Íslendingur - Ísafold - 10.12.1969, Qupperneq 6
f 6 ÍSLENDINGUR-ISAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 10. DES. 1969.
L ..
)7^
L
VEGLEGAR
----—ÍÞRÓTTIR—
Akureyringar reyndust sterkari á svellinu og snéru vonlitlu
Hraðmót í handknattleik:
ÚRSLITALEIK HÆTT ÁN
ÞESS IJRSLIT EEMGJIJST
□ Á sunnudaginn var haldið
hraðmót í handknattleik í I-
þróttaskemmunni á Akureyri.
KR vann Þór með 14:8, KA
vann Dalvík með 20:14 ag Þór
vann Dalvík með 22:8. Úrslita-
leik KA og KR var hætt að
venjulegum leiktíma loknum,
enda þótt þá stæði 11:11, og
deildu þessir aðilar því með sér
sigrinum í mótinu. Tilkynnt
var, að ekki væri framlengdur
leikur að ósk Hðs KR. Mur.u
þeir hafa borið því við, .,ð þeir
hefðu þá of skamman tíma til
að mæta til brottfarar suður.
Hins vegar var áberandi og aug
ijóst, að undir kraumaði sár o-
ánægja með dómarana i leikn-
um, og gat fararstjóri iiðs KR
ekki á heilum sér tekið um það
er leiknum lauk. Kann það og
að hafa haft einhver áhrif á að
KR mæltist undan framha’-di.
Leikmenn og Einar Helgason, þjálfari, við heimkomuna.
(Myndir: P. P.).
Magnús Jónatansson, fyrirliði, með bikarinn.
KA sallaði KR
— með 32 mörkum gegn 14
Um það var enginn vafi,
hvort liðið var betra, þegar
I. deildarlið KR og II. deild-
arlið KA gengu af leikvelli
á laugardaginn, en liðin léku
vináttuleik í Iþróttaskemm-
unni á Akureyri. Að vísu
var það svo, að KA mætti
með sitt sterkasta lið, en KR
vantaði tvo mikilvæga menn
í sitt, þá Karl Jóhannsson og
Hilmar Björnsson landsliðs-
þjálfara. En munurinn var
18 mörk, KA hafði skorað 32,
en KR 14, og ef ekki heíðu
orðið mistök í innáskiptingu
liðs KA seinast í fyrri háif-
leik, má reikna með, að mun
urinn hefði orðið enn meiri.
Þegar 23 mín. voru liðnar
af fyrri há'lfleik, stóð 12:3
fyrir KA. Þá kom iaufur
kafli í nokkrar mínútur, en
skyndilega voru allir burð-
arásar KA liðsins seztir á
bekkinn og KR skoraði 5
mörk í röð á 5 síðustu míii-
útum hálfleiksins, gegn að-
eins 2 mörkum KA. Hálf-
leiknum lauk með 14:8 fyrir
KA. Hin undarlega innáskipt
ing síðustu mínúturnar hafði
sem sé æði mikil áhrif.
Úr þessu var bætt þegar er
seinni hálfleikur hófst. Og
fyrstu 14 mín. hálfleiksins
skoraði KA hvert markið af
öðru, en KR ekkert. Leikur-
inn jafnaðist nokkuð undir
'lokin og lauk hálfleiknum
með 18:6 fyrir KA, og leikn-
um því með 32 mörkum gegn
14 fyrir KA, eins ogk.fyrr seg
ir.
Af mörkum KA skoraði
Gísli Blöndal 16, þótt hans
væri gætt sérstakiega iengst
af. Skoraði Gísli flest mörk
sín yfir vörn KR. Línuspil
var nokkurt og skoraði línu-
maðurinn Þorleifur Ananias
arson 5 mörk. Þessi árangurs
ríki sóknarleikur er ekki r.ý-
næmi hjá KA, en sigurinn
nú eins og gegn Fram byggð
ist á mun sterkari vörn og
markvörzílu en í fyrra. Einar
Sigurðsson hefur gjörbreytt
varnarleik liðsins til hins
betra og er hann þó aðeins
að byrja sem þjá'lfari og leik
maður. Markvarzlan er og
allt önnur en áður, en mark-
verðir eru þeir Friðrik Guð-
jónsson og Magnús Gauti Jó-
hannsson og ekki unnt að
gera upp á milli þeirra.
Dómarar voru þeir Ragnar
Sverrisson og Stefán Har-
aldsson og stóðu sig aH-
vel, báðir lítt vanir, en ó-
neitanlega er talsverður mun
ur á afstöðu dómaranna á Ak
ureyri og í Reykjavík til ým
issa brota, — einkum vaið-
andi vítadóma. — Kom það
gtlöggt í ljós 1 þessum leik.
MOTTOKUR
í
t Bikarmeistarar Akureyringa
! í knattspyrnu fengu veglegar
i móttökur, er þeir komu flug-
| leiðis heim seint á sunnudaginn.
