Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Blaðsíða 2

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Blaðsíða 2
■ fSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 13. MAf 1970. r- A FÖRNUM var höfð að skálkaskjóli, tafið eitthvað fyrir nauðsynlegum úrbótum, en þá jafnframt opn að augu almennings fyrir þörf- inni á betra aðhaldi við það fólk, er um þessar mundir hef- ur tekið að sér landkynningar- starfsemi fyrir okkur meðal misfafniega vinveittra „frænd- þjóða.“ ER SVARIÐ RÖKRÆNT? I tilefni af hátíðisdegj vcrka fólks (sem nú er orðinn há- tíðisdagur ailra stétta) spyr Vís ir formann Trésmiðafélags Reykjavíkur ásaxnt fleirum, hvaða mál þeir telfi skipta mestu um þær mundir. For- maðurinn (Jón Snorri) svarar: „Þau mál, sem upp úr standa bjá okkttr 1. maí eru því: mik- il kauphækkun og atvinnuör- yggi, enda er þetta undirstaða aíls annars." Hér virðist formaðurinn telja, að hvort tveggja geti far ið saman. En svarið er ekki rökrænt. Því hærra, sem kaup gjaldsboginn er spenntur, því hættara verður hinu: AT- VINNUÖRYGGINU. Atvinnu öryggið er því aðeins tryggt, að atvinnufyrirtæki séu ekki löm- uð eða blátt áfram drepin með óraunhæfum launagreiðslum. Allir skyni bornir menn vita, að afkoma þjóðarinnar veltur á þvi, að atvinnuvegimir þró- ist og geti á hverjum tíma bætt við sig því vinnuafli, sem hlýt- ur að fara árlega vaxandi hjá þjóð, sem er í vexti. Forráða- menn verkalýðssamtakanna hafa í seinni tíð komizt að raun um, að atvinnuöryggið eigi að ganga fyrir síhækkandi kaupi. Þeir hafa með því að kynna sér lögmál efnahagslífs- ins, séð, að verðlag á fram- leiðslu okkar á erlendum mörk uðum hefur úrslitaáhrif á gang atvinnuveganna og þá um leið hag þjóðarbúsins. Og ekkert getur lamað framleiðsluat- vinnuvegina fremur en óraun- hæft kaupgjald. Fækki atvinnu fyrirtækjum vegna þess, að kaupgjaldsboginn hefur verið of hátt spenntur, er atvinnu- öryggið úr sögunni og atvinnu- Ieysisvofunni boðið heim á ný. Skynsamleg krafa verkalýðs- félaganna er því þessi: At- vinnu fyrir alla, sem geta unn- ið og vilja vinna, og síðan: Kaupgjald miðað við það, sem atvínnuvegir okkar frekast þola. án þess að saman dragist. — Þetta kaupgjald ættu hag- fræðinear að geta nokkurn veg inn reiknað út, tilnefndir af atvinnurekendum og forráða- mönnum ASf. ATVINNULEYSIÐ ÚR SÖG UNNI f BILI Atvinnuleysið, sem vart varð á þeim árum, er efna- hagsleg framsókn okkar lenti í öldudal, mun nú með öllu úr sögunni, og sums staðar er kvartað um skort á vinnuafli. Skráningu er þó enn við hald- ið, en þar mun að mestu um að ræða fólk, sem árin fyrir atvinmileysistryggingarnar hefðu aldrei látið skrá sig. Því má álylcta, að atvinna sé í eðli- VEGI BARIZT FYRIR ANDSTÆDINGUM I 1. maí-hátíðabtaði AM- ens kvartar ritstjórinn undan því, að við sem skrifum þenn- an þátt, séum í vondu skapi. Og okkur skilzt jafnvel, að það eigi að vera honum afsökun fyrir því að svara engu því, sem til hans er beint. f stað þess býr hann til hinar fárán- legustu ályktanir af því, sem við höfum