Faxi - 01.05.1947, Blaðsíða 4
4
F A X I
Vorið er komið
sagt á verzlunarskipi. Hafði Hallgrímur
hætt námi til þess að fylgja Guðríði út til
Islands. Hefur hann án efa vel séð, hver
kjör biðu sín hér, er hann kaus þennan
kost.
Sýnir hinn fagri ferðasálmur, er hann
orti áður en lagt var í haf, hve örugglega
hann hefur falið sig Guðs handleiðslu.
Grímur bjó þá í Ytri-Njarðvík. Hann tók
Guðríði á heimili sitt og fæddi hún þar
fyrsta barn þeirra Hallgríms það sama
sumar.
Reyndist Grímur þeim hinn bezti vin-
ur. Mun Guðríður hafa dvalið í Ytri-
Njarðvík í umsjá Gríms og konu hans,
þar til hún giftist. En Hallgrímur vann
eyrarvinnu hjá Keflavrkurkaupmanni um
sumarið.
Grími bónda hefur auðsýnilega verið
áhugamál að hjálpa þeim enn betur. Hinn
19. maí 1638 ritaði hann bréf til þess að
leita samskota til handa Hallgrími í fjár-
sektina, er hann var fallinn í. Bað hann
„góða menn á Suðurnesjum gefa honum
1, 2, 3 fiska eftir því sem Guð blési sér-
hverjum i brjóst".
Grímur komst í mál út af bréfi þessu
vegna þess, að hann hafði ritað, að hirð-
stjórinn, Pros Mundt, hafi gefið í sitt
vald barnssektina og ætlaði að láta nægja
8 vættir fiska í stað 18 vætta.
Er Grímur kom fyrir Kálfatjarnarþing
hið sama haust, gat hann ekki sannað mál
sitt, kvað vitni sigld. Var hann því dæmd-
ur fjölmælismaður og bréfið nefnt lyga-
bréf, „hugðu þó flestir að hann mundi
satt mæla“ segir í ævisögu séra Hallgríms.
(Gestur Vestfirðingur V. árg.)
Mál þetta kom fyrir alþing 1639. Var
Grímur þar. dæmdur í 20 dala sekt til
fátækra og Kálfatjarnardómur staðfestur.
Voru þó margir er lögðu honum líknar-
orð.
Þannig voru launin fyrir að greiða veg
þess manns, er átti eftir að verða einn
hinn mesti skáldsnillingur Islendinga og
hefur svo löngum farið.
Um samskotin í sektargjaldið er ekki
vitað, en hitt er víst, að það hefur verið
greitt, því annars hefðu þau Hallgrímur
og Guðríður ekki getað gifst.
Er sennilegt að hinir fátæku bændur á
Suðurnesjum hafi lagt þar til sinn skerf.
En Grímur bóndi í Njarðvík hefur enn
sem fyrr verið þeim hliðhollur.
Eftir giftingu þeirra bjuggu þau í Baulu-
fæti (Bolafæti), sem var hjáleiga frá Ytri-
Enn er vorið að koma yfir sveit og sæ.
Þegar vorið er f vændum, er það öllum
tilhlökkunarefni. Þegar það er komið, er
það uppfylling vonanna um meiri hlýju
og bjartari daga.
Tilhugsunin um vorið og sólskinið
hefir heillað kynslóðirnar alla tíð. Þá hef-
ur uggurinn og óttinn, sem skammdeginu
fylgdi, horfið í léttum fögnuði yfir sigri
lífsins, og alls hugar fegnir hafa menn
tekið á móti vorinu, hinir eldri með vax-
andi athöfnum, og hinir yngri með leik
og lífsgleði.
Og þegar vorið er komið yfir landið „á
sólgeislavængjunum breiðum", er því flutt-
ur fagnaðaróður, stundum í söng eða ljóði,
en oftar þó í þögulli aðdáun hinna mörgu,
sem vinna verk sín hljóðir.
