Faxi - 01.03.1954, Page 3
F A X I
15
aðir verði möguleikar á hitaveitu í
Keflavík.
5. Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjar-
stjóra að ítreka kröfur bæjarstjórnar
á hendur ríkisstjórnar, er bornar voru
fram á síðasta sumri, vegna fram-
kvæmdanna á Keflavíkurflugvelli og
dvalar varnarliðsins þar.
6. Bæjarstjórn telur sjálfsagt að teknar
verði upp að nýju kvikmyndasýning-
ar á vegum bæjarins. Kosin verði 3ja
manna nefnd, er rannsaki möguleika
á að hrinda þessu máli í framkvæmd
og leyti eftir leigu á húsi Félagshúss
h.f. í því skyni.
Lagður var fram málefnasamningur
meirihluta bæjarstjórnar:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins í bæjarstjórn Keflavíkur
ltafa ákveðið að ganga til samvinnu um
stjórn bæjarmála Keflavíkur á því kjör-
tímabili sem nú er að hefjast. Samkomu-
lagið byggist á, að unnið verði að fram-
kvæmd á þeim málefnasamningi, sem hér
fer á eftir.
Uunnið verði að því af fullri festu, að
styrkja fjárhag bæjarsjóðs, með því:
a) að skipuleggja og herða á innheimtu
á tekjum bæjarsjóðs.
b) að leita aðstoðar ríkisins um þátttöku
í reksturskostnaði bæjarins, sem bein-
línis leiðir af stöðu Keflavíkur við
athafnasvæði Keflavíkurflugvallar.
Tómas Tómasson
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
c) með öflun lánsfjár í þágu fram-
kvæmda bæjarfélagsins.
d) með gætilegri og hagsýnni stjórn á
fjármálum bæjarins.
Uunnið sé að sem beztri fjárhagsafkomu
bæjarfyrirtækjanna samhliða því að þau
veiti æskilega þjónustu.
Hafinn verði ákveðinn undirbúningur að
endurbótum gatna og byrjað á aðalum-
ferðagötu bæjarins, Hafnargötu, þegar í
vor. Síðan verði þessum aðgerðum hald-
ið áfram eftir því sem fært reynist.
Vatnsveitukerfi bæjarins verði gert örugg-
ara með fleiri dælum og byggingu geym-
is. Vatns- og skolplagnir verði lagðar
eftir því sem gatnakerfi bæjarins vex.
Ásgeir Einarsson.
fulltrúi Alþýðuflokksins.
Komið verði upp áhaldahúsi fyrir vélar og
verkfæri bæjarins.
Undinn verði bráður bugur að því að
tryggja að steypuefni verði fáanlegt til
húsbygginga í bænum.
Bæjarstjórnin beiti sér fyrir því, eftir því
sem á færi hennar er, að lendingarskil-
yrði opinna vélbáta verði aukin og end-
urbætt, jafnframt því, að aðstaða út-
gerðarinnar við höfnina verði sem bezt,
og fiskiskipastóllinn aukinn.
Ur því fáist skorið, hvar verbúðabygging-
ar og aðrar byggingar í þágu sjávarút-
vegsins skuli staðsettar, og greiði bæjar-
stjórn götu þess eftir megni, að þessar
byggingar verði byggðar, með sem hag-
felldustu skipulagi.
Jóhann Pétursson
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Unnið verði að því að koma upp skýli
fyrir starfsfólk við höfnina, í samráði við
stjórn Landshafnarinnar.
Unnið verði að því, að bæjarfélagið eignist
að nýju hafnarmannvirkin við Vatnsnes.
Pípugerðin verði starfrækt með nýjum vél-
um og rekin með það fyrir augum, að
auðveldara verði um efni til götulagna
og endurbóta á götum bæjarins.
Unnið verði að því við ríkisstjórn, að lög-
reglustöð verði byggð hér í Keflavík.
Bætt verði aðstaða til íþróttaiðkana í bæn-
um með byggingu íþróttahúss og íþrótta-
vallar, ennfremur að unnið verði að því
að fullgera sundhöllina.
Skólahús bæjarins verði fullgerð, og sem
bezt skilyrði búin nemendum og kenn-
urum til þess að þar geti farið fram sem
fullkomnust menningarstarfsemi. Unn-
ið verði að því að bókasafn Keflavíkur
hafi opna lesstofu, og byggðasafninu
búin skilyrði til vaxtar.
Barnaleikvöllum verði komið upp eftir því
sem fært verður.
Stuðlað verði að því að bæta úr húsnæðis-
skorti í bænum með því:
a) að Byggingafélag verkamanna haldi
áfram byggingu íbúða.
b) að afla lánsfjár, ef fáanlegt er, til
bygginga stórra sambygginga með
mörgum íbúðum, sem seldar verði
fjölskyldum.
c) að ekki standi á skipulagsuppdrátt-