Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1954, Síða 5

Faxi - 01.03.1954, Síða 5
F A X I 17 F E RÐI N TIL ... Helgi skúlason skrifar og teiknar fyrir börn. Ferðin til tunglsins. Krakkar, væruð þið ekki til í að koma með mér í smá ferðalag? Jæja, er það? Flvert? Jú, við skulum koma í leikhúsið. Samt ekki þeim megin, sem allir áhorf- endurnir fara inn, heldur inn um hinn enda hússins. Við göngum þá framhjá aðaldyrunum, sem fólkið er farið að streyma inn um. Mest er þetta smávaxið fólk, og þá helzt í fylgd með mömmu eða pabba. Því að núna á einmitt að fara að sýna barnaleik- inn „Ferðin til tunglsins“. Jæja, við kom- um þá að tröppunum Lindargötu megin, þvf að auðvitað er það Þjóðleikhúsið, sem ég ætla með ykkur í. Við göngum inn, en þar situr dyra- vörður, sem gætir þess heldur betur, að enginn óviðkomandi komist inn, svo að ég verð að bregða huliðshjálmi yfir ykk- ur, rétt á meðan við löbbum framhjá hon- um. Eg kinka kolli til hans eins og ekkert sé um að vera og hann grunar ekkert, hvaða farangur ég er með, sem sé flesta krakkana í Keflavík. Þegar við erum komin framhjá honum, erum við stödd í löngum gangi, sem veit inn á leiksviðið. Fyrst förum við samt í gegnum setustof- una, þar eru litlu lömbin komin. Þau liafa verið nokkuð fljót á sér, því að þau eiga ekki að koma fram á sviðið fyrr en í 2. atriði og núna var Þorgr. (Einarsson leik- sviðsstjóri) einmitt að kalla í hátalarann, út um allt húsið, að 5 mfn. væru eftir tram að sýningu. Á leiksviðinu. Við opnum einar dyr og erum nú stödd á sjálfu leiksviðinu. Hérna er margt að sja. Leiksviðsmennirnir eru einmitt að ljúka við að raða leiksviðinu upp, ljósa- menn eru að stilla inn síðustu ljóskastar- ana og frammi í hljómsveitargryfju heyr- um við hljómsveitina stilla hljóðfærin. Við skulum ganga framar á sviðið. Þarna sjáum við fallega stofu, sem stilt er upp fyrir senuopið. Það er svefnher- bergi Onnu Lísu og Péturs, krakkanna, sem leikurinn snýst um. Nú lieyrum við glymja í hátalaranum: „Leikarar f 1. atriði á svið“. Þarna kemur stúlka í hvítum náttkjól, það er Anna Lísa og þarna kem- ur Pétur, líka í náttkjól. „Fyrir gefðu Andrés minn (hann heitir sem sé Andrés), ég ætlaði að segja náttskyrtu". „Við byrjum“. Þau ganga nú inn á sviðið og á sína staði. Anna Lísa sezt á rúmstokkinn, en Pétur stendur við þvottaskálina. Barn- fóstran stendur við gluggann. „Við byrj- um“ gellur í hátalaranum og tjaldið er dregið frá og 1300 augu stara upp á svið- ið, mæla út hverja hreyfingu og hvert orð, sem leikararnir láta frá sér. Við sk'ulum ekki staldra við lengur hérna, en fara sömu leið til baka. 1 dyr- umim mætum við einkennilegri skepnu. Hún er með fimm fætur og tvö gríðarstór augu, einhver horn upp úr höfðinu, og sitthvað einkennilegt annað. Þetta er Ald- inborinn. Aldinborinn. Aldinborinn er nokkurskonar fluga eða bjalla, sem finnst ekki á Islandi, og eins og hann segir sjálfur seinna í leikritinu, er þetta stærsti aldinbori í veröldinni. Við stönzum og förum að spjalla við hann, því auðvitað kann hann að tala. Og ef við gætum vel að, sjáum við að í rauninni er þetta ekki Aldinbori alveg í gegn. Heldur er innan í þessu maður sem heitir Bessi. Jæja, hann þarf að flýta sér inn á svið, og ekki megum við heldur slóra, þvf mikið er eftir að skoða. Stjörnur himinsins. Við förum nú upp stigann upp á næstu hæð. Þar lendum við inn í heilum hóp af litlum stjörnum. Þetta eru ekki neinar platstjörnur eins og kvikmyndastjörnur, nei, nei. Þetta eru stjörnur himinsins, sem eru að keppast við að verða fyrstar upp til hans Hadda. Þessi Haddi, sem þær kalla svo, heitir réttu nafni Haraldur Adolfsson og er hárkollumeistari og and- litsmálari, og nú á hann að leggja síðustu hönd á verkið, sem sé að mála andlitin svo allt verði nú fallegt og líti vel út í hinum sterku ljósum leiksviðsins. Við skulum bregða okkur inn til hans rétt sem snöggvast. Hárkollur og smink. Haddi stendur þarna í miðri stjörnu- dýrðinni og útbýtir kinnaroða og rauð- um vörum, dekkir dálítið augabrúnir og setur nokkur strik kringum augun, svo að litlu stjörnurnar lfti nú verulega fallega út. Seinasta stjarnan lokar á eftir sér en ekki er starfið búið þó að stjörnurnar séu frá. Þarna situr Skúraflóki og Karlinn í Tunglinu fyrir framan speg- ilinn. Haddi tekur perlulagaðan eyrna- lokk og setur hann-------ja — hvar hald- ið þið? Á nefið á Skúraflóka. Síðan tekur hann kítti og klessir því framan á nefið. Og Jiegar Skúraflóki stendur upp, er hann kominn með langt og mjótt nef með laf- andi sultardropa. Það er enginn smáræðis galdrakarl þessi hárkollumeistari. Ég held við forðum okkur út, áður en hann breytir okkur kannske í einhverjar ófreskjur með litum sínum, kítti og hárkollum. í turninum. Næst förum við upp tröppur og kom- um að dyrum, sem á stendur: lokið dyr-

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.