sagt, svo sem að við höfum „viðurkennt, að Lárus fónsson sé í baráttusæti í- haldsins“(!) Væntanlega hefur s.j. enn tóm tíl að finna þess- um orðum sínum stað, eða er ályktunargáfa reynds skóla- stjóra komin á villugötur? Barátta s.j. virðist nú hafa beinzt að baráttu FYRIR allt öðrum listum en honum er ætl að að berjast fyrir. Og svo langt er gengið, að með fá- heyrðum endemum hefur hann gert efsta sæti A-listans að baráttusæti. Slíkt mun fátítt. En í fullri vinsemd viljum við benda s.j. á, að nýlega mun Blaðamannafélag íslands hafa samþykkt eitthvert plagg, sem það kallar „siðareglur blaða- manna“ eða eitthvað í þá átt. Refsilöggjöfin hefur, kannski sem betur fer, verið nokkuð milduð frá því er gömlu rit- stjórarnir við ísafold og Þjóð- ólf leiddu saman hesta sína, en við viljum ráðleggja s.j. að verða sér úti um fyrrnefndar siðareglur, áður en hann setur saman fleiri greinar fyrir „skjólstæðinga" sína, samanb, hið einstæða „Svar frá Hauki“ er hann birti nýlega. Auðvitað situr það ekki á okkur að reyna að koma í veg fyrir að ritstjórinn berjist fyrir and- stæðingum sínum, — það er a. m. k. vinsamlegt, en kann- ski ekki til þess ætlazt af hon- um. SAGNRITARI SETUR UND- IR SIG HAUSINN Fyrir síðustu mánaðamót sendir sagnritarinn Þorsteinn Thorarensen þjóð sinni tóninn í SAM-stíI í dagblaðinu Vísi. Virðist maðurinn hafa ærzt yf- ir því, að hér heima hefur inn- rás 11-menninganna í sendi- ráðið í Stokkhólmi ekki verið nógsamlega virt og þökkuð. — Fer hann hörðum orðum um sefjandi og öfgafullt „haturs- andrúmsloft, sem hér virðist ríkja í garð rslenzkra náms- manna, sem stunda nám á Norðuriöndum.” Tehtr hann þá sjaldan hafa næringu og verði að nátta sig í görðum vegna dýrtiðar (emu sinni átti ísland að vera dýrasta land í heimi), og sé því engin furða „þó smá sprengjng verði í svo sem einu sendiráði, það virðist eina leiðin til þess að láta taka eftir sér.‘, Já, víst hafa 11-menningarn ir áorkað því, að eftir þeim yrði tekið, enda munu fhigrit- in, símskeytin, kvikmyndatök- urnar og viðtölin við sænsku blöðin hafa gert það. Þó er það aðeins tiltölulega fámenn- ur hópur fslendinga heima, sem hrífst af aðgerðunum, og hann á Iægsta menningarstigi, er þjððfáni þeirra er svivirtur og dreginn niður af stöng fyrir rauðri dulu. Til þess höfðu þeir og feður þeirra of lengi barizt fyrir því að fá þjóðfán- ann viðurkenndan. ENDURSKOÐUNAR ÞÖRF Það er heimskulegt af mönnum eins og Þ. Th. að lát- ast hneykslaðir yfir þvi, að ís- lenzk stjórnvöld skyldu ekki þegar í stað senda 11-menning unum í Stokkhólmi stórar fjár fúlgur fyrir frammistöðuna við sendiráðið og í sænsku blöð- unum. Einmitt sá atburður Ieiddi það að sjálfsögðu af sér, að hinkra þurfti við til að afla frekari gagna og upplýsinga um notagildi þess „náms,“ er sumir ungiingar okkar virðast stunda á Norðurlöndum á kostnað þjóðarinnar og haga úthlutunum styrkja og lána í samræmi við það. Sú endur- skoðun þarf þegar að hefjast. Þjóðin óskar ekki eftir að kosta hóp ungra manna og kvenna erlendis til undirbún- ings