Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.03.1954, Qupperneq 4

Faxi - 01.03.1954, Qupperneq 4
16 F A X I - Ásgeir Einarsson, bœjarfulltrúi: í fyrri grein var varpað fram þeirri spurningu — á hverju á verkamannastétt- in að lifa, ef vinnuaflið, sem er það eina, sem hún á, bilar af völdum sjúkdóma eða slysa. Er þá komið að hinu stóra félags- málavandamáli: forsjá hins eigna og alls- lausa verkalýðs, er hann varð fyrir veik- indum, slysum og atvinnuleysi. Aður en haldið er áfram að rekja helztu atriðin í sögu félagsmálanna, þykir rétt að gera nokkra grein fyrir í hverju þessi breytta skipun þjóðfélagsins raunverulega var fólgin. Sjúkdómar, slys og atvinnu- leysi voru ekki ný fyrirbæri. En hvers vegna urðu þau nú allt í einu félagsleg vandamál, sem leysa þurfti ? Hinu gamla handverks- og iðnskipulagi, sem fæddi af sér iðnfélögin, var kollvarpað með iðnbyltingunni, og tryggingar þær og gagnkvæm hjálp, sem því höfðu verið sam- fara, hurfu að mestu leyti úr sögunni. Hinni nýju stétt iðnverkamanna þurfti því að tryggja hliðstætt öryggi og iðnfélög- in höfðu veitt. Meðan smáatvinnureksturinn var rikj- andi, var atvinnulífið allt í miklu fastari skorðum, flutningar á milli landshluta voru fátíðari, venjulega bjó fólk alla æfi á fæðingarstað sínum. Þar af leiðandi voru ættarböndin sterkari, en sambúðin inni- legri við nágrannana. Þegar veikindi og önnur óhöpp bar að höndum, veittu ætt- um af þeim svæðum, sem heppilegt er að byggja á. I sambandi við þetta verði haldið áfram aðgerðum til þess að bærinn fái umráðarétt yfir bæjar- landinu. Hert verði á heilhrigðiseftirliti bæjarins, og komið upp almenningssalernum. Unnið verði að uppbyggingu skrúðgarðs- svæðisins og fegrun bæjarins. Stuðlað verði að því, eftir því sem á valdi bæjarstjórnar er, að endurbætur fáist á símakerfi bæjarins, þannig að símaþjón- ustan komizt í sem bezt lag. 2. GREIN. ingjar og nágrannar hver öðrum hjálp. Þetta breyttist mjög verulega, þegar stór- iðnaðurinn og borgarlífið ruddi sér til rúms. Samband verkafólksins við atvinnurek- endur var áður fastara og persónulegra. Hjúin voru oft alla ævi hjá sama húsbónd- anum og höfðu fæði og uppihald hjá hon- um. Meðan framleiðslan var í höndum ótal smáframleiðenda, var mótsetningin milli atvinnurekenda og verkamanna yfirleitt ekki eins mikil og nú. Framleiðslutækin voru ekki dýrari en svo, að verkamenn- irnir gátu sjálfir orðið atvinnurekendur, ef þeir sýndu sparsemi og forsjálni. En á þessu varð örlagarík breyting við þróun stóriðnaðarins og notkun hinna nýju véla, sem öllum þorra manna var um megn að eignast. Hið gamla samband verkamanns- ins við framleiðslutækin, sem í mörgum tilfellum var fólgið í því, að hann var eig- andi þeirra, rofnaði. Sú afleiðing stóriðn- aðarins var ef til vill sú breytingin, sem þyngst varð á metunum. Það voru því hin efnalegu skilyrði, sem sköpuðu flest af þeim vandamálum, sem félagsmálapóli- tíkin liefur þurft fram úr að ráða. En samhliða því, sem vandamálin urðu til og kröfðust lausnar, reis upp öflug hreyfing meðal manna úr hinum ólíkustu flokkum til þess að vinna að því að hæta úr bölinu, sem var samfara vexti stóriðj- unnar og stórborganna. Athugaðir verði möguleikar til byggingar og reksturs elliheimilis í Keflavík. Bæjarstjórn beiti sér fyrir því, að komið verði upp sjóveitu fyrir útgerðina. Athugað verði vandlega, hvwrt heitt vatn muni fást úr jörð í nágrenni Keflavík- ur, til hagnýtingar í hitaveitu. Unnið verði að því, að sem fjölbreyttastur og öruggastur atvinnurekstur geti þrif- izt í Keflavík, samhliða því að atvinnu- stéttirnar í bænum njóti efnahagslegs öryggis í sem ríkustum mæli. Umhyggja fyrir hinum fátæku og smáu í þjóðfélaginu hefur verið til á öllum tím- um, þó að í þeim efnum megi rekja greinilega þróun. I hinum fornu menn- ingarríkjum gætti hennar mjög lítið, það var beinlínis álitið veikleikamerki að liafa meðaumkun með hinum lægri stéttum þjóðfélagsins. Meðferðin á þrælunum er glöggt dæmi um þann hugsunarhátt. Og slíks hugsunarháttar hefur gætt allt til vorra tíma. Framan af voru það svo að segja eingöngu kirkjunnar menn og stofnanir hennar, sem höfðu áhuga á og störfuðu að félagslegri líknarstarfsemi. Fordæmi meistarans frá Nazaret hefur án efa átt verulegan þátt í því að vekja rétt- lætistilfinninguna gagnvart þeim, sem voru fátækir, veikir og kúgaðir. Fram- færslulöggjöf og framfærslustarfsemi nú- tímans á vissulega að nokkru leyti rót sína að rekja til góðgerða- og líknarstarfsemi kirkjunnar. Kenningar upplýsingartíma- bilsins og frönsku stjórnarbyltingarinnar um mannréttindin, krafan um frelsi og jafnrétti, ekki aðeins lagalegt, heldur einn- ig félagslegt jafnrétti, ruddu brautina fyrir félagsmálalöggjöf 19. aldarinnar. Kristin- dómurinn kenndi, að allir væru jafnir fyrir guði og honum jafnkærir, en mannrétt- indakenningin var á þá leið, að allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum, án tillits til stéttamismunar. Krafan um félagslegan jöfnuð og réttlæti var lyftistöng þeirra umhóta í félagsmálum, sem áttu sér stað á 19. og 20. öldinni. Þær stefnur, sem geng- ust fyrir félagslegum umbótum á því tíma- hili, eru margar og margvíslegar. Áhrifa- ríkastar voru kröfur hinna fátæku stétta sjálfra, verkalýðsins, sem þekktu bölið af eigin reynd. Verkalýðshreyfingin og sósíalisminn hörðust í sínum margvíslegu myndum fyrir félagslegum umbótum með samning- um við atvinnurekendur með nýrri lög- gjöf eða með eigin samtökum. Félög verkamanna tryggðu meðlimi sína gegn sjúkdómum, slysum og atvinnuleysi, með samningum við atvinnurekendur fengu þau vinnutímann styttan og aðbúnaðinn í verksmiðjunum bættan, á löggjafarþing- um fengu fulltrúar þeirra samþykkt fjár- framlög til trygginganna, löggjöf um vinnutímann og fjölmargt fleira. Þessi þrí- þætta starfsemi og barátta hinna faglegu og pólitísku félaga verkalýðsins hefur án efa verið langsterkasta lyftistöng hinna félagslegu umbóta. Þróun félagsmóla i >

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.