Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Page 11
io ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1971.
ÍSLENDINGUR-ISAFOLD - LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1971. 11
r
Félagsheiniilis á Húsavík. Þar er gert ráð fyrir hðteláhnu.
Sú atvinnugrein, sem vaxið hefur einna mest í hinum
þróaðri hluta heims hin siðari ár, er ferðamannaþjón-
usta. Sömu sögu er að segja hér á landi. Nú munu beinar
gjaldeyristekjur Islendinga af ferðamannaþjónustu vera
um einn milljarður íslenzkra króna. Hér á austanverðu
Norðurlandi eru ein vinsælustu ferðamannahéruð lands-
ins og öll ytri skilyrði frá náttúrunnar hendi til þess að
efla ferðamál svo að þau verði mikið og vaxandi búsílag
hér um slóðir. I eftirfarandi grein skýrir Lárus Jónsson,
formaður Ferðamálafélags Akureyrar, frá ýmsum hug-
myndum, sem fram hafa komið um eflingu þessarrar at-
vinnugreinar, bæði á Akureyri og í nágrannabyggðum.
Sumar þessar hugmyndir hafa borið á góma og eru í at-
hugun hjá Ferðamálafélagi Akureyrar, en aðrar varða
aðra staði í nágrenninu, og er hér varpað fram áhugaaðil-
um á viökcmandi stöðum til umhugsunar, og jafnframt til
hvatningar um nána samstöðu í eflingu ferðamála hér
um slóðir.
Hagsmunatengsl byggða
í ferðamálum
Þeim ferðamönnum fjölgar örast í heiminum, sem vilja
skoða lönd, sem eru óvenjuleg að náttúrufari, sögu og
menningu. Nú hin síðari ár hefur aðstaða til móttöku
ferðamanna í Reykjavík stórbatnað, og þeir eiga sífellt
auðveldara með að komast þangað vegna bættra sam-
gangna við umheiminn. Fleiri ferðmenn munu því sækja
til íslands á næstu árum. Akureyri er mesti þéttbýlisstað-
ur utan höfuðborgarsvæðisins og jafnframt þannig í sveit
sett, að vinsæl ferðamannahéruð eru í næsta nágrenni.
Þeim mun fleiri ferðamenn, sem koma til Reykjavíkur,
því fleiri vilja að öllum lílcindum koma til Akureyrar, ef
skilyrði eru þar fyrir hendi. Sama má segja um Mývatns-
sveit eða Húsavík og nágrannastaði út með Eyjafirði.
Aukinn ferðamannastraumur þangað hefur í för ineð scr
aukinn ferðamannastraum til Akureyrar og þessu má
einnig snúa við. Því fleiri ferðamenn, sem koma til Ak-
ureyrar, þeim mun meiri líkur eru á, að ferðamannastraum
ur vaxi til þessarra nágrannabyggða. Þessir sameiginlegu
hagsmunir allra landsmanna og byggðarlaga innan sama
landshluta eru augljós röksemd fyrir því að auka þarf sam
starf um eflingu ferðamálanna. Á döfinni er heildarathug-
un á íslenzkum ferðamálum á vegum samgöngumála-
ráðuneytisins. Gert er ráð fyrir að ríflegur styrkur fáist
til þess frá sérsjóði S, Þ. og að sérfróðir menn verði á
næstunni fengnir til þess að framkvæma slíka athugun,
sem yrði undanfari mikilla framkvæmda á þessu sviði í
landinu. Ástæða er því til að undirstrika rækilega sam-
eiginlega hagsmuni byggðanna í þessum efnum og brýna
þörf á því að vinna saman með þessum kunnáttumönn-
um að slíkri athugun, og síðan að því að gera þær ráð-
stafanir, sem duga til þess að efla þessa atvinnugrein
sem mest og á sem hagkvæmastan hátt.
