Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1947, Blaðsíða 7

Faxi - 01.05.1947, Blaðsíða 7
F A X I 7 Þorparar Allir kannast við orðið þorpari. Það er venjulegast notað sem skammaryrði um þá menn sem eru ófyrirleitnir ribbaldar, jafnvel drykkjusvolar og þess háttar. Hvernig skyldi nú standa á að þessi merk- ing skuli hafa verið lögð í þetta orð, því í fornmáli er þetta orð aðeins notað um þá sem í þorpum búa, en alls ekki sem skammaryrði? Það virðist svo, að þjóðin hafi orðið þess vör á seinni tím- um að þeir sem í þorpunum búa séu ekki eins heflaðir í umgengni eins og þeir sem ala aldur sinn nær íslenzkri náttúru upp til sveita. Þetta mun allt til síðustu tíma hafa þannig verið, og jafnvel enn í dag mun að öllum jafnaði þetta eiga sér stað yfirleitt. Það væri dálítið gaman að gera sét grein fyrir af hverju þetta stafar, og sennilega mun margt liggja þar til grundvallar þó eitt sé víst, að umgengni utanhúss í þorpunum, og skortur á feg- urðarsmekk í skipulagningu bæjanna (þorpanna) eigi þar sinn drýgstan þátt. Það mun nú orðið almennt viðurkennt, að umhverfið hafi mjög sterk uppeldis- áhrif á einstaklingana, og ef maður með það í huga ferðast um sjávarþorp á ls- landi, verður maður ekki undrandi vfir því,þ ó þessi merking á orðinu hafi kom- ist inn í málið. Það er í rauninni nóg að Eins og allar aðrar stéttir gera konur nú sífellt auknar kröfur til aukinni lífsbæg- inda og betri aðbúnaðar. Er það í ntörg um tilfellum réttmætt. Og enginn skyld'' minnast hins liðna í lífi margra kvenna, nema með þeim ásetningi, að nútírna kon- an skuli aldrei þurfa að líða slíkt. En svo koma allar kröfurnar, sem konan gerir. Vildi ég í allri vinsemd leyfa mé: að spyrja, hvar taka skal fé til að fullnægja þeim. Eiginmaðurinn má vinna alla daga, oft helga jafnt sem virka, 10 til 18 tíma í sólarhring, hefur ekki einu sinni tíria til að aflaga brotin í sparibuxunum, svo konan losnar alveg við að „pressa“ þær, en hún heimtar öll þau þægindi, sem feng- hafa séð eitt fiskiþorp á landi voru, þau eru lík hvert öðru, þar virðist ríkja sá hugsunarháttur meðal flestra, sem fólst í orðum eins bæjarfulltrúa í höfuðstað Vest- urlands er bæjarstjórnin hafði látið leggja fiskreit yfir velhirtan blómagarð sem var í hjarta bæjarins. Hann sagði við mig þegar ég fór að finna að þessu: „Hér eig- um við ekki að liugsa um annað en grjót- ið og gol-þorskinn“. Hann hefur eflaust haft dálítið til síns máls. En ég vil segja að maður lifir ekki á einu saman brauði. Við þurfum líka að hafa eitthvað til að horfa á annað en grjót og gol-þorsk. Við verðum að gera þá kröfu til forráðamanna bæjanna að þeir gangi á undan í því að prýða bæina eins og mögulegt er, og hafi vakandi auga fyrir því að bæirnir séu vel hirtir. Ef við lítum nú á bæinn (þorpið) okkar Keflavík, dylst engum að þar vantar mikið á, að sæmilegt geti talizt. Allar göt- ur eins og forarvilpa. Við aðalgötur bæj- arins er fult af mjög óhuggulegum hálf- dottnum skúrum, sem leggur óþef af þeg- ar hitnar í veðri, brotnar girðingar um húslóðir, fjárhúskofar úr marglitum báru- járnsnepplum ganga jafnvel inn í göt- urnar og margt