Íslendingur


Íslendingur - 05.05.1999, Síða 4

Íslendingur - 05.05.1999, Síða 4
 orðurland Tómas Ingi Olrich -einn atorkusamasti og framsýnasti þingmaður landsins Tómas Ingi Olrich hefur verið þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra frá árinu 1991 og er því að ljúka sínu öðru kjör- tímabili. Hann er vel menntaður og víðlesinn og er tvímælalaust í hópi atorkusömustu og framsýnustu þingmanna lands- ins. Tómas Ingi hefur víða látið til sín taka, ekki síst í hinum ýmsu málefnum kjördæmisins. Hann er e.t.v. þekktastur fyr- ir störf sín að uppbyggingu Háskólans á Akureyri og margvisleg störf á sviði ferðamála. Tómas Ingi hefur látið mjög til sín taka á Alþingi á sviói umhverfismála. Þar hefur hann m.a. tekist á við öfgafyllstu sjónarmið í umhverfis- og náttúru- vernd. Gegn þessum öfgum hefur hann varið uppbyggilega og jákvæða umhverfisstefnu, sem leggur áherslu á upp- græðslu landsins. Við hvetjum lesendur til að kynna sér yfirlitið hér að neðan um störf Tómasar Inga og styðja hann í kosningunum á laugardaginn til áframhaldandi starfa í þágu kjördæmisins. Stefnumótun og þróunarstarf í feróamálum Árið 1991 flutti Tómas Ingi tillögu til þings- ályktunar um stefnumótun og þróunarstarf í ferðaþjónustu. Á grundvelli hennar skip- aði samgönguráðherra stýrinefnd og fjöl- marga starfshópa. Tómas Ingi átti sæti í stýrinefndinni og nefnd um menntun og rannsóknir i ferðaþjónustu. Sú nefnd skil- aði m.a. tillögum hvað varðar Háskólann á Akureyri. Rannsóknir í ferðaþjónustu Árið 1995 flutti Tómas Ingi tillögu til þings- ályktunar um rannsóknir í ferðaþjónustu. Á grundvelli tillögunnar hefur verið stofn- uð gagnamiðstöð við skrifstofu Ferðamála- ráðs íslands á Akureyri og starfsemi skrif- stofunnar efld til að ýta undir rannsóknir. Samstarfssamningur Háskólans á Akureyri og Ferðamálaráðs Sem varaformaður í Ferðamálaráði frá 1995 lagði Tómas Ingi áherslu á að fjár- munum yrði varið til að byggja upp upp- lýsingaöflun og rannsóknir í ferðaþjón- ustu. Sérstök framlög til rannsókna voru ákveðin og standa nú undir reglulegum at- hugunum á viðhorfi ferðamanna til þeirrar þjónustu sem þeir eiga kost á hér á Iandi. Utivistarmaðurinn Tómas Ingi fer gjarnan snemma morguns ígönguferð í Hlíðarfjalli. Sem formaður stjórnar Ferðamálaráðs Is- lands frá ársbyrjun 1999 hefur Tómas Ingi beitt sér fyrir því að koma á samstarfs- samningi milli Háskólans á Akureyri og Ferðamálaráðs. Tilgangurinn með slíku samstarfi er að sérhæfð rannsóknastofnun á sviði ferðamála verði starfrækt innan vé- banda Háskólans á Akureyri. Nú er svo komið að ferðaþjónustan sýnir rannsóknum mikinn áhuga og jafnframt hefur verið viðurkennt að rannsókna- og þróunarstarf er brýnt til að auka arðsemi í greininni. Háskólinn á Akureyri hefur brot- ið blað í sögu rannsókna og kennslu á sviði ferðamálafræði. Á öllum vett- vangi þessa máls, á Alþingi, í Rannsóknaráði rikisins og í Ferða- málaráði hafði Tómas Ingi frum- kvæðið og kom málunum í gegn. Vetraríþróttamiðstöð íslands Til þess að rjúfa þá stöðnun, sem orðin var á uppbyggingu vetrar- íþróttamannvirkja á Akureyri, beitti Tómas Ingi sér sérstaklega fyrir því að stofnuð yrði Vetraríþróttamið- stöð íslands á Akureyri með aðild ríkisins. Búið er að tryggja fjárfram- lög sem munu tryggja að gerbreyt- ing verður á aðstöðu til iðkunar vetraríþrótta á Akureyri og bærinn hefur Starfsferill •Kennari við Menntaskólann á Akureyri 1970-1991 • Aðstoðarskólameistari