þjóðfélagsbyltingu á fs- landi, svo sem nú virðist fram komið. Hún vill enga styrki veita þeim, sem hafa ímyndað nám að yfirvarpi en verja tíma sfnum til að rægja föðurland sitt, grafa undan trausti þess eða stunda hipna-lff með und- irmálslýð erlendra borga. Þeg- ar sú nauðsynlega greining hef ur verið gerð, ætti elcki að standa á því, að ungt efnis- fólk, sem stundar gagnleg fræði af áhuga, hljóti þann námsstyrk, er viðhlítandi megi teljast. Sennilega hefur uppá- tæki ll-menn?nganna í Stokk- hólmi, þar sem námslánaþörf legu horfi, — flestir þeir, sem unnið geta eigi kost á vinnu í einhverri mynd, án þess að vera ofboðið með hóflausri eft irvinnu, eins og tíðkaðist á ár- um „velgengninnar." Viður- kennt er, að hagur atvinnuveg anna sé batnandi, þar sem s.am an fer hækkandi verð á sum- um út flutn ingsafurðum okkar og á yfirstandandi vertið 6- venju góður afli. En jafnframt er rétt að gefa því gaum, að við hfum nú ekki lengtrr á von um síldarævintýri. Jafnframt hefur verið viðtirkennt, að nú sé tími til, að launastéttirnar, sem tóku að þvi leyti þátt í htmt erftða árferði þjóðarinnar á árunum 1967 —69, að kaup- geta iauna þeirra rýmaði. fái sína htutdeild i batnandi þjóð arhag með hæfilega hækkuðu kattpt. Því veltur á miklu, að stéttarfélög htusti á. hvern auk inn hlut þau geti hermtað sín- um félögum til handa, án þess að atvinnuvegunum sé á ný stefnt í voða, — og hagi síðan kröfum sínum í samrxmi við það. Athugum, að hátt kaup og atvinnuöryggi fer ekki æv- inlega saman. NÁTTÚRUVERND Mikið er talað um náttúru- vemd og náttúruverndarnefnd ir kosnar svo að segja í hverj- um hreppi. Og rétt upp úr því gerast þau náttúruundur, að einhver náttúrubörn, sem Hekla geymdi undir væng síh- um, taka tií að spúa eldi allt í kringum sig. Við vitum, að Hekla og aðrar kynsystur henn ar í iðninni hafa viða valdið náttúruspjöllum, sem erfitt er að græða, svo sem Etna, Katla og Askja. En það, sem mesta furðu vekur nú, eru fréttir um, að glápendumir á Heklueld- ana valdi meiri landspjöllum en öíl þessi nýju eldvörp, og að jafnvet þurfi að koma til styrkur frá hinu opinbera tfl græðslu á landsspildum, sem Hektu hefði atdrei komtð tit hugar að skemma. — J — GOLF ■ FRÉTTIR . BJÖRGVIIM ÞORSTEIIMS- SON SIGRAOI í FLAGG- KEPPIMI GOLFKL. AK. Sl. laugardag fór fram á vegum Golfklúbbs Akureyrar svonefnd Flagg keppni, og var það fyrsta keppni Idúbbsins á þessu sumri. — Leiknar voru 18 holur með fullri forgjöf. — Sigurvegari varð Björgvin Þorsteins son, annar Hermann Benediktsson og þriðji Þórarinn B. Jónsson. Björgvin er með efnilegri golfleik- urum landsins um þessar mundir, og má margs af honum vænta í fram- tíðinni, ef hann lieldur áfram æfing- um, en hann er aðeins 17 ára gamafl. Nk. laugardag, 16. maí, ld. 13.30 hefst keppni á golfvellinum, svonefnd Mickey’s Cup, sem leikinn er með 3A forgjafar. — Leiknar verða 18 holur á laugardag og 18 holur á sunnudagsmorgun kl. 8.30. — Kepp- endur mæli 15 mínútum fyrir aug- iýstan tíma.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.