Íslendingur - Ísafold

Issue

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Page 8

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Page 8
Fylgizt með fréttunum fyrir 300 kr. á ári... ÍsMhufur -ísafold Miðvikudagur 13. maí 1970. SKOLABÆR AUurcyri hefur löngum verið nefnd skólabærinn, og má það kallast rcttnefni, ef borinn er sam an nemendafjöldi í öjlum skólum, scm í bænum eru hajdnir, og svo heildarlala bæjarbúa. En ljóst er, að standa þarf fast í ístaðinu, ef bærinn á að halda áfram að skipa forystuhlutverk sitt á þessu sviði, svo að viðhlítandi sé. Þau eru mörg verkefnin á þessu sviði, sem bæjaryfirvöldin þurfa að sinna á næstunni, að svo miklu leyti sem lausnin er á þeirra valdi. Menntaskólinn, sem reyndar er hrein ríkisstofnun, mun á næst- unni, samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi, taka verulegum breytingum, sem einkum verða fólgnar i fjölbreytilegri deildaskipt ingu og meira valfrelsi nemenda um cinstakar námsgreinar. Hyggja bæði kennarar og nemendur gott til þeirrar nýbreytni. Margt er þó óljóst um breytingar þcssar enn, þar sem ný reglugerð á grundvelli laganna er enn ósamin. Mörgum hefur trúiega fundizt það fjarstæðukcnnt, þegar farið var að berjast fyrir menntaskóla á Akureyri fyrir svo sem hálfri öld, en cngum blandast hugur um, hver lyftistöng og menningarauki skólinn hefur verið bænum. Það sýnist þá heldur engin firra nú, þó raddir heyrist, að undirbúa megi háskölahald á Altureyri, t. d. með því að reisa hús yfir ein- hverja háskóladcild þar og flytja kennsluna norður. Annað er þó nærtækara og brýnna, og ber þar fyrst að nefna byggingu nýja skóians í Glerár- hverfi, sem ótrúlega lengi hefur dregizt, og síðan annars slíks í Lundahverfi. Gagnfræðaskólinn hefur sprengt utan af sér hús- næðtð, og þarf því að létta á hon- um hið skjótasta og stefna þá jafnframt að því, að allt skyldu- nám barna og unglinga fari fram innan sama skólans. Nóg vevður verkefni gagnfræðaskóla fyrir það, þegar nú eru að bætast við frant- haldsdeildir 5. bekkjar. Stórbætt hefur verið aðstaða Iðnskólans og verður því haldið áfram, en þá vaknar sú spurning, hvort við eigum að láta nkkur nægja undirbúningsdeild tækni- skóla, og hvort ekki sé hreint og beint hægt að sækja á um það, að Tækniskóli íslands verði hald- inn á Akureyri. Að því ber að stefna og bjóða fram hér þá að- stöðu, sem þarf. Þá má ekki gleymast að útvega undirbúnings- deild Vélskólans betri starfsað- stöðu. Enn er margt ónefnt, sem æski- legt væri á þessu sviði, svo sem efling Tónlistarskólans, og stofnun garðyrkjuskðla, verzlunarskóla og myndlistarskóla. Bærinn verður að setja metnað sinn í það að búa æskulýðnum sem bezt námsskil- yrði, svo að hann megi enn verð- skulda sæmdarheitið skólabærinn. SJALFSTÆÐISHLSIÐ — Föstudagskvöld: Restaurant. — Mánudagskvöld: Skemmtikvöld. SjALFSTÆÐISHÚSIÐ, AKUREYRI. - SlMI 12970. HOPFERÐABILAR Höfum 14, 17, 22, 32, 38, 40 og 52 manna hópferðabíla, — einnig fjallabíla, 14—36 manna, til leiguferða. FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR. SÍMI 1-14-75. KOFRI FRA SUÐAVIK AFLAHÆSTUR VESTFJARÐABÁTA FRÁ ÁRAMÓTUM Gæftir voru góðar allan aprílnián- uð og yfirleitt góður afli, sérstaklega þó hjá togbátunum. Fengu þeir á- gætan afla fyrri hluta mánaðarins út af Húnaflóa, en síðari hluta mán- aðarins voru þeir áðallega í Jökul- djúpinu og .suður á Eldeyjarbanka. — Heita