Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1947, Blaðsíða 8

Faxi - 01.05.1947, Blaðsíða 8
8 F A X I Fanggæzlan Hér áður fyrr tíðkaðist mikið að róa á opnum áraskipum, og voru þá víða sjó- búðir og þá fenginn kvenmaður til þess að sjá um mat og annan aðbúnað fyrir skips- hafnirnar og fengu þessir kvenmenn nafn- ið fanggæzlur. Margt hefir verið ritað um aðbúnað sjó- manna á þessu tímabili, en um störf og aðbúnað fanggæzlunnar hefir lítið verið ritað, þótt það sé efni í stóra bók. A hinum liðnu árum hefir nafnið fang- gæzla, svo að segja horfið, en í staðinn hefir komið nafnið ráðskona. Líf og starf hinnar fornu fanggæzlu og ráðskonu nú til dags hefir lítið breyst, starfinn er í því fólginn að sjá skipshöfninni (land- og sjómönnum, venjulega 12 manns) fyrir fæði, og sjá um ræstingu á sjóbúðinni. Það er mikið og vandasamt starf að vera góð ráðskona nú til dags, enda bera sjó- menn mikla virðingu fyrir þeim kven- mönnum, sem gegna þeim starfa vel. Aðbúnaður ráðskonunnar nú til dags, er mjög misjafn, í Sandgerði og víðar mega ráðskonurnar gera sér að góðu að sofa í koju í sjóbúðinni innan um alla skips- höfnina, og geta allir sem til slíks þekkja, gert sér í hugarlund hvað slíkt er óvið- eigandi og ónæðissamt, en fanggæzla vorra tíma er enginn eftirbátur fortíðarinnar, og ber sitt erfiða starf og strit með mestu prýði. En með vaxandi nýsköpun sjávar- útvegsins, -verður aðstaða fanggæzlunnar að sjálfsögðu bætt á viðunandi hátt, og nafn hennar skráð með nöfnum íslenzkra afrekskvenna. hvort ekki væri hægt að fara að dæmi Arnesinga og stofna hér fleiri slík félög. Væru nú mörg slík átthagafélög starf- andi hér í Keflavík, þá gætu þau leigt sér sameiginlegt húsnæði, t. d. eina stofu í Sjálfstæðishúsinu, sem nú mun vera leigt út til fundarhalda fyrir smærri félags- skapi og vænta má að sé tiltölulega ódýrt. Mundu þá félögin skipta kvöldunum á sig til fundarhalda, eftir því, hve mörg félögin væru og hversu oft þeim sýndist að halda fundi sína. Arsfagnaði sameiginlega héldu félögin svo i öðru hvoru samkomuhúsi þorpsins Fanggæzlu ævintýr. Fanggæzla Z hafði aldrei verið fang- gæzla áður, en nú hafði hún tekið að sér þennan starfa og gegnt honum með prýði í 6 vikur. Hún var aðeins 19 ára gömul, há og grönn með mikið dökkt liðað hár. Það var landlega, og auglýst ball, já auðvitað ætlaði fanggæzla Z á ballið, sitt fyrsta ball í verinu. Fanggæzlur hafa það fyrir sið að neita sjómönnum ekki um danz, og það þó þeir séu undir áhrifum víns, því þær skilja vel afstöðu sjómannsins til víns og vífs. Danzinn var byrjaður þegar fanggæzla Z kom í danzsalinn. Hún var ekki nema rétt sest, þegar ókunnur gestur kom og bauð henni upp í danz, maðurinn virtist vera undir áhrifum víns, enda nokkuð valtur á fótunum, eftir augnablik svifu þau inn í iðandi og danzandi mannþröng- ina, en eftir augnablik urðu þau fyrir á- rekstri og duttu bæði á gólfið, og kvað nú við hlátur nærstaddra út af óförum þeirra. Fanggæzla Z stóð fljótt upp, og rétti gestinum hendina, og reisti hann þannig á fætur, síðan héldu þau danzin- um áfram. Eftir stutta stund hætti músík- in, það var hlé á milli danza. Fanggæzla Z hafði lokið sínum fyrsta danzi í verinu, hana þekkti enginn, en á hinni prúðu og látlausu framkomu mátti sjá, að hún var fanggæzla. Klukkan 2 um nóttina var danzinn búinn, fólkið flýtti sér að komast út, og fanggæzla Z lenti í þrengslum, en þá kom henni til aðstoðar þrekinn, hár, dökk- hærður sjómaður, sem ruddi henni braut til útgöngu, þegar út kom urðu þau sam- ferða, um ævintýri dökkhærða sjómanns- og ættu þau á þann hátt að geta tryggt sér nægjanlega þátttöku. Ég segi þetta vegna þess, að ég hefi sannfrétt að hóf það sem Arnesingafélagið hélt núna á dögunum fyrir meðlimi sína og gesti þeirra, og sem í alla staði þótti prýðisgott og skemmti- legt, mun alls ekki hafa borið sig fjár- hagslega, vegna hins mikla kostnaðar, sem nú ætlar að sliga allt skemmtanalíf, enda er það margsannað, að lítil félög, sem halda fámennar samkomur, ráða ekki við slíkt, og væri því, eins og að framan er bent á, skynsamlegt fyrir mörg skyld félög, ef til eru, að slá saman og styðja Átthagaóður fluttur í hófi Árnesingafélags Keflavíkur Heill og heiður öld hrópum vér í kvöld fyrir þeim, er fylla vorar raðir. Oskum öllum þeim auðnu, þegar heim til sín aftur halda heilir, glaðir. Árnesinga óð undirtaki fljóð, menn og börn, sem mætt hér kunna vera, fyrsta hóf er hér höldum saman, vér góðan ávöxt ætlum héðan bera. Bindum tryggðaband, bezt við þjóð og land, átthaga og ættasamband gerum. Kærleik keppum að, kærast sé oss það, heilladygðir héðan að vér berum. Árnessýsla á eflaust flest, sem má prýða landið, lýð til heilla snúa. Blómgist byggðin þar. Blessist allsstaðar auðna þeirra, þar sem vilja búa. Tómas Snorrason. ins og fanggæzlu Z getur enginn sagt nema skuggar mars-næturinnar. Hjálmar Theódórsson. þannig hvert annað við að hrinda hlið- stæðum áhugamálum fram til sigurs. Eg hefi nú þessi orð mín ekki fleiri, ég óska hinu nýja félagi, Árnesingafélag- inu, til hamingju með framtíð þess og störf er mótast af gullfalleg-u kvæði, er Tómas Snorrason flutti því á þess fyrstu skemmtisamkomu, og ég ætla að vona, að þessi félagssamtök megi eflast með árum og að önnur átthagafélög rísi hér upp, er starfa á svipuðum grundvelli til gagns og gleði fyrir þá sem búa að heiman. H. Th. B.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.