Faxi - 01.01.1953, Síða 7
F A X I
7
Vaktaskipti læknanna í Kcflavík:
31. jan. til 7. febr. Björn Sigurðsson.
7. til 14. febr. Karl G. Magnússon.
14. til 21. febr. Pétur Thoroddsen.
21. til 28. febr. Bjöm Sigurðsson.
28. febr. til 7. marz. Karl G. Magnússon.
7. til 14. marz. Pétur Thoroddsen.
14. til 21. marz. Bjöm Sigurðsson.
21. til 28. marz. Karl G. Magnússon.
28. marz til 4. apríl. Pétur Thoroddsen.
4. til 11. apríl. Björn Sigurðsson.
11. til 18. apríl. Karl G. Magnússon.
18. til 25. apríl. Pétur Thoroddsen.
25. apríl til 2. maí. Björn Sigurðsson.
Nýir hlutasamningar
vom gerðir nú um áramótin fyrir vélbáta
gerða út á þorskveiðar frá Keflavík og Njarð-
víkum.
Mikilvægt atriði kemur fram í þessum nýju
samningum, þar sem ákveðið er, að matsveinn
skuli vera á landróðrarbátum, en það hefur
ekki tíðkast áður, nema í mjög fáum tilfell-
um. Þessi æskilega breyting hefur það í för
með sér, að gamli skrínukosturinn, sem hér
hefur verið notaður allt frá skútuöld, er nú
liðinn undir lok.
Harðfiskverkun.
Nú um þessar mundir er von á miklu timbri
frá Finnlandi í fiskþurkunarhjalla, sem reistir
verða hér í nágrenni Keflavíkur. Eru mark-
aðshorfur góðar á hertum fiski og því mikill
hugur útvegsbænda fyrir þessari fiskverkun,
einkum þó með tilliti til þess, að markaðs-
horfur á salt- og freðfiski eru mjög slæmar,
sem stafar m. a. af löndunarbanni Breta.
Útgerðin í vetur.
Frá Keflavík og Njarðvíkum eru nú byrj-
aðir línuveiðar 25 vélbátar, þar af 8 aðkomu-
bátar.
Talsverð aukning verður nú á netjaveiðum
héðan, vegna breyttrar aðstöðu og hagstæðari
fyrir netin í sambandi við stækkun landhelg-
innar. Vitað er nú þegar um 15 báta, sem
ætla sér að stunda þessar veiðar, og byrjaði
einn, m.b. Reykjaröst, 15. jan. og hefur aflað
sæmilega suma daga. Er óvenjulegt að byrjað
sé svona snemma með net á vetrarvertíð.
Bátar kcyptir til Keflavíkur.
Vélbáturinn Sæhrímnir, 79 smál. að stærð
hefur verið keyptur hingað frá Þingeyri. Eig-
endur: Gísli Halldórsson skipstjóri og Sæ-
mundur Jónsson, Keflavík. Þá hefur verið
keyptur hingað mótorbáturinn Kristin, áður
Heimir frá Seltjarnarnesi. Er báturinn tæpar
50 smálestir. Eigandi hans er Kjartan Stein-
grímsson framkvæmdarstjóri. Steingrímur
Arnason forstjóri hefur nú keypt vélbátinn
Steinunni gömlu, sem áður var í eign Olafs
Einarssonar. Verður hann nú gerður út héð-
an og hinn gamalkunni aflakóngur, Valgarð-
ur Þorkelsson verður skipstjóri á bátnum.
Ennfremur hefur verið keyptur hingað vél-
báturinn Erlingur, ca. 16 smál. Eigendur hans
eru þeir Ingiþór Jóhannsson og Benedikt
Guðmundsson.
Höfnin í Keflavík.
Eins og mönnum er kunnugt, var höfnin í
Keflavík stórbætt á s. 1. sumri. Ber útgerðar-
mönnum og sjómönnum saman um, að öll
aðstaða til útgerðar hafi batnað til stórra
muna við lengingu hafnargarðsins. Nú geta
bátar athafnað sig í rólegheitum í höfninni,
þó stór skip komi þar, og eins þótt eitthvað
sé að veðri. En áður en kerið kom, urðu þeir
oft að flýja höfnina, ef eitthvað var að sjó
eða ef stærri skip komu, sem þurftu að fá
afgreiðslu. Þannig hafa þessar hafnarbætur
nú þegar haft örvandi áhrif á útgerðina og
allt athafnalíf við höfnina.
Jólaskenuntanir barnanna.
