Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Síða 2
I ISLENDINGUR-fSAFOLD - LAUGARDAGUR 3. APRfL 1971.
%
IJr Skemmunni
| um helgina
KÖRFUBOLTI
Á laugardagskvöldið var
háður leikur milli Vals og
Þórs, og sigraði Valur í frem-
ur slökum og rólegum leik.
Valur byrjaði leikinn mun bet-
ur og náði góðu forskoti þegar
í byrjun leiksins með nokkrum
góðum körfum Þóris. Þór fór
áð ná sér á strik, er líða tók
á leikinn og minnkaði forskot-
ið niður í 4 stig í hálfleik,
32:28 Val í vil. I seinni hálf-
Ieik hélzt munurinn svipaður,
en var í leikslok 9 stig, 70:61.
Leikurinn var fremur rólega
leikinn og teknir smá sprettir
inn á milli. I Valsliðinu var
Þórir langbeztur og skoraði
nærri helminginn af stigum
liðsins, 34 stig, einnig áttu
Kári og Rafn góðan leik og
skoruðu um 10 stig hvor. Vals
liðið var bæði samstilltara og
með betri einstaklinga en Þórs
liðið, og því vel komið að sigr-
inum. Fjarvera Guttorms virt-
ist veikja Þórsliðið að mun og
átti það fremur slakan leik og
Staðan
Körfuknattleikur:
Lokastaðan í 1. deild karla:
ÍR 12 12 0 1017:767 24
KR 12 8 4 899:844 16
Árm. 12 7 5 812:777 14
Þór 12 5 7 793:810 10
HSK 12 5 7 851:900 10
Valur 12 4 8 836:881 8
UmfN 12 1 11 700:929 2
Stigahæstu menn:
Jón Sigurðsson, Árm. 306
Einar Bollason, KR 292
Þórir Magnússon, Val 291
Kristinn Jörundsson, ÍR 216
Bezt vítahittni:
Guttorm. Ölafss. 42:33 78.6%
HANDKNATTLEIKUR:
2. deild karla:
— Þór — Ármann 11:17.
— KA —Ármann 23:28.
— Þór Breiðabl., Brbl. gaf.
— Ka Breiðabl. Brbl. 2af.
KR 12 11 0
Árm 12 11 0
Gr. 12 6 0
KA 11 5 0
Þr. 12 5 0
Þór 11 3 0
Brbl. 12 0 0
1 284:204 22
1 251:189 22
6 291:263 12
6 215:218 10
7 240:253 10
8 181:228 6
12 157:264 0
Gísli Blöndal, KA, hefur
skorað flest mörk, eða 106, í
mótinu.
gekk oft furðulega illa að
koma boltanum í körfuna. Stef
án var drýgstur að slcora, eða
19 stig. Albert átti einnig nokk
uð góðan leik og gerði 11 stig,
aðrir minna.
HANDBOLTI
Um helgina átti'að leika hér
4 leiki, voru það Armann og
Breiðablilc, sem áttu að leika
við heimaliðin, en Breiðablik
mætti ekki til leiks og fengu
Þór og KA auðfengin stig þar.
Ármann — Þór 17:11
Ármenningar sigruðu Þór í
lélegum leik. I fyrri hálfleik
voru bæði liðin svipuð og
skiplust á um að skora. Höfðu
Ármenningar yfir, 7:6, í hléi.
1 seinni hálfleik fór heldur að
síga á ógæfuhliðina fyrir Þór,
og juku Ármenningar íorskot-
ið jafnt og þétt upp í 17:11,
er leiknum lauk.
Bæði liðin voru mjög léleg
og spiluðu grófan og tilþrifa-
lítinn leik, og skömm er, að
lið, sem sýnt getur eins slakan
Jeilc og Ármann gerði, slculi
berjast um fyrsta sætið í 2.
deild. Þó áttu sæmilegan leik
Björn og Vilbergur, en þeir
voru báðir í liðinu, sem eitt
sinn sigraði Dani 15:10. Hjá
Þór er ástæðulaust að hrósa
noklcrum.
Ármann — KA 28:23
I seinni leik sínum stóðu Ár
menningar sig til muna betur
og sigruðu KA með fimm
marka mun. 1 fyrri hálfleik
voru liðin jöfn, og komst KA
tvisvar yfir, en það dugði þó
ekki, og höfðu Ármenningar
tvö mörk yfir í hléi, 12:10. I
byrjun seinni hálfleiks tók KA
góðan sprett og komst í 15:13,
en síðan tók að gæta öryggis-
leysis hjá liðinu, og áttu Ár-
menningar auðvelt með að
skora, og var sá stóri maður,
Hörður Kristinsson, duglegast-
ur við það. Lauk leiknum svo
með sigri Ármanns, 28:23.
Liðin voru mjög svipuð fram
an af og áttu ágæta kafla, en
er líða tók á leikinn harðnaði
keppnin, og var nokkuð um
brottrekstra af velli. Ármanns
liðið var nú til muna betra en
daginn áður, og eiga þeir ýmsa
góða menn, svo sem áður-
nefnda Björn og Vilberg, svo
og Ragnar, Kjartan og einkum
markakónginn Hörð Kristins-
son. Skoraði hann 11 mörk í
þessum leik.