Áningarstaðurinn Akureyri
Fram til þessa hefur Akureyri notið hagstæðrar legu
sinnar og ytri aðstæðna í ferðamálum. Þangað eru flestar
flugferðir frá Reykjavík og þar er nútímalegasta þjónusta,
sem ferðafólk getur fengið úti á landsbyggðinni, auk þess
sem náttúra héraða í nágrenninu, bæði í Eyjafirði og Þing-
eyjarsýslu, hefur sitt aðdráttarafl. Þessar aðstæður hafa
gert Akureyri að vinsælum ÁNINGARSTAÐ fyrir ferða-
fólk. Á hinn bóginn er afar sjaldgæft að ferðafólk dvelji
um kyrrt á Akureyri svo nokkru ncmi, varla nerna 1 — 2
daga að jafnaði. Ástæðan er sú, að lítilla kosta er völ um
vinsæl viðfangsefni, svo sem stuttar skoðunarferðir, sigl-
ingar á Eyjafirði, sjóslangaveiði eða vetraríþróttir. Margt
af þessu hefur verið reynt, en of lítil þátttaka valdið því,
að sú viðleitni bar sig ekki fjárhagslega. Hætt er þó við,
að einmitt skortur á slíkum viðfangsefnum dragi úr fjölda
þeirra ferðamanna, sem dveljast á Akureyri um kyrrt, ef
ekki verður höggvið á hnútinn fneð einhverjum hætti.
Margt kemur til álita í þessu efni, en oftast hefur borið
á góma að nauðsyn sé á að stofna samstarfsfélag hags-
munaaðila um ferðamál á Akureyri, sem taki að sér að
reka slíka starfsemi, þótt halli sé fyrst um sinn á ýmsum
þáttuin hennar. — Augljóst er, að sé þessu hagað á
slcynsamlegan hátt, kemur hagnaðurinn síðar í auknum
tekjum þessarra aðila af ferðamönnum. Jafnvel getur
hann lcomið fram þegar í stað með auknum tekjum þess-
arra sömu aðila af þjónustu við ferðamenn á öðrum svið-
um.
Aliðstöð vetrarferðamennsku
Það, sem öðru frcmur gerir Alcureyri að ákjósanlegri
miðstöð vetrarferðamennsku, er sú staðreynd, að í næsta
nágrenni við 10.000 manna kaupstað er gott skíðaland og
jafnvel jökull, sem hugsanlegt væri að nýta sem skíðaland
á sumrum, og að skíðamannvirki eru og yrðu mikið notuð
af fólki, sein býr á staðnum, auk ferðamanna. Nú er það
svo, að lenging ferðamannatímans er algjör forsenda fyrir
verulegum vexti ferðamannaþjónustu sem atvinnugreinar.
Ef tækist að auka mikið ferðamannastraum til Akureyrar
frá miðjum marz og fram að venjuleguin ferðamanna-
tíma, myndi nýtingartími hótela og annarrar þjónustustarf-
semi nær tvöfaldast árlega. Slílct hefði augljóslega úrslita-
þýðingu fyrir afkomu allra þeirra, sem selja ferðamö'.in-
um þjónustu í einni eða annarri mynd, og er raunar for-
senda fyrir því, að veruleg fjárfesting á sviði ferðamála
geti skilað arði. Af þessum sökum hafa vetrarferðamálin
borið einna mest á góina í starfi Ferðamálafélags Akureyr-
á Norð-austurlandi
ar og vinnur það að könnun á þeim eftir mævti, sem ætl-
unin cr að verði síðar unnin betur með áðurnefndum sér-
fróðum mönnum á vegum S. Þ., sem gera munu innan
skannns heildarathugun á íslenzkum ferðamálum.
Efling aðstöðu til móttöku og dægradvalar ferðamanna
á Akureyri yfir vetrartímann er kostnaðar- og vandasamt
verk svo vel fari. Því þarf að mörgu að hyggja og er
ástæða til að hvetja til vandaðs undirbúnings, þótt á hinn
bóginn sé einnig mikil ástæða til bjartsýni, ef rétt er að
unnið. Hið fyrsta, sem taka þarf til athugunar, er að vart
eru meira en 70 — 80 gistirúm, sem hægt væri að vera ör-
uggur um að unnt sé að bjóða skíðafólki á tímabilinu
marz-júní. Fyrir svo litla hópa er hæpið að leggja í stór-
kostlega fjárfestingu í skíðalyftuin upp á Vindheimajök-
ul og hvers konar vetrar- og skíðamannvirki, auk þess
mikla kostnaðar, sem lcggja þarf í auglýsingaherferðir
víða urn lönd. Einsýnt virðist, að til þurfi að koma aukið
gistirými. Ýmsar spurningar vakna þó í þessu sambandi:
Hversu mikið gistirými þyrfti að koma til? Hvaða fram-
kvæmdir eru nauðsynlegar til eflingar aðstöðu til skíða-
og vetraríþróttaiðkana? Hvað kosta þær? Hver á áfanga-
skipting að vera, á að ráðast strax í lyftu upp á Vind-
heimajökul, eða er hann of sprunginn til skíðaferða og
hvernig er veðurfar á jöklinum?
