Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Qupperneq 16

Íslendingur - Ísafold - 03.04.1971, Qupperneq 16
|I6 iSLENDINGUR-ISAFOLD - L'AUGÁRDAGUR 3. APRÍL 1971. -1 i | ■Í Fyrir nokkru var haldin ráðstefna viðskiptafræði- nema á Akureyri um FRAMTÍÐARÞRÓUN BYGGÐ AR Á ÍSLANDI. Ráðstefna þessi var hin athyglis- verðasta, einkum fyrir þá sök, hvað viðskiptafræði- nemarnir komu vel undir búnir til hennar og lögðu þar til mála. Þeim hafði fyrirfram verið skipt í vinnuhópa, sem kynntu sér ákveðna hlið málsins. Einn þessarra hópa kynnti sér FÉLAGSLEGA AÐ- STÖÐU í strjálbýli og þéttbýli og áhrif þau, sem a£ hljótast á byggðaþróun í landinu. Isl.-ísafold hefur fengið leyfi til að birta niðurstöður þessa hóps, sem eins konar sýnishorn af vinnu viðskiptafræðinem- anna. Framsögu hópsins hafði á hendi Guðrún Svein bjarnardóttir, en aðrir í nefndinni voru Alda Sigur- marsdðttir, Ásgeir Ingvarsson, Pétur Jónsson, Reyn- ir Eiríksson, Reynir Kristinsson og Sigurgeir Bóas- son. Það hefur verið verkefni okkar hóps á þessarri ráðstefnu að kynna okkur og ræða um félagslegan aðstöðumun dreifbýlisins og þann þátt, sem þessi að- stöðumunur hefur átt í fólksstreymi til höfuðborg- arsvæðisins. Hér á eftir verður leitazt við að skýra frá helztu ástæðum og orsökum þessa vandamáls og benda á leiðir til úrbóta, sem við höfum orðið sammála um. Eftirfarandi málefnaflokka höfum við talið hafa mesta þýðingu í þessu tilliti: 1) Menntamál. 2) Heilbrigðismál. 3) Starfsemi félagsheimila. 4) Dreifing sérfræðiþjónustu. 5) Þátttaka í félagslífi. Verða nú þessir flokkar ræddir nánar. r. . . Menntamál . . . 1 Fræðslustarfsemi skólanna er vissulega ein mik- ilvægasta þjónustan, sem hið opinbera lætur íbúum landsins í té. Ríki og sveitarfélög standa nú saman að þessum málum að því er varðar skyldunáms- og gagnfræðastig, en framhaldsskólar eru að lang mestu leyti reknir á vegum ríkisins. Þau fræðslulög, sem nú eru í gildi, eru frá árinu 1946. I þeim er . gert ráð fyrir, að öll börn hljóti um það bil sömu kennslu, 7 — 9 mán. kennslu í 8 ár, þ. e. 7 mán í sveitum, en 9 mán. í kaupstöðum. I lögum þessum er sveitarfélögum veitt heimild til undanþágu, og sú undanþáguheimild hefur verið mikið notuð, þannig að samkvæmt tölum frá skólaárinu 1969 — 70 eru enn á landinu 18 farskólar, sem veita nemendum sínum 3 — 6 mán. kennslu, 49 heimavistarskólar barna með 4 — 8 mán. kennslu, auk þess sem kennsla við allmarga fasta skóla er frá 3 —7V2 mán. Þar við bætist, að sums staðar hefja börnin ekki skólagöngu sína fyrr en 8 — 10 ára gömul. Annar aðstöðumunur barnanna er fólginn í vel þekktum kennaraskorti í strjálbýli. Erfitt hefur reynzt að fá menntaða kennara til þess að ráða sig til starfa við litla skóla, þar sem verkaskipting er lítil sem engin, kennsluaðstöðu víða ábótavant, aulc þess sem fámennið veldur starfslegri einangrun. Þriðja atriðið, sem veldur þessum mun, er verri kennsluaðstaða, sem að sjálfsögðu bitnar ekki að- eins á kennurum, heldur bitnar einnig á nemend- unum sjálfum. Víða er skortur á tækjum, húsrými og kennslukröftum fyrir sérkennslu. . . . Framhaldsnám . . . i Það hefur komið í ljós, samkvæmt könnun á nemendaskrá, sem verið er að vinna úr í mennta- málaráðuneytinu, að mun færri unglingar í sýslum fara í framhaldsnám en jafnaldrar þeirra í Reykja- vík og kaupstöðum. Af aldursflokkum 15 — 19 ára í Reykjavík eru um 24% við nám en 8% unglinga í sýslum. Við teljúm nokkrar ástæður valda hér mestu um. 1) Samkvæmt því, sem áður var minnzt á, varð- andi barnafræðsluna, koma unglingar úr sveitum að öllum jafnaði verr undirbúnir til framhaldsnáms. 