Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1954, Side 7

Faxi - 01.03.1954, Side 7
F A X I 19 menn og leiðtogar þjóðarinnar skilji, hversu það er þýðingarmikið að rækta mannkindina, og nú þurfum við að kapp- kosta það, að kennimenn okkar og vald- hafar séu sjálfir ræktaðir, ef það mistekst, verður lítið úr mannræktunarmálum, en sé heppnin með, og ef vel tekst að velja þessa menn, þá er von um árangur, því eftir höfðinu dansa limirnir. Framkvæmd mannræktunarmálanna verður að koma ofanfrá, ef hún á að verða framkvæmanleg. Ef valdhafarnir svna hlutdrægni, sukk í meðferð almannafjár, nota aðstöðu sína til að auðga sjálfa sig og með valdastreitu eru sinnulausir um almennings hag og sjónlausir á andleg mál hennar, þá er vonlaust um mannrækt, og hætt er þá við, að þjóðin úrkynjist og að henni fari aftur. Það er vont að standa í stað, en þó er hálfu verra að fara aftur- ábak. Hvað segið þið nú um það, Faxa félag- ar? Miðar okkar þjóðfélagi áfram í mann- rækt, eða er það öfugt? Nú er það svo að við höfum tækni yfir að ráða, sem getur miklu áorkað, ef hún er notuð í þágu mannræktar, og á ég þar fyrst og fremst við Ríkisútvarpið. Ríkisútvarpið á að hafa möguleika á að styrkja til náms bæði kon- ur og karla, sem myndu vera líkleg til þessara mála. Höfuð áherzluna verður að leggja á siðfræði, siðgæði og umgengnis- menningu og láta svo þetta fólk koma fram í útvarpið og ! skólum landsins. Eng- inn kennari, sem borguð fær laun af opin- beru fé, má vera hirðulaus um ræktunar- mál mannsandans, hann verður að vera sannmenntaður og þekkja völdunarhús sálarinnar. Það mætti að skaðlausu fella niður eitthvað af þeim námsstyrkjum, sem ríkisstjórnir undanfarið hafa ungað út, því það er alls ekki hægt að láta sér detta í hug, að þ eir verði til gagns. Mér finnst líka að það mætti (í stað kennslustund- anna) leggja niður sumt af því, sem kem- ur í Ríkisútvarpinu, til dæmis upptuggan um útlenda, svo kallaða höfðingja og svo að ógleymdri musikkinni, sem er býsna fyrirferðarmikil og oft mjög léleg, og alls ekki upphyggandi fyrir þjóðfélagið. Ég verð að segja það, að ég get ekki séð að valdhafar okkar hafi áhuga á að nota Ríkisútvarpið til mannbætandi mála. A þessu þarf að verða breyting. Ríkisút- varpið þarf að þjóna mannræktinni og ennfremur kvikmyndahúsin og leiklistin. Þessi tæki á íslenzka ríkið að þjóðnýta öll og hafa þau í þjónustu sinni til að rækta fólkið. Til þess að sjá um, að þessi miklu áhrifa- tæki næðu tilgangi sínum, sem ég nú hefi nefnt, þyrfti ríkisstjórnin að stofna nokk- urs konar mannræktarráð til að hafa stjórn á þessu, og yrði starfsskráin eitthvað á þessa leið: Að velja starfhæft fólk og styrkja það til náms og að ákveða, livað er hæft til flutnings í útvarpið, hvaða kvikmyndir væru sýningarhæfar og hvaða leikrit væru nothæf til leiksýninga. Þetta yrði býsna umfangsmikið starf og þyrfti að vanda mjög til þess að þetta starfsráð yrði starfi sínu vaxið. I framkvæmd gæti það orðið þannig, að bæir og hreppar fengju að reka kvik- myndahúsin en ríkið sæi um innkaup á öllum sýningarmyndum og að engin mynd yrði sýnd, nema leyfi trúnaðar- manns ríkisins kæmi til. A sama hátt yrði það með leikritin, að þau mætti ekki sýna nema dómnefnd mannræktunarmála dæmdi þau sýningarhæf. Ég minntist á það í upphafi máls míns, að ræktunarmál eru hér ! hávegum höfð, nerna mannræktin, hún hefur ekki fundið náð fyrir augum okkar þjóðfélags, enn sem komið er. Nú iiafa orðið þáttaskipti ! þjóðfélagi okkar íslendinga og á ég hér við að nú höfum við hlotið sambýli við volduga þjóð, sem er bandaríska varnar- liðið. Ráðamenn þess eru auðugir af fjár- munum og hafa verið ósparir á það, enn sem komið er. Það er því ekki ástæðulaust að láta sér detta ! liug, að hér sé hætta fram undan, að þeir útlendu hermenn, sem hér eru, innleiði siðu og háttu, sem cru okkar þjóðfélagi ekki hollir eða mann- bætandi. Til þess að Islendingar standist þá eldraun, sem nú blasir við, er það lífs- spursmál að hamla á móti. Það eina, sem við getum gert, er að framkvæma mannrækt og mæta þannig hættunum, er að steðja. Það gæti verið lærdómsríkt fyrir stórþjóðirnar, að á með- an þær eru að keppast hver við aðra um að framleiða vopn til að tortíma mönnum og verðmætum, þá væri litla íslenzka ríkið í Atlantshafinu að framkvæma mann- rækt hjá sér. Til að uppræta það, sem stórþjóðirnar rækta, sem sé, villimanns- eðlið í mannverunni. Aðalstöðin - Sínrti 515 >><><><><><><><><><í><><><><><><><><><><>^^ >>>>>><>>><><>>>><*><><><><>><>'><><><><J*><><Í<> Heimilistæki Eigum væntanlega Westinghouse ísskápa og þýzkar þvottavélar, sem bæði þvo og sjóða. FYRIRLIGGJANDI: Rondo þvottavélar Strauvélar — Ryksugur Vöflujórn, margar stœrðir Gufustraujárn og venjuleg straujárn Hrœrivélar, stórar og litlar Brauðristar Hraðsuðukatlar Stærri heimilistæki seld með afborgunum. Kaupfélag Suðurnesja <^<><£<C><Í><^<C*C><Í><£

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.