Heildaráætlun
Til þess að svara þessum spurninguin, er heildarathug-
un og áætlun uin framtíðarþróun ferðamálanna á Akur-
eyri ekki einungis þýðingarmikil, heldur brýn nauðsyn.
Sú áætlun ætti, ef vel á að vera, að tengjast athugun á
hliðstæðri lcönnun fyrir nágrannabyggðir, svo sem síösr
verður vikið að. Ferðamálafélag Akureyrar hefur af frarn-
angreindum sökum haft mikinn áhuga á að undirbúa
eins og frekast er kostur slíka áætlanagerð og fyrir
skömmu samþykkti bæjarstjórn Alcureyrar að óslca efdr
tillögum félagsins um framkvænrdir á vegum bæjarins,
sem yrðu taldar nauðsynlegur þáttur eflingar ferðamál-
anna næstu árin. Eitt veigamikið hlutverk slíkrar könn-
unar og áætlunar yrði að skapa grundvöll til fjáröflunar
vegna stærstu framkvæmdanna, sem í þyrfti að ráðast á
þessu sviði. Enginn skyldi ætla, að slík undirbúningsvinna
sé neitt áhlaupaverk, sem hrisst verði fram úr erminni á
skömmum tíma, enda er það ekki ætlun ferðamálafélags-
ins ,heldur að safna saman sem víðtækustum upplýsing-
um í aðgengilegu formi og setja saman grófar hugmyndir
um þróunina á sviði ferðamálanna, sem síðar yrðu unnar
frekar af viðkomandi aðilum, ekki sízt erlendum kunn-
áttumönnum, því mikill skortur er á innlendum aðilum,
sem hafa reynzlu og þekkingu til slíkrar áætlunargerðar.
Ferðamál i útbyggðum
Eyjafjarðar
Með tilkomu Múlavegar sköpuðust skilyrði til stórauk-
ins ferðamannastraums um Dalvík og Ólafsfjörð. Þar er
eitt fegursta útsýni til miðnætursólar, sem kostur er á
af alfaraleið hér á landi. Með aukinni fiskirækt, sem á-
kjósanleg skilyrði eru til í Ólafsfjarðarvatni, samnefndri
á og Svarfaðardalsá, mætti aulca aðdráttarafl þessarra
staða verulega, auk þess sem ýmislegt fleira kemur til
greina. Aðstaða til móttöku ferðanranna hefur balnað í
þessum byggðarlögum, én stendur þó mjög til bóta. Þegar
rætt er um þessi byggðarlög og Eyjafjörð sem ferðamanna-
svæði, er ástæða til að geta hugmyndar um siglingaferðir
um Eyjafjörð á ákveðnum dögum. Ein hugmynd er sú, að
fara frá Akureyri snemma morguns, sigla út Eyjafjö’-ð
og renna færi við Hrísey, borða hádegisverð í Ólafsfirði
og fara samdægurs til baka inn Eyjafjörð til Grenivílcur
og þaðan í bifreið, slcoða Laufás og lcoina til Akureyrar
að kveldi. Hér er þessi hugmynd aðeins nefnd sem dæmi
urn, hvað hægt er að gera í samvinnu þessarra byggðar-
laga, ef rétt er á haldið.
Rætt hefur verið um m. a. stækkun Hótel KEA á Akureyri.
Mývatnssveit
Mývatnssveit er án efa frægasta ferðamannahérað
notðanlands. Óþarfi cr að fjölyrða um þá ntöguleika, sem
þar er ufyrir hendi á sviði ferðantála. Ástæða er þó til að
benda á þann annmarka, sem er á rekstri hótela við Mý-
vatn, vegna þess, hversu ferðamannatíminn cr stuttur.
