Íslendingur


Íslendingur - 05.05.1999, Page 1

Íslendingur - 05.05.1999, Page 1
MAI 1999 Ávarp til kjósenda: í þágu öaracSs og þjóðar Kosningabaráttan er komin á lokastig og kostirnir sem kjósendur standa frammi fyrir eru skýrir. Sjálfstæðisflokkurinn býð- ur fram trausta stefnu í efnahagsmálum sem skapar grundvöll fyrir nýrri atvinnu- starfsemi og betri lífskjörum í framtíðinni. Traust staða ríkissjóðs gerir það mögulegt að bæta heilbrigðisþjónustu, efla skóla- starf og auka velferð íbúanna. Síðast en ekki síst vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja sig fram um að ná sátt um fiskveiði- stjórnunina en standa jafnframt vörð um hagsmuni sjávarútvegsins, sem er undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Hér á Norðurlandi munum við vinna að því að bæta samgöngur með stórátaki í vegamálum Norður-Þingeyinga með tengingu til Austurlands og jarðgöngum til Siglufjarðar. Með bættum fjarskiptum og aukinni rannsóknastarfsemi skapast grundvöllur fyrir aukinni fjölbreytni í at- vinnulífi kjördæmisins og nýrri sókn á sviði ferða- og fjarskiptamála. í kjördæminu okkar stendur baráttan um það að tryggja Tómasi Inga Olrich kosn- ingu kjördæmakjörins þingmanns. í þeirri baráttu gæti atkvæði þitt, kjósandi góður, ráðið úrslitum. Tómas Ingi hefur með verkum sínum sýnt að hann er traustsins verður. í starfi sínu sem formaður utan- ríkisnefndar hefur hann á alþjóðavett- vangi haldið uppi málstað íslands og staðið vörð um hagsmuni þjóðarinnar. Fyrir kjördæmið hefur hann gengið fram fyrir skjöldu í ýmsum mikilvægum hags- munamálum þess. Fjórir efstu menn D-lista Sjálfstœðisflokksins, þan Halldór, Tóntas Ingi, Soffta og Ásgeir Logi. Við Sjálfstæðismenn höfum að kjörorði Árangur fyrir alla. af því að við viljum að góður afrakstur þjóðarbúsins nái til allra þegna þjóðarinnar. A Norðurlandi höfum við jafnframt sagt Áfram Norður- land, af Joví að við höfum trú á framtíð þess og vitum að með því að halda rétt á málum munu byggðirnar hér fyrir norðan eflast og þróast og verða það mótvægi við höfuðborgarsvæðið sem við þörfn- umst og þjóðin þarfnast. Eg heiti á þig, kjósandi góður, að veita okkur stuðning með atkvæði þínu. Rök- stuðningurinn fyrir þeirri beiðni eru þau verk sem við höfum unnið í þágu lands °gpm'4UU Fösfudagur 7. maí Morgunverðar fundur á Greifanum kl. 8.00 Fjölmennum KjOirdagur - Kjördagur Laugardagur 3. maí Akstur á kjördag Stuðningsfólk D-listans getur hringt til okkar á kosningaskrif- stofurnar og pantað bíl. Akureyri Sími 462 1500 Dalvík Sími 466 1619 Húsavík Sími 464 2622 Ólafsfjörður Sími 466 2714 og 466 2715 Kosningakaffi í Sjallanum á Akureyri kl. 15-17.30 í Vikurröst á Dalvík kl. 14-17 Á Gamla-Bakkanum á Húsavík kl. 10-22 í Húsi aldraðra í Ólafsfirði kl. 10-22 Kosningavaka í Kaupangi á Akureyri frá kl. 22 í Víkurröst á Dalvík frá kl. 22 Á Gamla-Bakkanum á Húsavík frá kl. 22 í Húsi aldraðra í Ólafsfirði frá kl. 22 orðurland

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.