Íslendingur - Ísafold

Eksemplar

Íslendingur - Ísafold - 30.12.1970, Side 6

Íslendingur - Ísafold - 30.12.1970, Side 6
6 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 30. DES. 1970. — Hvað ætla eiginlega að koma margir í kvöld? — GLENS LM Araiuót Það var reykingaráðstefna á heimilinu. — Ef þið lofið mér því, að reykja ekJd fyrr en þið eruð orðin 21 árs, skal ég verðlauna ykkur með 10 þúsund krónum, sagði húsbóndinn við börnin sín þrjú. — Ég tek boðinu, hrópaði dóttirin, sem var 17 ára. Annar sonurinn, 15 ára, hik aði. — Þetta er vandamál. sem ég verð að íhuga vel, það er ekki víst, að ég felii mig við að binda mig svona lengi. — Hvers vegna komstu ekki með þetta tilboð fyrr? sagði vngsti sonurinn, 12 ára. — Pabbi, hvað heitir þessi bygging? — Ég veit það ekki, dreng- ur minn. — Hvað heitir þetta vega- merki? — Veit það ekki. — Pabbi, þú ert vonandi ekki reiður, vegna þess hvað ég spyr mikið? — Alls ekki, drengur minn. Spurðu bara, það er einasta leiðin til að öðlast þekkingu. Það var í sveit nokkurri, að Jónas og Andrés kepptu um hreppstjórastöðuna. Um kvöld ið, þegar Jónas kom heim, sagði kona hans: — Komstu ekki með hann Andrés með þér? — Nei, hvers vegna átti ég að gera það? — Þú sagðir í morgun, áður en þú fórst að heiman, að í nótt skyldi ég fá að hvíla hjá hreppstjóranum. Eitt sinn voru í Varsjá límd- ir upp ótal fregnmiðar, sem á var letrað: — Pólsk-Sovézk vináttuvika. — Við þetta höfðu all margir bætt: — Og ekki degi lengur! — Hvaðan kernur stormur- inn og óveðrið, Öli litli? spurði kennarinn. — Úr henni ömmu, svaraði Óli hildaust. — Hvað meinarðu, strákur? — Jú, í hvert skipti, sem veður versnar, segir amma, að það hafi legið í sér í marga daga. — Læknirinn hefur skipað mér að hætta við áfengi, kon- ur og söng. — Og hefur þú gert það? — Ja, ég hef ákveðið að segja mig úr karlakórnum . . . Stína litia, sem var bara 4 ára gömul, mætti eitt sinn konu á götu og ók konan tví- buravagni. Sneru tvíburamir hver á móti öðrum í vagnin- um. Stína spurði konuna hvað an þetta barn væri komið. Frá Guði, vina mín. — Já, datt mér ekki í hug. Ljósmóðirin kom með okkar barn, og það hefur bara höfuð á öðrum endanum. Albert piparsveinn var lífs- glaöur náungi um þrítugt. — Vinnufélagi hans vék sér að honum einu sinni og spurði hann, hvort hann ætlaði ekki að fara að hugsa fyrir giftingu. — Ég sé enga ástæðu til þess, svaraði Albert — Ég hef tvær systur, sem sjá mér fyrir því, sem ég þarfnast — Já, en ekki geta systur að öllu leyti komið í stað eigin- konu? — Ja, því ekki það? Þær eru ekki systur mínar. Samúel bóndi keypti sér líf- tryggingu og greiddi skilvís- lega af henni í mörg ár. Svo hætti vátryggingafélagið að fá greiðsluna eitt vorið, og þegar það sendi áminningar- bréf, fékk það svohljóðandi svarbréf: — Ég undirrituð, ekkja Sam úels heitins Jóelssonar, til- lcynni yður hér með. að hann andaðist fyrir tveimur mánuð- um, og vegna þess að ég er fátæk manneskja, verð ég því miður að segja upp líftrygg- ingu hans. Virðingarfyllst, Bjarghildur Björnsdóttir. Fyrirlesarinn talaði um drykkjuvenjur meðal dýra: . — Ef ég set nú tvö drykkj- arílát fyrir asna, annað fyllt með vatni, en hitt með bjór. Úr hvoru ílátinu haldið þið, að hann mundi drekka? — Úr vatnsílátinu, svaraði rödd í salnum. — Og hvers vegna? spurði ræðumaður. — Af því að þetta er ASNI, svaraði röddin. Það var snemma í marz ár- ið 1945. Skoti nokkur sagði v;ð lcunningja sinn: — Stríðinu verður lokið eft ir tvo mánuði. — Hvernig geturðu vitað það? spurði kunninginn. — Það bregzt elcki, svar- aði Skotinn ákveðið. Sonur minn hefur verið kallaður I herinn, og hann hefur hingað til ekki verið neins staðar lengur í þjónustu en tvo mán- uði. Og það stóð heima! — Góðan dag, sagði kunn- ingi við veðurfræðinginn, sem var annars hugar. — Ha, — já, það er útlit fyrir það! 1. Gæsin vegur 4 kg (pottur- inn 3 kg og hver vínflaska 1 kg)- 2. 58 eldspýtur. 3. Tölurnar skulu skrifaðar þannig: 4 9 2 = 15 3 5 7 = 15 8 1 6 = 15 15 15 15 Og horn í horn stemmir þetta einnig. Hægt er að ieysa þrautina á fleiri vegu. Vandinn er bara: Setjið tölu stafinn 5 í miðjuna, og jöfnu tölurnar í hornin! 4. Tölurnar eru lagðar þannig, að þær myndi fimm arma stjörnu. (Vafalaust kunnið þið að teikna fimm arma stjörnu. þannig að línurnar skeri hver aðra og innan armanna myndist sexhyrn- ingur. Leggið eina tölu yzt á hvern arm, og síðan þar sem armarnir mætast). 5. Nei, það er ekki vitlaust margfaldað, — en það er hvorki hægt að margfalda kíló með kílóum né pund með pundum, — margfaldi maður sentimetra með senti metrum, koma út fersenti- metrar, og það er allt ann- að en bara ,,venjulegir“ sentimetrar. Og það er víst ekki til neitt, sem heitir ,,fer kíló“ eða „ferpund." Lausnir á gátum: 1. Blekbytta. 2. DraumuT. 3. Bók. 4. Saumnál. Svör v>ð snurningum: t.Arið 1104. 2. 32°. 3 Albin”' var endurreist; lézt skáM'ð Tónas Hallgrímsson. 4. 1000 kg. 5 Öskiuvatn. 6. Arið 1947. 7. Merki forseta Islands er skjöldur, að löeun o.g lit e'ns o" skjöTdnrinn í skjald- armerki íslands en þar sem armar krossmarksins mæt- ast. er hvítur. ferhyrndur reitur og i honum skjaldar- merk' fslands og skjaldber- ar. 8. Eggert G. Þorsteinsson. 9. Séra Valdemar Briem v'gslu biskup. — Sonur minn skal fá allt það, sem ég sjálfur óskaði mér í jólagjöf, en fékk ekki! —

x

Íslendingur - Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.