má, að steinbítsvertíðin hafi algjörlega brugðist hjá línubátunum, en seinni hluta mánaðarins fengu margír bátarnir ágáetan þorskáfla. Er þorskurinn því uppistaðan í afla flestra línubátanna í mánuðinum, en undanfarin ár hefur afli línubátanna verið nær eingöngu steinbítur í apríl. I apríl stunduðu 45 bátar róðra frá Vestfjörðum, 26 réru með línu, 11 með botnvörpu og 6 með net. Alls bárust á land í mánuðiniim 7.848 lestir, en á sama tíma í fyrra Skólaslit á Hólum Bændaskólanum á Hólum í Hjalta- dal var slitið 3. þ. m. — Skólastjór- inn, Haukur Jörundsson, hélt ræðu og gat þess m. a., að skólinn hefði starfað í 88 ár, og þá löngum útskrif- að búfræðinga eftir tveggja ára nám. Hann taldi, að tækniþróunin og vél- væðingin ylli það miklum breyting- um á búskaparháttum, að rétt væri að krefjast minnst eins og hálfs árs náms, og því væri ekki rétt að stytta bárust á land 4.549 lestir. Af þessum afla er afli línubátanna 3.374 lestir í 584 röðrum. Heildaraflínn frá ára- mptum er nú orðinn 22.625 lestir, en var á sama tíina í fyrra 19.154 lestir. Aflahæsti linubátúrinn í apríl er Dofri frá Patreksfirði með 225.7 lest ir í 25 róðrum. Af togbátunum er Kofri frá Súðavík aflahæstur með 488.0 lestir og af netabátunum Tálkn firðingur með 379.7'lestir í 15 róðr- um. I fyrra var Sólrún frá Bolungar- vík aflahæsti línubátúrinn í apríl með 121.1 lest í 19 róðrum, Guðbjartur Kristján frá Isafirði aflahæsti togbát- urinn með 132.2 lestir, — og Tálkn- firðingur aflahæsti netabáturinn með 274.7 lestir í 8 róðrum. Mestan afla frá áramótum hefur Kofri frá Súðavík, 1024.9 lestir, en í fyrra var Tálknfirðingur aflahæstur á sama tíma með 739.1 lest. Sólrún er nú aflahæst þeirra báta, sem ein- göngu hafa róið með línu, og er afli hennar 693.1 lest í 77 róðrum. Sól- rún var einnig aflahæst á sama tíma í fyrra með 582.0 lestir í 80 róðrum. Nokkrir bátar frá Bolungarvík reyndu með handfæri í lok mánað- arins og fengu ágætan afla. Má gera ráð fyrir, að margir rækjubátarnir og minni línubátarnir fari á hand- færaveiðar strax og vetrarvertíð lýk- ur. Aflahæstu bátarnir frá 1. jan. til 30. apríl eru: — 1. Kofri, Súðavík, 1.024.9 lestir í 17 róðrum. — 2. Látra röst, Patreksfirði, 993.9 lestir í 50 róðrum. — 3. Tálknfirðingur, Tálkna firði, 936.1 lest í 51 róðri. — 4. Guð bjartur Kristján, Isafirði, 926.5 lestir í 16 róðrum. — 5. Guðbjörg, Isafirði, 912.4 lestir 1 17 róðrum. — 6, Júlíus Geirmundsson, Isafirði, 788.3 lestir í 17 róðrum. — 7. Tungufell, Tálkna- firði, 753.5 lestir í 46 róðrum. — 8. Jón Þórðarson, Patreksfirði, 699.9 lestir í 52 róðrum. — 9. Sólrún, Bol- ungarvík, 693.1 'lest í 77 róðrum. — 10. Dofri, Patreksfirði, 685.0 lestir i 72 róðrum. Aflinn í einstökum verstöðvum í apríl var sem hér segir (innan sviga tölur frá 1969): — Patreksfjörður 1.372 (923), Tálknafjörður 718 (505), Bíldudalur 0 (77), Þingeyri 475 (363), Flaleýri 677 (375), Suðureyri 668 (430), Bolungarvík 900 (696), Hnífs- dalur 490 (215), Isafjörður 1.939 (875), Súðavík 609 (90). — Samtals 7.848 lestir í ár á móti 4.549 lestum á sama tjma í fyrra. Heildaraflinn janúar-apríl 1970 er því á Vestfjörðum 22.625 lestir á móti 19.154 lestum í fyrra. IVIý reglugerð IVIjólkursamlags KEA: saihlabsrAð KOSIÐ námstímann í eins vetrar nám. Frá skólanum útskrifuðust 25 bú- fræðingar, þar af 13 eftir eins vetrar nám. Hæstu einkunn við burtfarar- próf hlaut Þórólfur