fleira af slíku tagi sem allir hljóta að sjá, ef þeir vilja. Það er engin afsökun þó menn vilji halda því fram að t. d. þessir skúrar tilheyri útgerð- inni, og séu þar af leiðandi einn þáttur í lífæð bæjarins, það eru nógir staðir fyrir þá annarsstaðar en við aðalgöturnar. Það sem vantar er auga fyrir þessum málum af þeim sem hér búa. Það hefur oft verið svo, þegar heitt hefur verið í veðri að það hefur varla verið komandi í vestur- hluta bæjarins í kring um Dráttarbraut- in verða fyrir peninga. Getur þar af leið- andi oft lokið heimilisverkunum á 1 til 4 tímum. Taki stór hluti kvenna og karla ekki framförum í umtali og afskiptasemi sinni um náungann, má vera að hann hafi fundið fyrir frístundastarfi þeirra áður en langt um líður. Sem betur fer, er þó stór hluti kvenna laus við þetta ofboðsiega ástand. En konur ættu að setja sér það markmið að þær væru fleiri. Þarna er stórt verk að vinna fyrir kvenfélógin. Losni kvenfólkið við þetta, munu karl- mennirnir heltast úr lestinni í þcssu sem öðru, ekki er nú karlmennskan meiri en það. Skúmur. ina fyrir óþef af rottnandi fiskúrgangi. Þetta verður að lagast og það sem fyrst. Ég veit að það er von margra hér í bæ, að hin svo til nýkjörna hreppsnefnd geri sitt bezta til að bæta úr þessum ágöllum því þar er margt af ungum áhugasömum mönnum um velferðarmál bæjarins sem hafa haft tækifæri til að kvnnast hvernig er hagað þrifnaðarmálum annarra bæja, þar sem menningin er meiri. Það er trúa mín, að þegar þeir sem í þorpum búa eru komnir á það menning- arstig, að kunna að hirða og prýða þorpið sitt, þá muni ástæðurnar fyrir því að orðið þorparar breytti sinni upprunalegu merk- ingu hverfa, og það verði ekki lengur notað sem skammaryrði. Ég vona það ein- dregið, að forráðamenn þessa litla bæjar- félags seti metnað sinn í að gera sitt til, að bæta úr þeim ágöllum sem ég hef þegar minnst á, svo Keflavík geti verið í framtíðinni laus við að ala upp „þorpara“ í þeirri merkingu sem það orð hefur verið notað nú um hríð. P. E. r Atthagaféiag Nýlega var stofnað hér í Keflavík Ar- nesingafélag. Formaður þess er Ingimund- ur Jónsson kaupmaður, en aðalhvatamað- ur að stofnun þess mun hafa verið Tómas Snorrason. Er markmið félagsins, eins og er hjá öðrum slíkum félögum í stærri kaupstöðum og bæjum, að vernda minn- ingar frá heimahéraðinu með því að gefa aðfluttum samhéraðsmönnum kost á að koma saman og skemmta sér innan vé- banda félagsins. Einnig að vinna að því að viðhalda og efla sambandið milli hinna brottfluttu og þeirra sem heima búa. Virð- ist slíkur félagsskapur eiga fullan rétt á sér, enda er grunntónninn fagur, þar er að verki hin ramma taug, er rekka dreg- ur föðurtúna til. I Reykjavík eru slík félög algengust, enda er þar fjölmenni nóg. Þar á svo að segja hver sýsla landsins sinn félagsskap, sem markvisst vinnur að heill sins héraðs og greiðir götu þeirra, sem þaðan eru fluttir. Arnesingafélagið hér í Keflavík er fyrsta tilraunin, sem hér hefir verið gerð í þessa átt, og er fyllsta ástæða fyrir fólk annarra héraða, sem hér er búsett, að gefa því gaum og athuga,

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.