Af þeim sökum er einnig mjög tvísýnt um stækkun hót-
elanna við Mývatn, að það sé arðbær framkvæmd, ncma
sérstaklega sé að henni staðið, þótt nú sé svo ástatt, að
núverandi hótel séu yfirfull á þcim tíma árs, sem aðsólcn-
in er mcst. Af þessunt sökum hefur borið á góma, að hugs-
anleg lausn á þessu væri sú að byggja ódýr smáhýsi í
tengslum við núvcrandi hótel, svonefnd mótelhús. Einnig
hefur þeirri hugmynd skotið upp, hvort elclci væri unnt
að staðsetja skóla við þéttbýlishverfið hjá Reynihlið og
Reykjahlíð og nýta hótelin sem heimavistir á vetrum.
í rauninni er það mikið hagsmunamál nærliggjandi
héraða elclci síður en Mývetninga, að aðstaðan við Mývatn
til þess að talca við fleira ferðafólki verði bætt. Margt
ferðafólk, sem leggur leið sína lil Islands, fer eklci norð-
ur í land, ef það getur ekki fengið fyrirgreiðslu í hóteli
við Mývatn. Jafnvel kernur sumt fóllc alls elclci til ís-
lands af þeim sölcum. Á þessu sést glöggt, hversu hags-
munir einstalcra byggðarlaga og landsmanna allra eru
samtvinnaðir í ferðamálum. Það er því keppikefli allra
aðila, að fundizt geti lausn á að aulca ferðamannaþjón-
ustu við Mývatn og laga aðstæður allar fyrir ferðamenn
að njóla þar hinna einstæðu náttúruundra, sem þar eru,
og einnig í næsta nágrenni. í því sambandi mætti minna
á þá brýnu nauðsyn að lagfæra ýmsar vinsælar ferða-
mannaleiðir á þessum slóðum. Sérstaklega mætti nefna
leiðina vestan Jökulsár við Hljóðakletta og um Hólma-
tungur.
Húsavík og fleiri staðir
Eins og lcunnugt er, brann hótelið á Húsavík fyrir
nolckru. í félagshiemilinu var gert ráð fyrir gistiherbergja-
álrnu og jafnframt að samnýta eldhús og aðra aðstöðu í
félagsheimiiinu í rekstri hótelsins. Hér er mjög skynsam-
lega að málum staðið. Nú mun vera í ráði að vinda bráð-
an bug að þessari byggingu, enda elclci vanþörf á í svo
öfluguin kaupstað, að lcoma upp hóteli. Á það er einnig
að líta, að Húsavík er vel í sveit sett sem vaxandi ferða-
manna- og skólabær. Því virðist mega nýta nýtt hótel vel
á staðnum. í næsta nágrenni er margt forvitnilegt fyrir
ferðamenn. Þar má til nefna Tjörneslögin, Þeistareykja-
svæðið, veiði í ám og vötnum svo og veiði á Skjálfanda-
flóa o. m. fl. Ennfremur er Húsavík einungis innan við
klukkustundar akstur leið frá Mývatnssveit.
Gera má ráð fyrir, að austan Húsavíkur, þ. e. a. s. á
Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn, aulcizt ferðamanna-
straumur vetulega, ef ferðamönnum fjölgar á fyrrnefnd-
um stöðum. I því efni slcipta þó bættar samgöngur höfuð-
máli.
Nauðsyn yfirsýnar og samstöðu
Grein þessi er fyrst og fremst rituð til þess að vekja
athygli á hinum miklu möguleikum byggðanna á austan-
verðu Norðurlandi í ferðamálum, en þó elcki síður til þess
að benda á nauðsyn yfirsýnar og samstöðu í því efni að
skipuleggja og efla ferðamannaþjónustu á svæðinu. Margt
er hér ótalið, sem vert hefði verið að minnast á. Sem
dænti mætti nefna, að verði unnt að lengja ferðamanna-
tímann með bættri aðstöðu til vetraríþróttaiðkana á Ak-
ureyri, er alls elcki lolcu fyrir það slcotið, að fá megi feðra-
fóllc til að heimsækja Mývatnssveit fyrr en ella, svo og
Húsavík og staðina út með Eyjafirði. Ef samgöngur á
landi verða til trafala, rnætti hugsa sér að hentug flugvél,
sem fyrr eða síðar verður rekin frá Akureyri til stuttra
ferða í næstu byggðarlög, gæti flutt viðkomandi ferða-
fóllc, sem ef til vill vildi reyna dorgveiði á Mývatni eða
sjóróður frá Húsavík, svo dæmi sé telcið. Höfuðatriði er,
að flest, sem gert er í einu byggðarlagi í þessu efni, stuðl-
ar jafnframt að meiri möguleikum fyrir nágrannabyggðir
til þess að hagnýta sér ferðamannaþjónustu sem búsílag.