2) Þá má benda á, að staðsetning framhaldsskól- anna er oftast fjarri heimkynnum nemenda úr sveit- um og kauptúnum, og veldur það foreldrum fjár- hagslegum erfiðleikum. 3) I þriðja lagi lcemur það til, að unglingar í sveit hafa minni kynni af margvíslegum menntunarmögu- Ieikum og fjölbreyttari atvinnu, sem menntunin gef- ur kost á. 4) Þá er einnig um kennaraskort að ræða á fram- haldsskólastiginu ,og gildir það reyndar um allt land- ið. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um grunn skóla, þar sem gert er ráð fyrir 9 ára skólaskyldu allra barna og er þar á einnig sá munur, að undan- þágur á aðeins að veita, á meðan sveitarfélögin að- laga sig að breytingunni. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að nýta betur þær samgöngubætur, sem orðið hafa á síðustu árum og fá þannig fram stærri skólaheildir. Þessi þróun hef- ur raunar átt sér stað undanfarin ár. Ef þessi lög fást samþykkt og tekst að framfylgja þeim, ættu þau að draga verulega úr aðstöðumun. Við höfum orðið sammála um, að til þess að bæta úr kennaraskorti mætti t. d. lögfesta staðar- uppbætur og auk þess þyrfti ríkið að sjá til þess, að nægilegt framboð sé af kennurum á hverjum tíma. Þá mætti einnig auka náinsstyrki til þeirra, er þurfa að sælcja framhaldsnám fjarri heimilum sín- um. Við staðarval skóla þarf að taka tillit til þarfanna í hverjum landsfjórðungi, og hvort sérskólar geti eklci stuðlað að því, að menntað fólk dreifist meir um landið en nú er. Leggja verður áherzlu á að bæta samgöngur allt árið og einnig á uppbyggingu atvinnulífs í hverjum landsfjórðungi, t .d. með því að fullvinna fiskafla í meira mæli en nú á sér stað, svo að atvinna fyrir sérmenntað fólk skapist víðar en í Reykjavík og á Akureyri. . . . Heilbrigðismál . . . Heilbrigðismál er annar mikilvægur málefnaflokk ur, þar sem erfitt hefur reynzt að veita íbúum lands- ins jafna þjónustu. Höfuðvandamálið hefur verið að fá lækna til starfa úti á landsbyggðinni og eru einkum taldar 4 ástæður sem valda því. 1. Starfsábyrgð verður mikil á hverjum einstök- um lælcni, en í læknanámi eru stúdentar van- ir að vinna í hópum. 2. Vaktaskylda er of mikil. 3. íslenzkir læknar eiga kost á atvinnu erlendis og hafa margir þeirra notfært sér það. 4. Aukinn áhugi meðal lækna á sérfræðimenntun. Annað vandamál er í sambandi við sjúkrahús og sjúkraskýli. Athuganir sýna, að nýting sjúkrarúma úti á landi er ekki eins góð og í Reykjavík og að þar er meira um langlegusjúklinga. Skortur er á hjúkrunarfólki alls staðar, einnig í Reykjavík. Akureyri hefur þó sérstöðu að þessu leyti. Mér var sagt, að það væri vegna þess, hve vel þeir byggju að hjúkrunarkonum í Systraseli. Sveitarfélög annast heilbrigðiseftirlit, samkvæmt lögum frá 1969. Þar sem sveitafélögin eru mjög mis- janflega stæð fjárhagslega, er hætta á að misbrest- ur verði sums staðar á framkvæmd. Sérfræðiþjónusta lækna er svo til öll samankomin i Reykjavík og á Akureyri. Aðrir landsmenn verða því að sækja þangað. Það verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd, að vissan íbúafjölda þarf til þess, að slíkir sérfræðingar hafi nægileg verkefni. Á meðan atvinnuhættir og dreifing fólksfjöldans helzt óbreytt frá því sem nú er, verður staðsetn- ingu sérfræðinga lítt breytt. En til þess að jafna þennan aðstöðumun eru sjúkrasamlagsgjöld höfð mismunandi há. Frá kr. 125 — 200 á mánuði í hreppum til lcr. 310 í Reykja- vík. Auk þess greiða sjúkrasamlögin ferðir legu- sjúklinga að 3A hlutum. Þær nefndir sérfróðra manna, sem fjallað hafa um þessi mál undanfarandi ár og gera enn, hafa

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.