Íslendingur - Ísafold

Útgáva

Íslendingur - Ísafold - 10.12.1969, Síða 4

Íslendingur - Ísafold - 10.12.1969, Síða 4
4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 10. DES. 1969. 3Q Kannaði olíuhreinsun Nýlega fór Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra í stutta ferð til Finnlands, en erindið þangað var að kynnast rekstri olíuhreinsunarstöðva. Iðnaðar- málaráðuneytið hefur um al'l- langt skeið athugað möguleika á stofnun og rekstri slíkrar stöðvar hér á iandi, og er þeim athugunum haldið áfram. Var ferð iðnaðarmálaráðherra liður í viðleitni ráðuneytisins til að koma málinu áleiðis. Ríkis- stjórnin hefur og til athugunar möguleika á frekari olíuiðnaði. (Mbl. 2. 12.). 9G Fiðluball Nemendur tveggja efstu bekkja Menntaskólans í Reykja vík minntust fullveldis íslands með því að endurvekja gamía skemmtun, fiðluball. Voru þar allmargir mættir, stúlkurnar í síðum kjólum og piltarnir í kjól fötum og með pípuhatta. Dyra- verðir voru skrautlega klæildir að gömlum sið og kynntu þeir dansgesti rækilega við komu þeirra. Jan Moravék og hljóm- sveit hans léku marzúka, menú- etta og aðra gamla dansa, sem menntskælingar hafa æft undan farið. (Mbl. 2. 12.). 9G Úthafsrækja fundin Hafþór fann á þriðjudaginn ný rækjumið skammt norðvest- an við Kolbeinsey, sem er djúpt út af Eyjafirði, á svipuðum slóð um og grálúða veiddist í tals- verðum mæli í sumar, en þá varð rækjunnar vart þarna. — Virðist vera um talsvert rækju magn að ræða, en haldið verður áfram að kanna rækjumiðin og hvað þau ná langt til lands. Við leitina er m.a. notað nýtt troll með tveim pokum, annar er fyr ir rækjuna, sá efri, hinn fyrir fisk. (Mbl. 3. 12.). 9G 40 milljónir fyrir jólin Á miðvikudaginn, 10. des., verður dregið í 12. fl. Happ- drættis Háskóla íslands. Út- dregnir verða 6.500 vinningar að fjárhæð kr. 39.860.000.00. Er þetta langhæsta fjárupphæð, sem dregin hefur verið út í happdrætti hér á landi til þessa, og munu margir fá glaðning fyrir jólin. (Mbl. 3. 12.). 00 Nýtt Stjórnarráðshús Nú liggur fyrir, að unnt er að hefja byggingu nýs stjórnar- ráðshús þegar er Alþingi ákveð ur og tryggt verður nægilegt fé til þess. Teiknirigar af húsinu, sem standa á við Lækjargötu, milli Bankastrætis og Ámt- mannsstígs, eru nær tilbúnar. (Mbl. 4. 12.). 0G Línukarl til Kóreu Á Þingeyri við Dýrafjörð er framleidd sjálfvirk iínudráttar- vél, sem nýtur mikilla vinsælda. Uppfinningamaður og framleið andi er Matthías Guðmundsson, en sölu annast I. Pálmason hf. Þetta apparat kal'last línukarl. Nú er að hefjast útflutningur á línukörlum til Kóreu, er fyrsta sending þegar farin. Kaupin fara fram í gegn um innkaupa- deild FAO. Þá mun einnig vera markaður fyrir línukarla í Al- aska og víðar. (Mbl. 4. 12.). 9G 14 íslenzkir málaliðar? Á þriðjudaginn birtist í Morg unblaðinu auglýsing, þar sem óskað var eftir íslenzkum flug- mönnum til starfa í flugher Von Rosén í Biafra, sem myndaður er af 20 smáflugvélum búnum eldflaugum og sprengjum og hefur reynzt skeinuhættur her sambandsstjórnarinnar í Niger íu. Áttu þeir, sem áhuga hefðu, að senda skeyti á ákveðið hótel í París. Fjórtán skeyti bárust þangað, en enginn vitjaði þeirra. Er ekki vitað frekar um málið á þessu stigi. (Mbl. 5. 12.). 30 76% með EFTA-aðild Atkvæðagreiðsla hefur farið fram innan Félags íslenzkra iðn rekenda um afstöðu til aðildar að EFTA. 75.1% atkvæðisrétt- ar var notað. Með aðild nð EFTA reyndust 76.3%, á móti 22.2%, en hlutflaus 1.5%. (Mbl. 5. 12.). 90 Myndir Sölva Helgasonair Sölva Helgason eða Sólon Is- landus kannast flestir íslend- ingar við, enda mikið verið um hann ritað. Hann var m.a. mik- ill hagleiksmaður, og nú hefur þjóðminjavörður, Þór Magnús- son, valið þrjár mynda hans til eftirprentunar, og eru eftir- prentanirnar komnar út. Er upplag þeirra mjög takmarkað. Hver eftirprentun kostar 350 krónur. (Vísir 1. 12.). 0G Hvernig endar flóttinn? Tveir lokaþættir í flótta Kimbles læknis í sjónvarpinu eru nú komnir til landsins og eru næst á dagskrá í þessum myndaflokki. Koma þeir nú hver á fætur öðrum og ríkir að sjálfsögðu mikil eftirvænting að vita örlög læknisins. Loka- þættirnir eru varðveittir hjá sjónvarpinu sem hernaðarleynd armál og því ekki unnt að skýra frá efni þeirra! (Vísir 2. 12.). [90 Skíðaparadís við Lögberg Á næstu dögum verður opn- að nýtt skíðasvæði aðeins rúma 10 km frá Reykjavík, en ætlun- in er að í framtíðinni verði þar ein allsherjar skíðaparadís fyr- ir íbúa Reykjavíkursvæðisins, með tilbúnum snjó og alls koa- ar útbúnaði. 1 vetur verður að- eins um tilraunastarfsemi að ræða. Þetta svæði er við Lög- berg, í landi Kópavogs, og verð ur sumardvalarheimili Kópa- vogsbæjar fyrir börn, sem þarna er rekið, notað sem mið- stöð starfseminnar fyrst um sinn. (Vísir 4. 12.). 9G Ferð á heimssýningu Ferðaskrifstofan Sunna hefur skipulagt ferð á heimssýning- una, sem verður í Japan næst, og er búið að panta 10—12 sæti nú þegar. Þessi ferð kostar að- eins 88 þús. kr. á mann, sem er lágt miðað við vegalengd, og þar að auki er hægt að fá ferð- ina með afborgunum, 8 þús. kr. á mánuði. Þessi ferð verður far in í september 1970 og mun standa í 21 dag. (Alþbl. 4. 12.). 3G Trúbrot í spilabann? Meðlimir í hljómsveitinni Trúbrot urðu nýlega uppvísir að því að neyta fíknilyfja. — Heyrzt hefur, að vinsælustu skemmtistaðir unga fólksins verði framvegis af þessum sök- um lokaðir hljómsveitinni. __ (Alþbl. 4. 12.).

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.