Íslendingur - Ísafold

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Qupperneq 4

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Qupperneq 4
í 4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 13. MAl 1970. Rætt víð Jón Egilsson forstfóra Ferða- skrifstofu Akureyrar Jón Egilsson hefur um langt árabil rekið ferðaskrifstofu á Ak ureyri. Hann hefur bæði tekið á móti erlendum ferðamönnum og skipulagt ferðalög til útlanda. Hann er umboðsmaður Loft- leiða á Akureyri og einnig hafa nokkrir sérleyfishafar, sem aka til og frá stöðum á Norður- og Norðausturlandi, afgreiðslu hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar, en svo nefnist fyrirtæki Jóns. — Á undanförnum árum hafa tals- verðar sveiflur átt sér stað í ferðamálum, sem á öðrum svið- um, hérlendis. Á mesta góðæris- tímabilinu dafnaði ferðaskrif- stofurekstur með ágætum, en hann byggðist þá fyrst og fremst á ferðalögum landsmanna til annarra landa. Þegar síldaræv- intýrið tók enda, stórminnkuðu þær ferðir, sem vonlegt var. — Meðan allt lék í Iyndi, voru þrjár ferðaskrifstofur starfrækt- ar á Akurevri. Nú er það að- eins ein, Ferðaskrifstofa Akur- eyrar. Málin hafa líka þróast í rétta átt, sein sagt að leggja meiri áherzlu á að fá erlenda — Já, ég tel engan vafa á, að þær ferðir haldið áfram og eigi eftir að stóraukast. Þeir Ameríkanar, sem hingað hafa komið í vetur, eru ánægðir, og veit ég, að nokkrir eru þegar búnir að panta ferð aftur næsta vetur. — Einnig hafa erlendir ferðaskrifstofumenn, sem skoð- að hafa staðhætti, talið auðvelt að fá fólk til að koma hingað eftir að sól er farin að hækka á lofti, í marz-apríl. En eins og ég sagði áðan, þurfum við að bæta aðstöðuna og þarna þurfa að vera kennarar til staðar og aðr- ir leiðbeinendur. — Hvernig stóð á því að farið var út í að skipu- leggja ferðir frá Banda- ríkjunum til íslands, ein- göngu til skíðaiðkana á Akureyri? — Það eru ýmsir aðilar, sem hafa verið að koma Akur- eyri á framfæri erlendis sem bíla í styttri og lengri ferðir, veitt ferðamönnum aðstoð að komast í veiðivötn og veiðiár, fara á hestbak og yfirleitt reynt að uppfylla flestar óskir, sem fram eru bornar. En við þyrft- um að geta fengið ferðamenn beint hingað, þannig að hótel- skortur í Reykjavík fæli þá ekki frá landinu. — Er ísland orðið dýrt land fyrir ferðamenn? — Ja, verðlagið hefur farið mjög hækkandi, eins og öllum er kunnugt, það hefur stigið ör- ar en erlendis, enda höfum við orðið fyrir miklum áföllum. — Það koma alltaf hópar, sem vilja hafa það gott og borga vel fyr- ir, en það koma líka hópar, sem aldrei koma inn á hótel til að gista, heldur ferðast um landið með tjöld og svefnpoka. Þeir eyða lílca peningum, þótt ekki sé það jafnmikið og hinir, og við eigum að taka vel á móti þeim líka. — Ef kæmi til þín maður og segðist vilja fara í hálfs mánaðar ferð utan, hvert ráðlegðir þú hon- um að fara? — Ef hann vill liggja í sól og hafa það gott, ráðlegg ég honum að fara til Spánar, það er ódýrast. Ef hann vill skoða sig um, ráðlegg ég honum að fara til Englands, Hollands, Stórkostlegir möguleikar á sviði ferðamála eru fyrir hendi á Akureyri. — Hótelrými faarf oð stór- auka ef við eigum ekki oð dragast aftur úr ferðamenn til Iandsins, í stað