Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 4

Faxi - 01.01.1942, Blaðsíða 4
4 F A X I höfn við sunnanverðan Faxa- flóa, en við héldum því hins vegar fram, að landshafnarhug- myndin mætti eltki verða þess valdandi, að hún beinlínis stæði fyrir eðlilegum og sjálfsögðum umbótum á lendingarstað Keflavíkur, því að hvar sem bátahöfn hefði verið eða verð- ur byggð við sunnanverðan Faxaflóa, þá heldur Keflavík áfram að vera útgerðarstaður, og þá þurftum við bætt skilyrði frá því sem var, fyrir okkur. Enda sýndi það sig svo á- þreifanlega á síðustu vertíð, að ekkí var unnt að búa við lend- ingarbætur þær, sem til voru, öllu lengur. Á sínum tíma var kosin nefnd af hreppsnefnd Keflavíkur- hrepps, Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur, Dt- gerðarmannafélagi Keflavíkur- hrepps og Fiskifélagsdeild Keflavíkurhrepps til þess að fylgjast með hafnarmálum Keflavíkur. Pegar það var ljóst að ekki var komizt hjá því að talsverð viðgerð yrði að fara fram til þess, að hafnargarður- inn væri nothæfur í nánustu framtíð, spurðist, nefnd þessi fyrir um það hjá fyrrverandi eigendum, hvort þeir hugsuðu sér að láta fram fara viðgei’ð og aukningu á hafnargarðinum. Svar þeirra var neikvætt, og var nú athugað, hvort eignirn- ar væru falar til kaups, og þá, fyrir hvaða verð. Vcrðtilboðið var krónur 360 þús., en það var sama upphæð og eignirnar voru fáanlegar fyrir árið 1938. Atvinnumálaráðherra og vita- málastjóri komu suður til Keflavíkur og gáfu hrepps- nefnd og áðurnefndri nefnd, yf- irlit yfir landshafnarhngmyiKÍ- ina og væntanlegar fram- kvæmdir í sambandi við hana. Frá mínu sjónarmiði, fannst mér ekki líta út fyrir, að neitt yrði gert í bví, á moðan núver- andi verðlag á efni og vinnuafli væri ríkjandi. Það þarf svo ekki að orðlengja þetta meir. Hrepp- urinn keypti mannvivkin og nú hefur verið varið um 100 þús. krónum til viðhalds á eigmm- um. En þetta er aðvúas fyvsta spor- ið. Það næsta er að fá fé ur rík- issjóði til þess að lengja hafn- argarðinn. Eg ætla að Ieyía mér að taka hér upp tillögu, setn samþykkt var á fundi í Sjáífstaðisfélagi Keflavíkurhrepps ml í haust, þar sem tillagan er ; sanmemi við skoðun mína á þessu máli. TiIIagan er svohljoðandi: »Sjálfstæðisfélag Keflavík- urhrepps skorar á líkisstjórn- ina að greiða Keflavíkur- hreppi þær krónur 350 þús., sem veittar eru á fjárlögum 1941 og 1942 til halnargerð- ar við sunnanverðan Faxa- flóa, og sé sú upphæð skoðuð sem framlag ríkissjóðs ti) lendingarbóta, en á móti komi frá hreppnum 3|fi hluL- ar heildarkostnaðar, enda sé kaupverð h a f n armann virltj a þeirra á Vatnsnesi, sem hrepp- urinn nýlega hefur keypt, innifalið í framlagi hrepps- ins«. Ég hefi orðið nokkuð orð- margur um þetta mál, en það er vegna þess, að ég tel að við- unandi lausn á þessu máli skipti meiru fyrir hreppsfélag- ið en nokkuð annað, byggðar- lag eins og Keflavík, sem bygg- ir alla sína framtíðarmöguleika á sjávarútvegi. Verður hún að hlúa þannig að sínum höfuðat- vinnuvegi, að viðunandi sé, þar sem hann er undirstaðan undir öðrum framkvæmdum byggða- lagsins. Annað stórmál, sem ég tel að beri að vinna að lausn á, nú á komandi kjörtímabili er raf- magnsmálið. 1 sambandi við það mál ætla ég að leyfa mér að birta eftirfarandi tillögu, sent samþykkt var á fundi í Sjálf- stæðisfélagi Keflavíkurhrepps nú í haust: »Sjálfstæðisfélag Keflavík- urhrepps samþykkir að skora á ríkisstjórn að gera á næsta Alþingi ráðstafanir til þess, að hægt verði, þegar í stað, er væntanleg stækkun véla til hagnýtingar orkunnar í Soginu, er fengin, að hefjast handa um leiðslu orkunnar um öll Suðurnes. 1 því sambandi leyfir fund- urinn sér að benda á, að nauð- synlegt verður að ríkið leggi frafn nokkurn hluta stofn- kostnaðar«. Eins og öllum er kunnugt, er rafstöð sú, sem hreppurinn rek- ur, þegar orðin ónóg fyrir byggðarlagið, og mun þess \egna tefja fyrir auknum iðn- rekstri og hagnýtingu afurða, sem óvíða liggur hetur við að reka heldur en einmitt hér. Ef Reykjavíkurbæ tekst að ná í vélasamstæðu þá, er nú vantar til hagnýtingar orkunn- ar í Soginu, en að því er verið að vinna nú, þá ber okkur að vera vel á verði um þaö að Suð- urnesin verði ekki á eftir öðr- um með að fá raímagnið. Að sjálfsögðu verður fyrirtæki sem þetta, að byggjast þannig upp að það geti staðið undir sér sjálft, svo það verði ekki byrði á íbúum Suðurnesja. Mér virðist líka ráð fyrir þessu gert í tillögunni. 1 þessum tveim málum verð- ur hreppsnefnd Keflavíkur- hrepps að vera vel á verði. Ýmis önnur mál eru sem bíða úrlausnar á næsta kjörtímabili, svo sem skólp- og vatnsleiðsla um byggðarlagið. Núverandi hreppsnefnd hefir látið fram fara rannsókn á þessum mál- um. Ég hefi ekki fullt yfirlit yfir tillögur þeirrar nefndar, sem með þau mál hefir farið, en á þessu kjörtímabili hlýtur grundvöllurinn að verða lagður fyrir framkvæmdir í þessa átt, því að með batnandi hag hreppsbúa, getum við meira lagt fram heldur en áður hef- ur verið. En að lokum þetta: Kefla- vík hefur á síðustu árum verið rnjög ört vaxandi þorp, sérstak- lega síðan 1935, en lega þorps- ins er þannig, að framkvæmdir verða mjög dýrar. Þess vegna má enginn búast við því,. að allt verði gert á stuttum tíma, en sú peningavelta, sem er hjá al- Framh. á bls. 6. i

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.