MA 1973-1983 • Hótelstjóri Hótel Eddu, Akureyri 1971-1973 • Ritstjóri íslendings 1984-1985 • Alþingismaður Sjálfstceðisflokksins í Norðurlandskjördœmi eystrafrá 1991 • Formaður Skógrœktarfélags Eyfirðinga 1983-1991 • / stjórn Skógrœktarfélags íslands 1985-1991 • Formaður Háiskólanefndar Akureyrar 1985-1987 • Sat ífyrstu stjórn Háskólans á Akureyri 1988-1990 •ístjórn Knattspyrnufélags Akureyrar 1988-1991 • Formaður Skipulagsnefndar Akureyrar 1990-1991 • í stjórn Slippstöðvarinnar á Akureyri 1991-1992 • Fulltrúi íþingmannasamtökwn Norður-Atlantsbafsríkjanna 1991-1993 • í Rannsóknaráði ríkisins 1991-1993 • Formaður sendinefndar Alþingis á þingi Öryggis- og samv.stofnunar Evróþu 93-95 • í Iðnaðarnefnd Alþingis 1991-1995 • í Menntamálanefnd Alþingis frá 1991 • 1 Umbverfisnefnd Alþingis frá 1991 • Fulltrúi íslands á þingi Evrópuráðsins frá 1995 • í vísinda- og tœkninefnd Evrópuráðsins frá 1995 • í Utanríkismála?iefnd Alþingis frá 1995 •Formaður Utanríkismálanefndar Alþingis frá aþríl 1998 • Varaformaður Ferðamálaráðs íslands 1993-1999 • Formaður Ferðamálaráðs frá 1999 fengið opinberlega viðurkennt forystuhlut- verk sitt á sviði vetraríþrótta. Þá hefur Tómas Ingi beitt sér fyrir þvi að Akureyri bjóði með sérstökum hætti þjón- ustu fyrir fatlaða ferðamenn en sá hópur ferðamanna er mjög vaxandi. I Vetrar- íþróttamiðstöð íslands á Akureyri hefur þegar verið tekið á þessu máii. í stofunni heima í Alfabyggð 20 á Akur- eyri ásamt eiginkonunni, Nínu Þórðar- dóttur. Þróun vetrarferðamennsku Nú sem stendur er Tómas Ingi, i samstarfi við Halldór Blöndal samgönguráðherra, að kanna möguleika á að þróa sérstaklega vetrarferðamennsku á Norðurlandi eystra. Eru hugmyndir um þá þróun m.a. sóttar til Finnlands. Uppbygging Háskólans á Akureyri Uppbygging Háskólans á Akureyri hefur verið mikið áhugamál Tómasar Inga frá upphafi. Hann var formaður þeirra tveggja nefnda á vegum Akureyrarbæjar sem undirbjuggu, ásamt ráðherranefnd ÍSLENDlrieð^ Afinn Tómas Ingi með dótturdœturnar Söm og Karen Rebekku. undir forystu Halldórs Blöndals, stofnun Háskólans á Akureyri og lögðu línur um verkefni skólans og skipulag. Stofnun kennaradeildar HA Tómas Ingi hafði frumkvæði að þvi gagn- vart menntamálaráðuneyti að samþykkt var að stofna til kennaradeildar við Há- skólann á Akureyri og fylgdi því máli eftir uns það gekk í gegn. Fyrsti byggingaráfangi HA Á liðnu ári beitti Tómas Ingi sér mjög fyr- ir því að samningur yrði gerður um fyrsta byggingaráfanga Háskólans á Akureyri. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi. Fjarkennsla og nýting upplýsingatækni Háskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri hafa haslað sér völl sem fjar- kennslustofnanir og Menntaskólinn á Akur- eyri verið valinn til að gegna forystuhlutverki í nýtingu upplýsingatækni við kennslu. Mik- ilvægt er að fylgja því eftir að þessar stofn- anir verði í broddi fylkingar í samskiptatækni og upplýsingamálum. Tómasi Inga er manna best treystandi til þess. Stefnumótun í málefnum upplýsingasamfélagsins Frá 1995 hefur Tómas Ingi setið í Vísinda- og tækninefnd Evrópuráðsþingsins og hef- ur t.d. skrifað skýrslur fyrir nefndina um sjávarútvegs- og orkumál. M.a. vegna starfa sinna í nefndinni var Tómasi Inga Tómas Ingi og Ólafur G. Einaisson, jbiseti Alþingis, áferð með foiseta þings Eistlands, Toomas Savi ogfrú, erþau komu bingað til lands í oþinbera heimsókn. 4

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.