Faxi - 01.03.1954, Síða 6
18
F A X I
Danival Danivalsson:
MANNRÆKT
Framsögurœða f!utt í Málfundafélaginu Faxa.
Það er mikið rætt og ritað um ræktun.
Blöðin fylla dálka sína, fundir eru haldnir
og menn skeggræða sín á milli um rækt-
un á öllu mögulegu, hestum, kúm, kind-
um, fuglum, fiskum og svo framvegis og
hefur á mörgum sviðum náðst árangur,
en eitt er það, sem ekki er mikið talað
um að rækta, það er maðurinn sjálfur.
Nú er það svo, að það er varið miklum
fjárhæðum til fræðslu og til trúarlegra
mála, en þessar stóru fjárhæðir virðast ekki
vera þannig, að þær rækti manninn, en
virðast oft virka öfugt, að fræðslan sé not-
uð til að blekkja sig og aðra og verður þá
útkoman sú, að fræðslan er neikvæð, hjá
hinum vanræktaða manni. Sama gildir um
trúmálin, þau verða hræsni og blekking.
Nú mun ég félagar góðir koma með til-
lögur um að rækta manninn og því leggja
höfuð áherzluna á andlega ræktun hans.
Eg býst við, að þið segið, að þetta sé hægra
unum vandlega, við gerum það, en göng-
um fyrst inn fyrir.
Núna erum við stödd á svölum innan
á sjálfum turninum, beint yfir leiksviðinu.
Ef við horfum fram af sjáum við í koll-
inn á leikurunum.
Það er komið að enda 1. þáttar og
allt í einu sjáum við vegginn opnast
og börnin og Aldinborann fljúga út
í himininn og stefna á tunglið. Þetta
er upphafið að æfintýrum þeirra Onnu
Lísu og Péturs, sem þau rata í uppi i
Tunglinu. Þar mæta þau Öla Lokbrá,
Næturdísinni, Sólinni, Skruggu, og
Þrumuvald, Skúraflóka og Eljagrím,
Skýjamömmu auk margra annarra að
ógleymdum sjálfum Karlinum í Tungl-
inu.
Heim.
Nú held ég, að mömmu ykkar sé
farið að lengja eftir ykkur svo að ég þori
ekki annað en skila ykkur heim, með
þökk fyrir samfylgdina.
sagt en gjört að framkvæma mannrækt, og
ég skal viðurkenna það, en ég vil segja,
eitthvað verður að gera, ef mennirnir vilja
í raun og sannleika vera æðri dýrunum,
sem þeir stjórna.
Það er mín meining, að heimilin, ásamt
skólunum, æðri sem lægri, séu aðal rækt-
unarstöðvar mannsins. Eg vil leggja til, að
breytt sé bæði fræðslulögum okkar, og
fyrst og fremst kennslufyrirkomulagi skól-
anna. Það þarf að taka upp nýtt kennslu-
fyrirkomulag, þar sem kennslan er fyrst
og fremst miðuð við að rækta mannsand-
ann, en ekki troða í hann torskildum
fræðigreinum. Taka skal tvo vetur af
fræðslutíma barnanna, sem eingöngu séu
helgaðir andlegri ræktun þeirra, og verða
kennarar barnanna að vera sannmenntaðir
og umfram allt sálfræðingar til þess að
kennslan nái að rækta nemandann. Við
verðum að gera aðrar kröfur til kennara
en nú er gert. Það á enginn kennari, að
fá leyfi til að kenna, sem uppfyllir ekki
það, sem ég hefi sagt hér að framan.
Eg vil segja það, að það er eitthvað bog-
ið við það kennslufyrirkomulag, í skólum
okkar, þegar börn og unglingar og líkam-
lega þroskuð ungmenni koma út úr skól-
unum, eftir margra ára nám, og virðast
ekki hafa numið siðgæði eða umgengnis-
menningu.
