Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1947, Blaðsíða 2

Faxi - 01.05.1947, Blaðsíða 2
2 F A X I Landið milli Ytri- og Innri-Njarðvíkur- jarða var nefnt Fitjar og heitir svo enn. Þaðan voru sögð hvað mest landspjöll a£ landsigi og sjávarágangi. Þar átti að hafa verið byggt ból endur fyrir löngu og landgæði nóg, en allt það land var talið liggja á sjávarbotni. Þannig sagðist gamla fólkinu frá. Skal nú vikið að gömlum heimildum um Keflavíkurjörð. Arið 1703, síðari hluta sumars, eftir al- þing, ferðuðust þeir Arni Magnússon assessor og Páll Vídalín lögmaður um Suð- urnes. Hafði konungur skipað þá árið 1702 til þess að virða upp allar jarðir landsins og lýsa högum bænda og búenda. Fóru þeir um landið árin 1702 til 1707 til þess að gera nýja jarðabók yfir allt landið „og athuga hver að væri meðöl til að afkoma þeim ýmsum ósiðum, er innsmognir væru“ segir Páll Vídalín sjálf- ur í annál sínum. Erindi þeirra þetta síðsumar um Suður- nes var því að skrá jarðir þessara bvggða og kynna sér hagi bænda. Riðu þeir um með fylgdarmönnum og skrifara og höfðu mikinn útbúnað, tjöld og hesta. Þeir lögðu upp frá Bessastöðum þann 12. ágúst, fóru um Hafnarfjörð og þaðan suður hið efra með fjalli til Grinda- víkur. Þaðan fóru þeir niður í Hafnir, út á Hvalsnes, til Utskála og svo innúr um Njarðvíkur og Vatnsleysuströnd allt inn til Sunda. Auðséð er af annálum, er skráðir voru þessi ár, að ferðir þeirra um landið hafa vakið athygli og þótt mikill og mestur viðburður í lífi þjóðarinnar. Þeir Arni Magnússon og Páll Vídalín settust venjulega um kyrt á prestssetrun- um, reistu þar tjöld sín og bjuggu um sig sem bezt. En bændum var gert að skyldu að koma til þeirra heim á prestssetrin. Keflavíkurbóndinn ,sem þá var, hefur því orðið að taka sér ferð á hendur, um miðjan september, út að Otskálum til þess að lýsa jörðinni og högum sínum. Keflavíkurjörð er þannig lýst: „Hér er fyrirsvar ekkert. Jarðardýrleiki óviss. Eigandinn Kongl. Majestat. Abúandinn Halldór Magnússon. Landskuld XXV álnir betalast I vætt og II fjórðungum fiska í kaupstað í reikn- ing umboðsmannsins á Bessastöðum. Við til húsabótar leggur ábúandinn. Kúgildi ekkert. Kvaðir eru mannslán, en fellur niður fyrir bón kaupmannsins í Keflavík fyrir vöktun búðanna. Kvikfénaður I kýr, I hross, 1 foli þre- vetur. Fóðrast kann I kýr naumlega. Heimilismenn VI. Skóg til kolagerðar hefur jörðin í al- menningum. Torfrista og stunga víðsæmandi. Lyngrif í heiðinni nokkuð. Fjörugrastekja nægileg. Eldiviðartak af fjöruþangi hjálplegt. Rekavon lítil. Hrognkelsafjara varla reiknandi. Skelfiskfjara nokkur. Heimræði er hér árið um kring og ganga skip ábúandans eftir hentugleikum. Inntökuskip eru hér engin. Lending slæm. Engjar öngvar. Utihagar í betra lagi. Vatnsból í allra lakasta lagi sumar og vetur. Kirkjuvegur langur og margoft ófær um vetrartíma". Af þessari lýsingu Keflavíkurjarðar sjá- um við, að Keflavík hefur ekki verið stór jörð, heldur miklu fremur kotbýli, þó er greinilegt, að jarðarlandið hefur verið ólíkt grasgefnara en þekkst hefur um langan aldur. Torfrista og stunga, sem talin eru við- sæmandi, talar sínu máli. Grasvöxtur hef- ur þá verið mikill og er af því auðsætt, að uppblástur hefur eytt jarðvegi og gróðri á þeim 243 árum, sem liðin eru síðan jarð- armatið fór fram. Enda sáust greinilegar leifar af uppblæstri ennþá um síðustu alda- mót. Uppi á Melunum fyrir ofan kauptúnið voru þá enn eftir, hingað og þangað, nokkrar torfur, eins og dálitlar eyjar á berum sandmelnum. A þessum torfum var þéttur grassvörður; af þeim mátti og greinilega sjá jarðlagið og þykkt moldar- innar, er var vel mannhæð. Er vindar blésu og jörð var þurr, mátti sjá mórauða mekki bera við loft yfir Mel- unum. Þar voru að hverfa út í veður og vind hinar síðustu leifar gróðurmoldar- innar, er eitt sinn, fyrir ævalöngu, hafði þakið Keflavíkurjörð. En þessar minjar eru nú löngu horfnar. Kvaðir um mannslán mun láta undar- lega í eyrum nútímamanna, en svo sem kunnugt er, hafði konungsvaldið eða um- boðsmenn þess á Bessastöðum, lagt á herð- ar manna hinar þyngstu skyldur, er þeir urðu að inna af hendi kauplaust, auk þess urðu þeir venjulega að fæða sig sjálfir. Bændur voru skyldugir að leggja til menn á skip Bessastaðamanna, er þeir höfðu í aflabeztu verstöðvunum, verka fisk þeirra og skila þurrum og óskemmd- um í kaupstað, vinna að húsagerð og landbúnaðarstörfum, bera fálka og margt fleira. T. d. voru sumir Innnesjamenn skyldir að bera fálka frá Bessastöðum til Kefla- víkur og Bátsenda, þegar þaðan voru sendir lifandi fálkar með verzlunarskip- unum til Danmerkur. Allar þessar kvaðir lágu sem þungt farg á landsmönnum og voru orðnar nær óbæri- legar, er þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín sömdu jarðabókina. Keflavíkurbóndinn hefur verið laus við allar þessar kvaðir, en í staðinn hefur hann verið þjónn Keflavíkurkaupmannsins og gætt verzlunarbúða hans á vetrum, er kaup- maður var brottsigldur. Njarðvíkurbændur hafa, sem aðrir, yfir mörgu að kvarta. Bóndinn í Innri-Njarðvík kvaðst verða „að gegna gisting þeirra frá Bessastöðum, umboðsmannsins, sýslumanns og þeirra fylgdarmanna, hvenær sem þá aðber“ og

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.