þess að byggja starfsemina að miklum hluta á utanförum ís- lendinga. Blaðið átti stutt spjall við Jón Egilsson fyrir skömmu, og fer það hér á eftir. — Hvað þarf helzt að gera hér á Akureyri til að auka ferðamannastraum inn hingað? — Fyrst og fremst þarf að fjölga hótelherbergjum og það mikið. Hótelherbergjum hefur nú fjölgað mikið í Reykjavík og erum við að dragast þar mikið aftur úr. Einnig þurfum við að gera meira fyrir skíðafólkið. Á und- anförnum vikum hafa komið hópar af erlendum skíðamönn- um, og hefur almenn ánægja verið ríkjandi hjá þeim yfir að- stöðunni í Hlíðarfjalli. Þar hef- ur verið nægur snjór, en við þurfum betri veg upp að hóteli og lyftu upp á fjallstopp. Nú, og síðast en ekki sízt þurf um við að fá 18 holu golfvöll sem allra fyrst. Það eru ekki all ir, sem geta bæði boðið upp á skíðaferðir og golf á sama tíma. — Eru Iíkur til, að áfram- hald verði á ferðum skíðafólks frá Bandaríkj unum til Akureyrar næsta vetur? heppilegum skíðastað, Ferða- málaráð, Ferðaskrifstofa Akur- eyrar, og síðast fóru Loftleiðir einnig í gang og auglýsa nú jöfnum höndum skíðaferðir til Noregs og Islands, og þá með Akureyri í huga sem dvalarstað hérlendis. Flest skíðahótelin í Banda- ríkjunum loka um mánaðamót- in marz-apríl, þannig að við höf um apríl upp á að bjóða fram yfir þau. Bærinn er það stór, að við getum boðið upp á fjöl- breytta þjónustu, bæði með skemmtanahald og annað. Hót- el og fleiri aðilar hafa komið mjög til móts við okkur hvað afslætti viðkemur, og allt þetta er þess valdandi, að ferðirnar eru mjög ódýrar. — En hvað getum við gert til að hafa ofan af fyrir ferðamönnum yfir suin- arið? — Ferðaskrifstofa Akureyr- ar er með ferðir til Mývatns- sveitar, útsýnisferðir út í Ólafs- fjörð, ferðir til Grímseyjar og skoðunarferðir um bæinn. Þá er farið í Listigarðinn, sem alltaf vekur athygli, Ullarverksmiðjan Gefjun hefur leyft okkur að koma með hópa og er það mjög vinsælt hjá ferðamönnum, og fleira er skoðað. — Við höfum haft báta tilbúna, þegar óskað er eftir, útvegað stora og litla Belgíu eða Danmerkur t.d. Nú sem stendur er England einna ódýrasta landið hér nálægt, en Norðurlöndin eru dýr fyrir ferða menn. En við höfum skipulqgt svokallaðar I.T.-ferðir, og fæst þá afsláttur á hótelum og járn- brautum. Er hægt að lækka far- gjöldin um allt að 25% með þessum ferðum. — En hvað með ferðir til Bandaríkjanna? — Flugfélögin eru með sér- fargjöld yfir hinn svokallaða dauða tíma, og þá er raunveru- lega ekki dýrara að fljúga til New York en Kaupmannahafn- ar. Ég hef trú á því, að innan fárra ára verði það eins algengt að fljúga til Bandaríkjanna og það er til Evrópu í dag. Banda- ríkin hafa gert ráðstafanir til að auka straum erlendra ferða- manna til sín og bjóða þau sér- staklega hagstæð fargjöld inn- anlands, ef dvalið er í landinu minnst 15 daga. Það er ekki fjarri lagi að hugsa sér þróun- ina þannig, að eftir nokkur ár muni Bandaríkjamenn fljúga beint til Akureyrar til að stunda skíðaíþróttina í Hlíðarfjalli, og þá munum við geta flogið vest- ur á hagstæðari fargjöldum en nú er hægt að bjóða, sagði Jón að lokum. Fyrsti hópur skíðafólks frá Bandaríkjunum til Akureyrar. (Myndir: — Sæm.).

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.