notið sln. Um leið og við byggjum samtök okkar þannig upp, getum við boðið fólki að ger- ast félagar okkar. f dag get- um við aðeins beðið það. Það bíður stór hópur þess, að einhver flokkur bjóði hon um. ÓSKA EFTIR LÉTTRI VINNU vegna atvinnusjúkdóms. — Barði Brynjólfsson, sími 11091. FORD TAUNUS 12M STATI- ON, árg. 1965, er til sölu. — Uppl. í síma 12352. GMC .10 HJÓLA TRUKKUR, árg. 1948, er til sölu. — Fylgt getur: Mótor og nýtt spil og mikið af varahlutum, nýjum og gömlum. — Uppl. í símum 12209 og 21131. RAUDA«AHBTfG 31 BIMI 22022

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.