Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1954, Blaðsíða 11

Faxi - 01.03.1954, Blaðsíða 11
F A X I 23 Bílstjórar og starfsfólk Aðalstöðvarinnar. Sitjandi frá vinstri: Ingólf- ur Magnússon, Kolbrún Arnadóttir, Rósant Skúlason, Svavar Sig- finnsson, Haukur Magnússon, Goinnar Kristjánsson, Olafía Einars- dóttir, Trausti Jónsson. Miðröð: Valgeir Jónsson Einar Söring, Björg- vin Þorsteinsson, Ingvar Oddsson, Sveinn Einarsson, Garðar Magn- ússon, Astþór Valgeirsson, Sigurður Jónsson, Tómas Tómasson, gjaldkeri og bókhaldari félagsins. Aftasta röð: Jón P. Guðmundsson, Sigurjón Jónsson, Kjartan Þórðarson, Hörður Valdimarsson, Sig- urður Guðmundsson, Stefán Guðmundsson, Bjami Guðmundsson, Ketill Vilhjálmsson, Jakob Jónsson, Einar Valgeirsson. stöðvar á lóð sinni. Er húsið 170 m2, stein- steypt. Tvær bifreiðalyftur eru af full- komnustu gerð. Þar er einnig annast um dekkjaviðgerðir í sérstöku herbergi. Vandað herbergi er þar fyrir starfsmenn smurstöðvarinnar, svo og snyrtiherbergi. Smurstöðin tók til starfa 16. janúar s. 1. Teikningar að byggingum þessum voru gerðar á teiknistofu S. I. S. Yfirsmiður Skúli H. Skúlason, byggingam., Keflavík; múrverk annaðist Valdimar Gíslason, múraram., Keflavík; raflagnir annaðist Aðalsteinn Gíslason, rafvirkjam., Sand- gerði; pípulagnir annaðist Sigurður R. Guðmundsson, pípulagningam., Keflavík; málningu annaðist Aki Gránz, málaram., Ytri-Njarðvík; Terrasólagningu annaðist Þórir Bergsteinsson, múraram., Reykjavík; smíði hurða og glugga annaðist Trésmiðja Hveragerðis og innréttingu í afgreiðslu- herbergi Trésmiðjan Dvergur í Hafnar- firði. Uppsetning á tækjum í smurstöðina annaðist Vélsmiðjan Steðji h.f., Reykjavík. Hátalarakerfi og talkerfi smíðaði raftækja- vinnustofa Friðriks Jónssonar, Reykjavík. Fullkomið talsímakerfi hefur verið lagt um byggingarnar. Innréttingu í rakastof- una annaðist Trésmíðavinnustofa Stur- laugs Björnsson, Keflavík. Verkstjóri og eftirlitsmaður við byggingaframkvæmd- irnar hefur verið Svavar Sigfinnsson, Ytri- Njarðvík. Árið 1951 bættust átta nýir félagar í hluthafahópinn, svo að í dag eru þeir 20, og venjulega aka um 20 bílar frá stöðinni, en þegar allar bifreiðar stöðvarinnar eru í gangi þá eru þær 28. Þegar stöðin tók til starfa voru starfsmenn félagsins aðeins 2, nú eru þeir 9 talsins. Ætlunin er að hafa í einhverri mynd útibú á gamla staðnum. Formaður Aðalstöðvarinnar h.f. hefur Haukur H. Magnússon, Keflavík, verið frá stofnun félagsins. Núverandi stjórn skipa með honum: Svavar Sigfinnsson og Gunnar Kristjánsson. Aðrir, sem verið hafa í stjórn félagsins á undanförnum ár- um: Erlendur Sigurðsson, Valgeir Jóns- son, Guðmundur Helgason og Björgvin Þorsteinsson. Eitt er það, sem þeir félagar fagna hvað mest í sambandi við þennan áfanga í starfi, en það er símamálin. Nú hafa þeir fengið 3 línur frá Símstöð Keflavíkur, ein lína er af flugvellinum án milligöngu mið- stöðvar, svo er einnig beint samband frá gömlu stöðinni. Þangað geta viðskipta- vinir farið, sé þar enginn bíll, þá er ekki annað en hringja og aðalstöðvarnar svara. Er þetta sama fyrirkomulag og á hinum svo kölluðu bílastaurum í Reykjavík. Þessi símamál hafa verið eitt aðalkeppni- kefli þeirra. Þeim er það að miklu leyti að þakka, að Símastöðin tók að hafa leng- ur opið. Enn er í húsinu sjálfu hið fullkomnasta talkerfi, sem smíðað hefur verið hér á Fyrstu skóflustungurnar. landi. Þar geta menn talað saman her- bergja á milli, einungis með því að ýta á takka. Sömuleiðis er samband milli hús- anna. Hægt er að tala við mann í allt að 50—60 m. fjarlægð frá húsunum. Einn þáttur í starfi Aðalstöðvarinnar er þess verður, að á hann sé minnzt. Þeir hafa nú undanfarin sumur boðið öllu gömlu fólki í Keflavík í skemmtiferð í bílum stöðvarinnar. En þeir munu hafa á að skipa jafn beztum bílum, sem á nokkri stöð hérlendri þekkjast. Gamla fólkið hef- ur notið gestrisni bílstjóranna og komið heim innilega ánægt. En svo brá við í fyrra sumar, að ekki varð nóg þátttaka í ferðinni. Einungis 10 tilkynntu þátttöku. Má þetta mjög undarlegt heita. Eftir að hafa sýnt bygginguna var bæj- arstjórn, fréttamönnum og fleiri gestum boðið til kaffidrykkju. Þar óskaði bæjar- stjóri bílstjórum til hamingju með fram- kvæmdirnar, sem væri þeim til sóma og bænum í heild stolt. Haukur Magnússon þakkaði og lýsti ánægju sinni yfir unnu starfi, samvinnu við aðra og velvilja. „Tak- mark okkar er, að við getum orðið sjálf- um okkar nógir, hvað allt snertir, sem bilum og akstri við kemur. Að þessu munum við stefna ótrauðir", lauk Hauk- ur máli sínu. Faxi óskar bílstjórum til hamingju með framkvæmdir þeirra og stórhug.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.