KA-liðið ætti að geta sýnt
betri leik en nú, einkum nýt-
ast ilia hjá þeim sóknarlotur,
og leikur þeirra er ekki nógu
hraður og ákveðinn. Gísli
Blöndal skoraði mest að vanda
eða 13 mörk, einnig var Viðar
Þorsteinsson góður. Vörnin
stóð sig sæmilega, nema hvað
henni gekk illa að stöðva
Hörð. Hjörtur.
Ágæt frammistaða í Ameríku
Sigurvegararnir á Loftleiða-
mótinu, skíðamóti unglinga, er
haldið var í Hlíðarfjalli, fóru
til Bandaríkjanna í sl. mánuði
og tóku þar þátt í skíðamót-
um. Var það Rotaryklúbbur-
inn í Portsmouth, sem stóð fyr
ir boði sigurvegaranna vestur,
en þeir voru Svandís Hauks-
dóttir, Tómas Leifsson og
Haukur Jóhannsson.
Leifur Tómasson var farar-
stjóri unglinganna, og lét hann
hið bezta af öllum móttökum
og viðurgjörningum þar vestra
er blaðið hafði samband. við
hann. Fyrra mótið, sem íslend-
ingarnir tóku þátt í, var haldið
í smábænum Bristol, sem er í
nokkurri fjarlægð frá Ports-
mouth. Keppt var í stórsvigi,
og stóðu Islendingarnir sig frá
bærlega vel. Svandís varð 3.
af 23 í yngri flokki stúlkna,
Haukur 3. í eldri flokki
drengja af 53 keppenduin og
Tómas var í 11. sæti af 45
keppendum í yngri flokki
drengja.
Daginn eftir var einnig
keppt í stórsvigi, og fór sú
keppni fram í Waterville Vall-
ey, og náði Haukur þar 2. sæti
í eldri flokki drengja, en kepp
endur voru 56 talsins. Svandís
varð 7. af 18 kepperidum i
stúlknaflokki, en Tómas
sleppti hliði og var dæmdur
úr Jeik. Má af þessu sjá, að
frammistaða akureyrsku ungl-
inganna var mjög góð, enda
vakti árangur þeirra gevsimikla
athygli. Ot af fyrir sig vakti
koma þeirra til Bandaríkjanna
mikla athygli, og tóku útvarps-
stöðvar og blöð viðtöl við þau.
Hópurinn hafði með sér
landkynningarkvikmynd að
heiman, sem sýnd var vestra,
og skuggamyndir, og féll það
í góðan jarðveg.
Leifur sagði skíðaíþróttina
mikið stundaða á þessum slóð
um, og var fólk komið á skíði
þegar um kl. 8 á morgnana.
Islandsmótið
Skíðamót Islands 1971 fer fram á Akur-
eyri um páskana, eða frá 6, —12. apríl nk.
Skíðaráð Akureyrar sér um mótið, móts-
stjóri verður Hermann Sigtryggsson og yfir
dómari Helgi Sveinsson frá Siglufirði. I
mótið eru skráðir 78 keppendur víðs vegar
að af landinu. Keppnin sjálf fer öll fram
í Hlíðarfjalli. Dagskrá Skíðamóts Islands
verður sem hér segir:
Þriðjudagur 6. apríl:
Kl. 14.00 Mótið sett: Þórir Jónsson, for-
maður SKl (Við Skíðahótel).
— 15.00 10 km skíðaganga, 17 — 19 ára.
— 16.00 15 km skiðaganga, 20 ára og
eldri.
Miðvikudagur 7. apríl:
Kl. 15.00 Stökk, 20 ára og eidri og 17 —
19 ára flokkur.
Stökk í norrænni tvíkeppni.
Fimmtudagur 8. apríl:
KI. 12.30 Stórsvig kvenna.
— 13.00 Stórsvig karla.
— 15.00 3x10 km boðganga.
Föstudagur 9. apríl:
Kl. 9.00 Skíðaþing.
— 11.00 Guðsþjónusta í Akureyrar-
lcirkju.
Laugardagur 10. apríl:
Kl. 10.30 Svig kvenna.
Sunnudagur 11. apríl:
Kl. 13.00 Svig karla.
— 15.00 30 km ganga.
um páskana
Mánudagur 12. apríl:
Kl. 13.00 Flokkasvig.
— 21.00 Verðlaunaafhending og móts-
slit í Sjálfstæðishúsinu.
Unglingameistaramót Norðurlanda í Alpa
greinum, stórsvigi og svigi, fer einnig fram
á Akureyri um páskana, eða 9. —12. apríl.
Keppendur verða frá öllum Norðurlöndum,
alls um 50. Þetta mót er hið fyrsta sinnar
tegundar, sem haldið er hér á landi. Fram-
kvæmdaaðili og mótsstjóri verða hinir sömu
og á Skíðamóti íslands, en yfirdómari verð-
ur Einar B. Pálsson frá Reykjavík. Dagskrá
unglingameistaramótsins verður sem hér
segir:
Föstudagur 9. aprí!:
Kl. 11.00 Guðsþjónusta í Akureyrar- |
kirkju.
— 18.00 Mótssetning á Ráðhústorgi. —
Ávarp: Bjarni Einarsson bæjar
stjóri á Akureyri, Lúðrasveit
Akureyrar leikur, form. SKÍ,
Þórir Jónsson, setur mótið.
I
Laugardagur 10. anríl:
Kl. 13.30 Stórsv'" suTlcna og pilta.
1
jj
Sunnudagur 11. apríl:
Kl. 10.30 Sv'g stú'lcna os pilta.
— 21.00 V?rð'"un - - fhending og móts-
slit. J