Það tók að líða á vetur. Bjartur vor-
morgunn var úti fyrir glugganum. Hvað
skyldu margir af þeim, sem á undan okk-
Njarðvík og rétt við túnfótinn. Hafa þau
eflaust verið þar í skjóli Gríms.
Munnmæli, er lifðu enn syðra um síð-
ustu aldamót heyrði ég um dvöl þeirra í
Bolafæti. Attu þau að hafa búið þar nokk-
ur ár. Sagt var að Hallgrímur hefði á
sumrum unnið hjá Keflavíkurkaupmanni,
en gengið heim og heiman kvölds og
morgna.
Nálega 250 árum síðar bjó niðji þeirra,
séra Hallgríms og Guðríðar, í Bolafæti
um mörg ár. Það var Magnús smiður
Arnason, hinn mesti atorku- og sæmdar-
maður, faðir Vigfúsar skipasmiðs í Veg-
húsum í Keflavík. En Magnús var sjöundi
maður frá séra Hallgrími.
Arið 1703, um vorið, var manntal á Is-
landi skráð í fyrsta sinn.
Þá var heimilisfólk í Keflavík eftirtaldir
6 menn:
Halldór Magnússon sem þar býr 52 ára.
Hallgerður Arnadóttir kona hans 42 ára.
Jakob Halldórsson sonur þeirra 22 ára.
Þorbjörg Nikulásdóttir dótturbarn þeirra
j ara.
Guðríður Þorsteinsdóttir vinnukona 32
ára.
ur eru gengnir, eiga vorinu og vorhugð-
inni það að þakka, að þeir gátu „haldið
áfram“, búið í haginn fyrir þá sem komu
næst, og skapað þeim brautargengi ?
Það er auðskilið mál hvers vegna Is-
lendingar hafa fagnað vorinu svo mjög sem
raun er á, og hvers vegna vorið er svo
áberandi þáttur í viðfangsefnum skáld-
anna, svo að okkur finnst að við skiljum
þau bezt, þegar þau tala um vorið. Það
er endurminningin um tvísýna baráttu við
ís og vetur, sem þessu veldur, arfur, sem
liggur fólginn í vitund manna. Ekkert
haggar við honum nú annað en þessi já-
kvæða tjáning náttúrunnar. Við trúum
ekki á neinn ísavetur lengur.
Þeir sem mest hafa dáð vorið og látið
í ljós hug sinn til þess eru skáldin. Það
sem alþýðumaðurinn hefur hugsað um
það en ekki orðfært, hafa skáldin búið
ívafi orðlistar sinnar. Þau hafa túlkað ilm-
Gunnhildur Þorgeirsdóttir tómthúskona
52 ára.
Um ætterni Halldórs er ég ekki fróð,
en Hallgerður kona hans hefur án efa
verið dóttir Arna bónda á Stóra-Hólmi í
Leiru Jakobssonar, (Arni býr þar 1703,
82. ára) en hann var sonur Jakobs bónda
á Þorkötlustöðum í Grindavík, Helgason-
ar.
Þorbjörg litla, dótturbarn þeirra Kefla-
víkurhjóna, var frá Stóru-Vogum. Þar
voru foreldrar hennar húshjón (1703) þau
Auðbjörg Halldórsdóttir og maður hennar
Nikulás Þóroddsson. Þar er einnig skráð
Þorbjörg dóttir þeirra, sögð vel 3. ára.
Getur hvorttveggja verið að telpan sé sú
hin sama og skráð er í Keflavík, eða að
dæturnar hafi verið tvær með sama nafni.
Sá siður var algengur fyrrum, að for-
eldrar létu börn sín, tvö eða þrjú, heita
sama nafni. Mun sá siður hafa átt rót sína
að rekja til hins mikla og ægilega barna-
dauða, er þá lá eins og mara á þjóðinni. En
áhersla var lögð á það, að þau nöfn ætt-
arinnar lifðu, er mest voru í heiðri höfð.