[ Manngrúi var saman kominn á
flugvellinum og þar fór fram
stutt athöfn. Fyrst voru leik-
mönnum og þjálfara færð blóm.
Bæjarstjóri, Bjarni Einarsson,
ávarpaði þá fyrir hönd bæjar-
stjórnar, færði knattspyrnuráði
75 þús. kr. að gjöf til frjálsrar
ráðstöfunar og lét þá von í
ljósi, að íslandsbikarinn kæmi
norður næsta sumar. Páll Jón=-
son, form. knattspyrnuráðs,
þakkaði bæjarstjórn gjöfina og
í góðar óskir og knattspyrnu-
mönnunum frammistöðuna. —
Loks stjórnaði 1. varaforseti
bæjarstjórnar, Stefán Reykja-
iín, ferföldu húrrahrópi fyrir
knattspyrnuliðinu. Tók mann-
grúinn rösklega undir.
tafli i sigur
Bikarinn norðurl
— fyrsta sihn, sem Akureyringar sigra í stérmóti í knattspyrnu
© Aldrei fór það svo, að Einar
Helgason þjálfari I. deildar-
Hðs Akureyringa í knattspyrnu
fengi ekki verðskuldaða umbun
margra ára áhuga og starfs í
þágu liðsins. Eftir mikið japl,
jaml og fuður, tókst Akureyring
um að halda sér í I. deild, en
nú eru þeir komnir norður með
biltarinn í Bikarkeppni KSÍ eft
ir tvo úrslitaleiki við Akurnes-
inga. Sem kunnugt er lauk
fyrri leiknum með jafntefli. Þá
var mikiH aur á Melaveliinum
í Reykjavík, og veðrið lítt hlið-
hollt knattspyrnumönnum. Nú
mestu og veðrið ágætt. Og Ak-
ureyringar reyndust sem sé
sterkari Akurnesingum á svell-
inu, þótt dauflega horfði lengi
vel. Þeir snéru vonlitlu tafli í
sigur, þegar leikmenn beggja
voru loks búnir að ná nokkru
vaidi á aðstæðum. — Sigurinn
varð 3:2 eftir framlengdan leik.
© Á 10. mín. fyrri hálfleiks
skoruðu Akurnesingar. Matt
hías virtist komast inn fyrir
vörn Akureyringa með vafa-
sömum hætti, en skoraði með
góðu skoti. Stóð svo í leikhléi.
Þegar jafn margar mín. voru
af seinni hálfleik, skoruðu Ak-
urnesingar aftur. Teitur potaði
kneftinum að marki í erfiðri að
stöðu og knötturinn rann í net-
ið án þess að Samúel áttaði sig
á því, hvað var að gerast. Voru
nú liorfur orðnar heldur óvæn-
legar fyrir Akureyringa. En það
átti eftir að breytast. Á 16. mín.
og aftur örskömmu síðar skor-
uðu Akureyringar tvö íalleg
mörk og jöfnuðu stöðuna. —
Magnús Jónatansson fékk knött
inn nálægt vítateigslínu og
skaut þrumuskoti í markið. En
það var Eyjólfur, sem jafnaði.
Akureyringar hófu sókn á eig-
in vallarhelmingi, knötturinn
gekk hratt milli manna til
Kára, sem kominn var nærri
cndamörkum til hliðar við
markið, gaf knöttinn út til Vral-
steins og hann fallega fyrir
markið þar sem Eyjólfur skall-
aði knöttinn í netið algerlega
óverjandi. Þegar 5 mín. voru
liðnar af framlengingu skoraði
svo Kári sigurmarkið, sknut
fösfu skoti í sföng, þaðan sent-
ist knötturinn í varnarmann Ak
urnesinga og í netið. Átti Sæv;
ar sinn þátt í hessu marki með
góðri sendingu.
kveðnari í þessum leik, eins
og fyrri úrslitaleiknum, og hrá
oft fyrir góðri knattspvrnu af
þeirra liálfu, þrátt fyrir erfiðar
aðstæður. Akurnesingar voru
þó síður en svo lélegir. Úrslitin
voru sanngjörn.
© Þessi sigur Akureyringa í
Bikarkeppni KSÍ er fyrsti
sigur þeirra í stórmóti í knatt-
spymu, en sem kunnugt er, eru
þau móí tvö á ári, Islandsmót
I. deildar og Bikarkeppnin.
© Með sigrinum verða Akureyr
ingar um leið í fyrsta sinn
bátttakendur í alþjóðaknatt-
spyrnunni í eiginlegri merkingu
þar sem heir hafa áunnið sér
réft til hálltöku í Evrópumóti
hikarmcistara. Þ-irri vegsemd
fvlgir mikill vandi, eins og gef-
ur að skilja.
© Akureyringar voru uun á- I © En sem sagt: Til hamingju!