Það er á heimilunum, sem fyrsta og far-
sælasta tækifærið er til að sá fyrstu mann-
dómsfrækornunum í hina ungu og frjóu
barnssál. Það eru ömurlegar staðreyndir,
að til eru heimili, sem ekki geta alið upp
börn sín og í staðinn fyrir að sá mann-
dómsfræum, er sáð fræum lasta og glæpa.
Nú verður að líta á þetta mál þannig, að
þjóðfélagið verði að vera á verði um, að
þetta komi ekki oft fyrir, því maðurinn er
það í raun og veru, sem mestu máli skiptir
fyrir þjóðfélagið.
Þá erum við komnir að því, á hvern hátt
er hagfelldast að koma í veg fyrir mis-
heppnað uppeldi barnanna, og er það
skoðun mín, að eins og nú er, þá sé það
ekki unnt á annan hátt en þann, að stofn-
aðir séu uppeldisskólar, sem taki börnin
af vandræða heimilum og sé þeim falið
uppeldi barnanna og gæta verður sérstak-
lega að vanda til starfsfólks á þessum upp-
eldisheimilum. Ef við ætlum okkur að ala
upp ræktaða kynslóð, verðum við að byrja
strax á barninu, um leið og það fær vit.
Við getum hugsað okkur þá öskaplegu
brevtingu á þjóðfélagi okkar, ef hér byggi
siðmenntuð þjóð, ég ætla ekki að draga
upp þá mynd fyrir ykkur nú, þið gerið
það í huganum, hver með sér, og ég veit,
að þar sjáið þið skínandi dýrmæta perlu,
sem er í rauninni sá verðmesti og eftir-
sóknarverðasti þjóðarauður, sem gerir
þjóðfélagið traust og varanlegt, það er hin
sanna mannrækt.
Eg hef nú lítillega minnzt á heimilin
og skólana í sambandi við mannræktina
og verður því ekki mótmælt, að þar veltur
á miklu að þessar uppeldisstofnanir
bregðist ekki, og verður að gera þá kröfu
til valdhafanna, sem með völdin fara á
hverjum tíma, að þeir leggi höfuðáherzlu
á, að heimili, sem ala upp börn og skól-
arnir, sem kenna börnunum, séu í raun
og veru starfi sínu vaxin.
Þá er rétt að minnast lítillega á hina
andlegu leiðtoga þjóðarinnar, en til þeirra
mála er varið miklum opinberum fjár-
munum, og vil ég þar fyrst tilnefna prest-
ana, en það virðist vera þannig, að þeir
nái litlum árangri í að rækta mannveruna,
má vera að orsökin liggi í því, að þeir
telja sig bundna við bókstafs kenningar
biblíunnar. A þessu þarf að verða breyt-
ing. Það dugir ekki lengur fyrir prestana
að þylja ritningargreinir og hóta fólkinu
eilífum kvölum, nú er fólkið hætt að taka
mark á slíku rausi. Eg held, að prestarnir
ættu að beina ræðum sínum til meiri
skilningsauka á samtíðinni, þeir ættu að
kenna fólkinu að umgangast hvert ann-
að, kenna því að skapa Paradís á jörðu.
Þeir ættu að kenna söfnuði sínum, að það
er gagnslaust að sýnast, og að það, sem
ber að kappkosta, er að vera maður í raun
og sannleika. Sjálfir verða þeir að ganga
á undan, því bezta kennslan er sú, að
kennimennirnir sýni með breytni sinni
fagurt fordæmi. Þessir umtöluðu embættis-
menn þjóðarinnar, svo og aðrir embættis-
menn hennar, gætu miklu áorkað í rækt-
unarmálum mannsins, ef þeir væru sjálfir
ræktaðir, en án þess eru þeir gagnslausir í
þeim málum.
Nú er ég kominn að því, hvað það hefir
mikla þýðingu í þessum málum, að kenni-
I
i