Þótt elcki sé sérstaklega rætt um sveitirnar að sinni, er
augljóst, að þær geta notið góðs af, ef hugur bænda
stendur til og fyrirgreiðsla er til staðar. í því sambandi
mætti að endingu geta þess, að í Skotlandi fá bændur
sérstaka styrlci og aðra fyrirgreiðslu til þess að koma upp
smáhýsum til útleigu fyrir ferðamenn, sem vilja umfram
allt njóta kyrrðar og kjósa heldur dvöl í slíkurn húsurn
en dýrum og íburðarmiklum ferðamannahótelum.
Lárus Jónsson.
VÍSNABÁLKUR
Okkur hefur borizt bréf frá
Hjörleifi Jónssyni á Gilsbakka
til leiðréttingar á vísu, er ný-
lega birtist í bálkinum og hon-
um eignuð, en hún var kveðin
út af viðskiptum hans við sýsl
unga á sláturhúsi á Króknum.
Kannast H. J. við síðari helm-
inginn, en öll hafi vísan verið
þannig:
Margur fær í einlcaarf
ósanngirni og hroka.
En það er list, sem læra þaif,
að láta í minni poka.
Við leyfum oklcur svo að
birta lcafla úr bréfi Hjörleifs.
„Það mun hæpin greiðasemi
við vísur að safna þeirn og slcrá
setja ÁN HEIMILDAR, ef þær
lcoma frant afbakaðar og mjög
úr lagi færðar, sem oft vi'I
brenna við, ef þær hafa farið
margra á milli. Visnasöfnun
og viðhald vísna á niikinn rétt
á sér, en þar þarf nö fara að
með gát, einkum þó í „nær-
veru sálar“. Vísur og lcvæði
eru oft höfundinum sem hluti
af honuin sjálfum. Ég veit elcki
hver ber ábyrgð á þessum mis-
tölcum .... Það er iila farið,
ef skakkt með farnar vísur
breiðast út á prenti og eru
lesnar með þeim ágöilum og
skekkjum, sem á þeim
eru. . . . “
Það er hverju orði sannara,
að verra er að birta afbakaða
vísu en enga, og við erum fylli
lega sammála orðum bréfritara
hér að ofan. En við viljunt um
leið engu lofa um, að mistölc
geti elcki lcomið fyrir. Hins veg
ar reynum við að komast hjá
þeim, m. a. með bvi að bera
ýmsar vísur, er okkur berast
eftir öðrum leiðum en frá höf-
undi, undir einn vísnafróðasta
mann, er við eigum í grennd
við olckur. Og þótt okkur
væri sagt, til hvaða roanns fyrr
nefnd vísa var gerð, kunnum
við elclci við að nafngreina
hann. Séum við ekki vissir um
höfund, teljum við hann óviss-
an og látum lesendur um (og
biðjum þá gjarna) að gefa okk
ur upplýsingar bar um, og
jafnvel stundum, hvort þeir
kannist við vísuna öðru vísi
lcveðna. Mjög oft er deilt unt
upprunalega gerð vísna, og get
um við þar tilnefnt: „Þótt ég
sölckvi í saltan mar“ og „Aust
an kaldinn á oss blés“. En það
viljum við segja bréfritarr., að
við reynum að vanda lil og
leita heimilda eftir föngum,
þótt við treystum okkur elclci
til að lofa því, að mistölc um
gerð vísu geti ekki lcomið fyr-
ir. Um leið og við biðjum Hjör
leif afsölcunar á meðferð vísu
hans, þöklcum við honum til-
slcrifið og góðar óslcir. Og ekk
ert væri oklcur kærara en H. J.
sendi olclcur efni í einn bálk-
inn, en þeir sem geta slíkt, eru
oft erfiðir viðfangs, og þar
stendur hnífurinn í lcúnni. —
Hins vegar fáum við stundum
leirburðarstagl, sem hvorlci við
né lesendur hins vinsæla vísna
bálks óska eftir.