Faxi - 01.03.1954, Síða 8
20
F A X I
Það var rigningarsuddi og rok. Það var
kuldi og snjór. Það var sumar og blíða. Veðr-
ið breyttist og aðstæðurnar voru margvísleg-
ar, en eitt var samt óbreytt tilsýndar í öll
skiptin, þar sem ég stóð uppi á Tjarnargötu:
Það voru piltarnir, sem hlupu, töltu eða gengu
hægagang uppi á vellinum. „Þeir eru að æfa
sig, stæla líkama sína fyrir keppnir sumars-
ins“, sagði kunningi minn, sem eitt sinn stóð
við hlið mér, er við athuguðum æfingar þeirra
íþróttamannanna.
Eg stend við eina af hinum nýju götum okk-
ar Keflvíkinga. Þar er hver húsgrunnurinn
við annan. Hús eru þarna komin alveg undir
þak, en önnur eru rétt tilbúin til að megi
byrja að steypa neðri hæðina. Sums staðar
blasir við augum gryfjan, þar sem framtíðar-
heimilið á að rísa. Hjónin erfiða hlið við hlið.
Feðgarnir strjúka svitann af enni sér, er ég
kasta á þá kveðju. Þarna situr einn þeirra, sem
skemmst eru komnir, á hjólbörunum og
drekkur heitan kaffisopa, sem konan og litla
dóttirin höfðu fært honum, um leið og þær í
huganum byggja sökkul og tvær hæðir. „Já,
hérna verður herbergið mitt og hennar
Stínu“, segir sú litla. Auðvitað á Stína að eiga
herbergið með henni, þó að hún sé ekki annað
en brúða, sem getur lokað augunum og sagt
mamma.
Enn aðra mynd er hægt að draga upp. Ég
stend í fundarsal, þar sem áhugamál félagsins
eru rædd af kappi, það er verið að undirbúa
áætlun næsta starfsárs.
E. t. v. eruð þið farin að velta því fyrir ykk-
ur, hvað þessar svipmyndir eigi að þýða,
svo sundurleitar, sem þær virðast. En við
nánari athugun hygg ég ljóst muni verða, að
það er eitt, sem tengir þær saman og gengur
eins og rauður þráður í gegnum þær allar.
Það er áhuginn og einbeiting allrar orku, sem
lýsir út úr þeim öllum.
Það hefur verið sagt, að mannskepnin hafi
það fram yfir aðrar skepnur jarðarinnar, að
hann geti valið sér áhugamál og hugðarefni,
sem hann gæti unnið í tómstundum sínum.
Þetta er víst mikið rétt. Enda mun svo kom-
ið, að flestir bera eitthvert það mál fyrir
brjósti, sem tekur huga þeirra allan. Hjá
sumum eru það iþróttaiðkanir, öðrum félags-
mál og þjóðfélagsumbætur, enn aðrir eru svo
heilir í starfi sínu, að það tekur huga þeirra
allan, jafnvel eftir að þeir eru komnir heim
og vinnutíma lokið.
Þessi áhugamál eru kjarninn í mótun skap-
gerðar unga mannsins eða stúlkunnar. Sé
þeim lítt eða ekkert sinnt af þeim, sem líklegt
er, að séu komnir framar unglingunum á
þroska og reynslubrautum, geta áhugamálin
leitt þá út í alls konar torfærur mannlegs
veikleika og mér liggur við að segja breysk-
leika.
Þess vegna er það nauðsynlegt fyrir for-
ráðamennina og aðra þá, er ætlazt er til að
hugsi, að gefa þessu máli gaum. Faxi hefur
gert sitt. Þið hafið séð greinar um félagsmál
og umbætur á þeim í næstum hverju blaði og
enn eru í honum líkar greinar. En betur má,
ef duga skal. Nokkur félagasamtök hér í bæ
hafa hafizt handa um undirbúning að stofn-
un og byggingu félagsheimilis. Þetta er spor,
sem vissulega miðar í rétta átt, þ. e. a. s. ef
ekki verður látið sitja við ályktanir, en fram-
kvæmdir látnar sitja á hakanum. Það verða
allir að sameinast í máli þessu, ungir sem
gamlir. Keflavík er bær, þar sem ýmiss konar
áhrifa gætir. Ahrif þessi geta leitt til góðs, sé
þeim vísað á réttan hátt. En það verður að
hemja þau og temja. Séu þau látin virka
hugsunarlaust, eru allar horfur á, að þau
kunni að leiða bæ okkar og a. m. k. æskuna
í ógöngur, sem torveldara er upp úr að brjót-
ast en í að komast. Okkur ber að váka en
dotta ekki, starfa en láta ekki hendurnar
hanga slyttilega, hugsa en móka ekki.