Hér í Keflavík héldu 3 félög jólatrésfagn-
aði fyrir börn félagsmanna sinna. Voru það:
Kvenfélag Keflavíkur, Kaupfélag Suðurnesja
og Ungmennafélag Keflavíkur. Voru allar
þessar skemmtanir fjölsóttar og þóttu takast
vel. Auk þessara félaga héldu starfsmenn
Keflavíkurflugvallar jólatrésskemmtun fyrir
börn starfsmanna vallarins.
Laust eftir áramótin
hélt Kvenfélag Keflavíkur skemmtun fyrir
eldra fólk, sem þótti hin ánægjulegasta. Var
skemmtunin haldin í samkomuhúsi U.M.F.K.
Um þessar mundir efnir félagið til Þorrablóts
í samkomuhúsi Njarðvíkur.
Ársfagnað sinn
hélt málfundafélagið Faxi í húsi U.M.F.K.
þann 25. jan. s. 1.
Starfsmannafélag Kaupfélags Suðurncsja
efndi til skemmtifundar milli jóla og nýárs
í Sjálfstæðishúsi Keflavíkur. Var þangað
boðið stjórn kaupfélagsins, kaupfélagsstjóra,
endurskoðendum félagsins og deildarstjór-
um. Erindreki S. í. S., Baldvin Þ. Kristjáns-
son, mætti á fundinum og sýndi þar kvik-
myndir. Skemmtifundur þessi var hinn
ánægjulegasti.
Lcikflokkur frá Akranesi
sýndi hér fyrir skömmu gamanleikinn
„Græna lyftan“. Einn aðalleikandinn, frú
Sólrún Ingvadóttir, er gamall og góður Kefl-
víkingur, dóttir eins af stofnendum málfunda-
félagsins Faxi. Hefur hún sézt á sviði hér
fyr. Sólrún hefur um nokkurt skeið verið bú-
sett á Akranesi, tekur hún drjúgan þátt í
FAX!
Blaðstjórn skipa:
HALLGR. TH. BJÖRNSSON,
MARGEIR JÓNSSON.
KRISTINN PÉTURSSON.
Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og
annast ritstjórn þess.
Gjaldkeri blaðsins:
GUÐNI MAGNÚSSON.
Afgreiðslumaður:
VALTÝR GUÐJÓNSSON.
Auglýsingast j óri:
GUNNAR SVEINSSON.
Verð blaðsins í lausasölu kr. 3,00.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
V__________________________________^
leikstarfi þar, m. a. hefur hún verið þar for-
maður leikfélagsins. Var leik Akurnesinganna
tekið hér mjög vel, hvert sæti í húsinu skip-
að og skemmtu menn sér prýðilega við að
horfa á þenna græskulausa gamanleik, sem
yfirleitt var mjög sómasamlega leikinn.
Fyrir skömmu
sýndi Leikfélag Hafnarfjarðar Ráðskonu
Bakkabræðra í samkomuhúsi Njarðvíkur. Var
ráðskonunni að vanda vel tekið.
Tíðarfar
það sem af er þessum vetri hefur verið ein-
muna gott, svo fullorðið fólk man naumast
annað betra. Oftast hafa verið langvarandi
stillur og þýðviðri, enda hefur snjór verið
næstum óþekkt fyrirbrigði á vetrinum og
langferðabílar haldið uppi áætlunarferðum
um landið, svo að segja þvert og endilangt
fram til skamms tíma, sem er býsna óvenju-
legt á þessum tíma árs.
Fréttir í „Flæðarmál“
skulu framvegis sendar Margeir Jónssyni
Suðurgötu 47 (sími 65 eða 130) og Hallgrími
Th. Björnssyni Faxabraut 22 (sími 114). Gjörið
svo vel að punkta hjá ykkur markverð minn-
isatriði og senda blaðinu það.
Frétt úr Lögbergi.
Sr. Valdimar J. Eylands er nú forseti Þjóð-
ræknisfélags íslendinga í Vesturheimi, en
forseti fslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson er heið-
ursverndari félagsins, skv. ósk frá fram-
kvæmdanefnd þess.
Á fundi í málfundafél. Faxi,
sem haldinn var í nóv. mán. s. 1., var ein-
róma samþykkt, að gefa í byggingasjóð Hand-
ritasafnsins 25% af söluverði 1. tbl. Faxa árið
1953.
Telur blaðstj. Faxa þetta vera spor í rétta
átt, og vill hvetja félög og einstaklinga til að
leggja þessu þýðingarmikla metnaðarmáli
þjóðarinnar nokkurt lið.