Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 30.12.1970, Blaðsíða 4

Íslendingur - Ísafold - 30.12.1970, Blaðsíða 4
* ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 30. DES. 1970. Jónas Pétursson alþm: Samgönguáætlun fyrir Austurland í vegamálum Við þriðju umræðu fjárlaga sam samþykkt heimild fyrir ríkisstjórnina að taka 60 millj- ón króna lán til vegafram- kvæmda á Austurlandi á árinu 1971. Samgönguáætlun Austur lands í vegamálum hefur ver- ið í smíðum að undanförnu, og er nú frágangi hennar að verða lokið. Fjármálaráðherra, Magn ús Jónsson, gerði grein fyrir málinu við þriðju umræðu fjár laga. Fyrirhugað er, að áætl- unin hljóði upp á framkvæmd- ir fyrir um 300 millj. króna, sem unnið yrði að á 5 árum. Þegar samgönguáætlun Vest fjarða var ákveðin og fjár- mögnuð, einkum með láni frá Viðreisnarsjóði Evrópuráösiris, varð um það óformlegt sam- komulag, að þegar henni lyki, kæmi röðin að Austfjörðum. Það orkaði ekki tvímælis, að þeir tveir landshlutar voru eft- irbátar í vegamálum. Viöur- kenndur er stórkostlegur ár- angur Vestfjarðaáætlunar í veg um þar. Um rúmlega eins árs skeið hefur Austurlandsáætlunin ver ið í mótun. Undirbúningur hef ur farið fram hjá vegamála- stjórn og í Efnahagsstofnuti, en áður hjá sveitarfélagasam- bandi Austurlands. Og nú er sem sagt áætlunin að verða til búin. Þær framkvæmdir, sem höfuðáherzlan verður lögð á, eru á Austurlandsvegi frá Álftafirði til Breiðdals, um Suðurfjarðaveg og Fagradal og Austurlandsveg að Arnórs- staðamúla. Um Oddskarð, Fjarðarheiði og Vopnafjarðar- leið. Það kemur í hlut vega- málastjórnar að útfæra áætl- unina í sinærri atriðum og tímaröð, þegar til fulls er frá henni gengið, sem eklci ætti að þurfa að dragast úr þessu. Vafalaust munu heyrast raddir um, að eitt og annað sé álitanrál um verkefni áætlun- arinnar. En það ætti að verða einhugur um, að því fyrr sem framkvæmdir hetjast sam- kvæmt áætluninni, því betra. Og engum dylzt, að með fyrir- huguðum 300 millj. króna verði kapítulaskipti í vegarriál- um á Austurlandi. ÞAÐ hefur fyrst og fremst vakað fvrir bar átlumönnum málsins, — það, að bætt vegakerfi á Austur- landi, HVAR sem það vcrður, er sigur þeirra, sem fjórðung- inn byggja, og svo auðvitað sig ur Islands. Þær raddir hafa heyrzt, að hér væri kosningamál á ferð. Ég læt mér það í léttu rútni liggja .Hér hefur komizt á fast an grunn annað af tveimur mestu hagsmunamálum Aust- firðinga. Hitt er virkjun Lag- arfoss, sem lögfest var á Al- þingi hinn 16. des. sl. Málin þokast áfram. Jónas Pétursson, alþm. Samgönguáætlunin mun rjúfa þá einangrun, sem margir staðir á Austfjörðum búa við mestarr hluta ársins. HEILABROT UM ÁRAMÓT 1. Óvenjulegt reikningsdæmi — Já, því að svona líta dæmin í reikningsbókum ykk- ar víst ekki út. Leggið nú heil- ann í bleyti, og þá liggur býsna Ijóst fyrir, hversu þung gæsin er. 1. Gæsin vegur = 1 kg + pott urinn. 2. Potturinn vegur = 1 lcg + tvær vínflöskur. 3. Fjórar vínflöskur vega jafnt og gæsin. Hve þung er gæsin? 2. Hve margar eldspýtur? — I eldspýtnastokknum, sem ég hef hér í hendinni, er ákveðinn fjöldi eldspýtna, — sagði reikningskennarinn dag nokkurn við nemendurna. — Ef ég legg þær í raðir hér á borðið og hef þrjár eldspýtur í hverri röð, verður ein af- gangs. Ef ég legg fjórir í hverja röð, ganga tvær af. Með fimrn eldspýtur í hverri röð fæ ég þrjár afgangs, og leggi ég lolcs sex í hverja röð, ganga fjórar af. Hve margar eldspýtur eru þá í stokknum? 3. Talnaleikur Takið tölurnar frá 1 —9 og setjið þær upp í þrjár raðir með þremur tölum í hverri röð, þannig að út komi 15, hvort sem þær eru lagðar sam- an lóðrétt eða lárétt. (Fleiri en ein lausn geta verið á þessari þraut). 4. Það er jú hægt! Fáið lánaðar tíu buxnatölur hjá mömmu og leggið þær í fimm raðir þannig, að í hverri röð verði fjórar tölur. 5. Kíló sinnum pund Margfaldið 10 pund með 5 kg. — Auðvitað gildir einu, hvort kílóunum er breytt í pund eða pundunum í kíló. Prófum: 5 lcg = 10 pund, — 10x10 pund = 100 pund. Eða: 10 pund = 5 kg, — 5x5 kíló = 25 kg, — eða 50 pund! — Er vitlaust reiknað, eða hvað er að? GATUR Hér koma nokkrar íslenzk- ar vísnagátur, sem gaman er að spreyta sig á. 1. Mikil frú, um mittið þykk, móðu geymir staupa, ofan í hana eftir drykk ótal strákar hlaupa. 2. Margvíslegt mitt efni er, en eðli mitt er jafnan það, að óvörum ég öllum ber, einkum þegar náttar að. 3. Oft á hrygginn er mér bylt, opnuð til að liggja, ef þú dyggur af mér vilt uppfræðingu þiggja. 4. Eineygð snót með yddum hramm ærið langan hala dró, við sporið hvert, sem fór hún fram, frúar styttist rófan mjó. VEISTU ? ? ? 1. Hvenær gaus Hekla í fyrsta sinn, síðan sögur hófust? 2. Hvert er frostmark vatns á Fahrenheit? 3. Hvaða tveir merkisatburðir gerðust í sögu íslands árið 1845? 4. Hve mörg kíló eru í einni smálest? 5. Hvert er stærsta stöðuvatn á íslandi? 6. Hvaða ár lézt Kristján 10. Danakonungur? 7. Hvernig er merki forseta Is- lands? 8. Hver cr félagsmálaráðherra á íslandi? 9. Eftir hvern er jólasálmurinn ,,í dag er glatt í döprum hjörtum"?

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.