— o —
Ekki má alveg forsmá bréf þau, er þættin-
um hafa borizt. Reyndar eru þau ekki mörg,
en tveggja verður þó að nökkru getið. En
taka verður það fram, að ekki er unnt að
birta bréf, nema ljóst sé, hver sendandi er.
Hið raunverulega nafn sendanda verður þó
eðlilega ekki birt, vilji hann það síður.
Hér er þá fyrst bréf frá „Álfi úr Hól“. Lýsir
hann ástandinu í fisksölumálum hér í Kefla-
vík, er það ófögur lýsing. Bréfið er of langt
til að birtast, en ég get frætt Álf á því, eftir
að hafa sýnt Kristni fisksala bréfið, að hann
viðurkenndi margt það, er Álfur fann að. En
benti um leið á hús það, er hann nú um síðir
hefur fengið að byggja og segir aðstæður all-
ar og umgengnismöguleika muni þá gjör-
breytast.
Svo er hér annað bréf, sem ég ætla að
birta, vona ég að það verði e. t. v. öðrum til
uppörfunar um að senda þættinum greinar-
stúf um skoðanir sínar og uppástungur. Þær
stöllur spyrja, hvort spurningum verði svar-
að. Sendið þær, svo skulum við sjá til.
Annars þakka ég þeim bréfið og vona þær
riti oftar á ritvélina.
„Við erum hérna tvær ungar og léttlyndar
að stelast í ritvélina hans pabba og ætlum að
skrifa þér smá bréf og þakka þér fyrir síð-
asta Faxa. Við gerum nú reyndar ekki mikið
af því að skrifa blöðum bréf nema þá Vik-
unni. Jæja, það er nú svo margt, sem við vild-
um minnast á í sambandi við síðasta blað,
að við vitum ekki á hverju á að byrja. Grein-
in hans Helga S. fannst okkur alveg draum-
ur. Að hugsa sér að bókasafnið skuli vera
lokað hérna, við lesum líka ekkert annað
núna en tímarit um glæpamál. Okkur lízt
líka vel á það að koma hérna upp safni, eins
og Helgi skrifar um. Þá væri gaman, ef
Nónvarðan væri löguð til eins og hann
gat um og myndin sýnir. Við bíðum eftir
næstu grein Helga með óþreyju, við erum
búnar að skrifa upp alveg heilan lista af því,
sem við þurfum og ætlinn að sjá, hvort Helgi
kemur með það, sem við höfum hugsað okk-
ur. Svo er það greinin hans Ingvars. Hugs-
aðu þér, hvað það yrði mikill draumur, ef
við fengjum hérna tjörn eins og í Reykjavík.
Við skulum vinna við tjörnina í sjálfboðaliðs-
vinnu ef það er þá nokkuð gagn í okkur. Jæja,
þetta er nú orðið svo langt hjá okkur og margt
gætum við meira sagt um blaðið, sem okkur
fannst svo gaman að lesa en kannske skrifum
við þér aftur seinna. Þú mátt ef þú vilt, láta
þetta bréf í „Hjal og vangaveltur“, ef það er
þess virði. Megum við spyrja blaðið um prívat
spurningar eins og Vikuna? Svo þökkum við
fyrir síðasta blað og vonum, að það næsta
verði eins skemmtilegt.
Tvær léttlyndar með ritvél".
Dáðadrengir
Hetjur út á hafið breiða
heiman sigla, þorsk að veiða,
fyrir þjóð og fósturláð.
Þegar hrynja heljarhoðar,
hugarvílið ekki stoðar,
þá er vakin drengjadáð.
Þungt er strit í stormi nauða,
stundum upp á líf og dauða,
í sigurvon er hildi háð.
Þegar kemur veiðiveður
vaskra drengja hugi gleður.
Osla gnoðir út á mið.
Ægir svæfir sínar dætur
svo þær varla hreifast lætur,
veitir mönnum vinnufrið.
Þá má líta hraðar hendur,
happ á hverju járni stendur.
Óðum hætist aflann við.
Upp þá línan öll er dregin
er nú hvíld af flestum þegin.
Bárufáki heitt til lands.
Afli knúinn áfram veður,
undir sig hann hárur treður.
Biltast þær á bógum hans.
þreytt af striti mörg er mundin
mönnum því í sæta blundinn
vaggar ægisdætra dans.
Ágúst L. Pétwsson.