Faxi - 01.05.1947, Blaðsíða 6
6
F A X I
Fjörugrjót
Meðan krónuseðlarnir voru í umferð var
ekki óalgengt að menn sæju stöku spjátr-
unga fleygja þeim frá sér, með fyrirlitn-
ingu, og segja eitthvað á þá leið, að þetta
væri bara bréf, eða jafnvel enn óvirðulegri
orð. I þessu fólgst fyrirlitning fyrir verð-
mætum, og þeim var fleygt. Ef til vill
hefur þá, sem þetta gerðu, ekkert munað
um krónur þær, sem þannig fóru. En mér
kom oft til hugar, er ég sá þessar aðfarir,
að þeir menn sem þetta gerðu væru eins
vel vísir til að kasta frá sér einhverju því,
er meira gildi hefur fyrir þá og aðra, en
þessar pappírskrónur. Þeir tímar eru ekki
löngu liðnir að menn héldu fast í hverja
krónu, þó úr pappír væri. Og það ástand
er ekki langt að baki, þar sem ein lítil
króna gat haft sína úrslitaþýðingu fvrir
hvern einstakling og jafnvel allstóran hóp.
En þetta kemur víðar fram en í peninga-
og viðskiptamálum. Mörg þau andlegu
verðmæti, sem áður voru i miklum met-
um eru nú vegin og léttvæg fundin. Mörg
þeirra menningarverðmæta, sem allt til
þessa hafa þótt prýða hvern einstakling
og þjóðarheild, virðast nú æði oft fótum
troðin. Það er því líkast sem þau munu
deyja út með kynslóð þeirri, sem nú er
að kveðja eða er á förum. Það þarf ekki
en þorskinn einan saman. Til dæmis ýsu.
Hafði hann ekki heyrt um ýsuna, sem
veiddist í Garðsjónum, þetta hnossgæti,
eða flyðrur suður í Grindavíkursjó?
Stundum veiddist meira að segja stein-
bítur við Vatnsnesklettana og marhnútar
við Duusbryggju, en marglittur moruðu
um allan sjó, einkum í tunglsljósi“.
Er hér var komið ræðu minni fór gest-
urinn að tala um „Framför með fjórum
hönkum“, eina af myndum Helga.
Hann sagði hana vera til fyrirmyndar.
Hafa mætti fleiri hanka á myndum, sex,
átta, tíu, eða þar til áhorfandinn sæi allt í
hönk eða ekkert nema hönk(l).
gamla menri til að minnast orðheldni
margra eldri manna. Það mátti um marg-
an segja, að betri voru loforð þeirra en
handsöl fjölda nútíma manna. Það er
áberandi, hve erfitt er að treysta því, sem
menn lofa. Yfirleitt er afar auðvelt að fá
góð loforð hjá mörgum, en verra er með
efndirnar. Gengur þetta oft svo langt að
furðu sætir. Menn víla ekki fyrir sér að
svikja hvað eftir annað gefin loforð, bæði
í stærri og smærri málum, þó þeim sé
innan handar að standa við þau. Þettá
kemur kannski einna bezt fram þegar
menn glæpast á að lána kunningjum sín-
um bók. Þó marglofað hafi verið að skila
bókinni, á maður í miklu fleiri tilfellum
víst að sjá hana aldrei aftur. Ekki af því
að lántaki kjósi að eiga bókina, heldur
blátt áfram af því að hann hefur lánað
einhverjum öðrum hana, sem svo hefur
e. t. v. lánað hana enn öðrum, eða máske
týnt henni. Þetta er ljótur siður og setur
leiðan blett á þann, er óorðheldninni veld-
ur. Ekki er þó svo að skilja að við nú-
tímamenn séum eftirbátar eldri manna í
öllum fögrum dyggðum. En við ættum
að setja okkur það markmið að vera ekki
eftirbátar fyrri kynslóða í neinu því, sem
gott getur talizt.
Einhver leiðasti löstur fyrri kynslóða,
sumra hverra a. m. k., var drykkjuskap-
urinn. Ekki verður víst með sanni sagt
að við stöndum þeim í því langt að baki.