Sveinsson, Berg- hyl, Fljótum, 9.29. Þrír aðrir hlutu 1. ágætiseinkunn. Þórólfur hlaut verð- laun Búnaðarfélags Islands, Ingvi Einarsson, Arnarbót, Árnessýslu, hlaut verðlaun fyrir fóðurfræði og jarðfræði. Morgunblaðsskeifuna fyrir tamningu hlaut Grétar Geirsson, Litla-Dal, Akrahreppi. Verðlaun fyr- ir búsmíðar hlaut Guðbrandur Magn- ússon, Reykjavík. Búnaðarsamband Skagafjarðar veitti Skagfirðingunum 9, sem skólann sátu, 1.000.00 krónur hverjum. Hæstu einkunn úr yngri deild hlaut Jón Sveinsson frá Borgarfirði eystra, 8.91. Fæðiskostnaður og þjónustugjald var kr. 130.00 á dag. — Skólinn er þegar orðinn fullsetinn næsta vetur. Að loknum skólaslitum fóru Hóla- sveinar í ferðalag til Akureyrar. Ársfundur Mjólkursamlags KEA var haldinn í Samkomuhúsinu á Ak- ureyri fimmtudaginn 30. apríl og hófst kl. 10.30 f.h. — Fundinn setti Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, stjórn- arnefndarmaður í KEA, en fundar- stjórar voru kjörnir Jón Hjálmarsson, Villingadal, og Eggert Davíðsson, Möðruvöllum, og fundarritarar Aðal- steinn Jónsson, Kristnesi, og Halldór Jónsson, Jarðbrú. — Á fundinum mættu 230 mjólkurframleiðendur frá 13 félagsdeildum, auk stjórnar, kaup- félagsstjóra, mjólkursamlagsstjóra og margra gesta. Mjólkursamlagsstjóri, Vernharður Sveinsson, flutti ýtarlega skýrslu um rekstur Samlagsins á liðnu starfsári og las reikninga þess. I skýrslu hans kom fram, að innlagt mjólkurmagn á árinu 1969 var 19.645.370 ltr. frá 411 framleiðendum, en framleiðend- um hafði fækkað um 10 á árinu. — Mjólkurmagnið hafði minnkað á ár- inu, miðað við árið áður, um 221.570 ltr., eða 1.1%. Meðalfita varð 4.087% Af mjólkurmagninu voru 20.48% seld sem neyzlumjólk, en 79.52% fóru til framleiðslu á ýmsum mjólkurvörum. Á árinu var framleitt: 520 tonn af smjöri, 482 tonn af ostum af ýmsum tegundum, 195 tonn af skyri, 167 tonn af kaseini og 48 tonn af mjólk- ur- og undanrennudufti. Reikningsyfirlit ársins sýndi, að rekstrar- og sölukostnaður hafði orð- ið samtals 314.60 aurar pr. Itr. Út- borgað hafði verið mánaðarlega til framleiðenda að meðaltali 787.84 aur ar pr. Itr. Eftirstöðvar mjólkurverðs til bænda voru 364.06 aurar pr. ltr., en þegar með eru talin gjöld til Bún- aðarmálasjóðs, Stofnlánasjóðs og styrkur til Santbands nautgriparækt- arfélaga í Eyjafirði, varð heildarverð mjólkurinnar 1182.26 aurar pr. Itr. Meðalflutningskostnaður til Samlags- ins var 56.6 aurar pr. ltr. Fundurinn samþykkti, að af eftir- stöðvunum skyldu 350 aurar pr. Itr. færast í reikninga samlagsmanna, 14 aurar leggjast í Samlagsstofnsjóð, en 0.06 aurar yfirfærast til næsta árs. Á fundinum var samþykkt ný reglu gerð fyrir Mjólkursamlagið og felur hún í sér ýmsar breytingar og ný- mæli frá fyrri reglugerð. Með þeim fyrirv., að hin nýja reglug. hljóti stað- festingu aðalfundar KEA í vor, var nú í fyrsta sinn kosið í Samlagsráð, en reglugerðin kveður á um slíkt ráð til stjórnar á ýmsum sérmálum Sam- lagsins og til ráðuneytis fyrir stjórn KEA um ýmis önnur mál þess. I Sam lagsráð hlutu kosningu Stefán Hall- dórsson, Hlöðum, Guðmundur Þóris- son, I-IIéskógum, og Haraldur Hann- esson, Víðigerði, en til vara Haukur Halldórsson, Þórsmörk, og Jón Hjálm arsson, Villingadal. — Auk þess eru kaupfélagsstjóri og samlagsstjóri sjálf kjörnir í Samlagsráð. ... kaupið „fslending-lsafold99, sími 21500

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.