Þá þótti mörgum ekki tiltökumál þó menn
lægju drukknir fyrir hunda og manna
fótum, þegar lestaferðir voru farnar. En
nú veldur það engu hneyksli, þótt slíkir
atburðir hendi sama manninn vikulega
t. d. á danzsamkomum. Eiga þó ekki allir
þar óskipt mál, sem betur fer.
Punktur og ný lína.
Ég óska félaginu margra sýninga í fram-
tíðinni, en félagsmönnum meiri þroska,
þekkingar og andagiftar við föndur sitt
með liti pensil og léreft.
En persónulega þykir mér ástæða til að
þakka Arinbirni og Helga þátt Keflavíkur
í þessari sýningu.
Fyrir tveim árum sýndu þeir nokkur
málverk hér i Keflavík. Varð sú sýning
allmörgum til uppörfunar við litaföndur,
og má vænta þess, að fleiri en tveir Kefl-
víkingar taki þátt í næstu samsýningu
frístundamálara.
—krp—
Engum dylst los það og lausung, .wn
oft er svo áberandi í athöfnum manna og
framkomu. Menn sýna frekju, ósvífni og
dónaskap í daglegri umgengni, einkum
þeim, sem gegna opinberum störfum í
þágu almennings. Flest störf þessara
manna eru lögð út á versta veg. F'.est
eða öll eiga þau að vera unnin í eigin-
gjörnum tilgangi. Ekki er því að neiia,
að til eru menn, sem þetta hendir. En í
lang flestum tilfellum er hér um iil-
gjarnan rógburð að ræða, sem engan stað
á í veruleikanum. Sá, sem vinnur í þágu
almennings hefur mjög oft slæma aðstöðu
til þess að verja hendur sinar þótt rógur-
inn og dylgjurnar gangi allt umhvertis
hann. Það er hvíslað og pískrað í hvetju
skúmaskoti og svo þykist enginn hafa sagt
nleitt. Maður sagði mér, en blessaður
hafðu mig ekki fyrir því. Ef til vill er
þetta einn leiðasti blettur íslenzkrar menn-
ingar: óhreinlyndið, og undirlægjuhattur-
inn, smjaðrið og fagurgalinn upp í eyr-
un. En þessi ljóti löstur virðist hafa fylgt
þjóð vorri æði lengi. Að líkindum ber mest
á þessu í þorpunum. Er það og raunar
von, því þar er jarðvegurinn beztur fvr'r
starfsemi sem þessa. Skemmtanalíf er þar
lítið og fábreytt og verður þá hverjum
fyrst fyrir að grípa til þess, sem næst er
og áhættuminnst: að naga bakbeinin á
náunganum. Sumu fólki er líka svo gjarnt
á að vilja hafa áhrif á breytni meðbræðta
sinna og systra, að þeim getur alls ekki
skilist, mér liggur við að segja, þó að sál-
arheill þeirra sé í voða, að þeim kemnr
náunginn svo afar litið við. Þá varðar, í
lang flestum tilfellum, ekkert um hn.g
hans og framkomu. Hann á sama rétt á
sinni breytni og ég á minni, þó hún sé
eitthvað frábrugðin. Það er ábyggilega mál
til komið að menn fari að temja sér meiri
gætni í dómum sínum um náungann.
Slúðrið og þvaðrið, upplognar sakir og
illvilji er nógu lengi búið að þróast ineð
okkur Islendingum og vinna nógu mikið
illt þó við förum að draga svolítið úr því.
Þvi miður mun kvenþjóðin eiga sinn þátt
í þessari leiðu iðju. Kaffibollarnir í eld-
husinu og klíkuboð hafa mörgu illu komið
af stað, ekki síður en fréttaburður föru-
kvennanna forðum. Manni kemur oft til
hugar, að þegar konur verða búnar að fá
þá aðstöðu, sem þær virðast keppa svo
markvisst að, að vera „æðstráðandi til sjós
og lands“ geti farið svo að hið aukna frí
þeirra geti komið til með að hvíla æði
þungt á baki náungans og nábýliskonu.