Faxi

Volume

Faxi - 01.03.1954, Page 12

Faxi - 01.03.1954, Page 12
24 F A X I Séra Björn Jónsson: LJÓSÞRAIN Rceða flutt á Þorrablóti Kvenfélags Keflavíkur. „Þorri hristir fannafeldinn fnæsir í bæ og drepur eldinni“. Slíkur var vitnisburðurinn, sem Þorri gamli fékk hjá forfeðrum okkar. Hann þótti sjaldnast eiga mikla hlýju til að bera, blíðuatlot hans voru jafnan hörð og köld. En þó var komu hans fagnað, vegna þess að þá fór þó mesta skammdegis- myrkrið að þoka á braut, — sólin snéri við á göngu sinni og tók nú að hefja sig hærra og hærra á himinhvolfið með hverj- um deginum sem leið. Frá ómunatíð hefir ljósþráin verið Is- lendingum í blóð borin. Baráttan við hin myrku öfl skammdegisins var oft á tíðum svo hörð, að manni verður jafnvel á að undrast, að nokkur íslendingur skuli vera til uppistandandi í dag. En þó að myrkr- ið berðist með öllum sínum bitrustu vopn- um, þá bar þó ljósið ávallt sigur úr býtum. Ljósþráin var svo rík í íslendingseðlinu, að hún bar þá á vængjum sér yfir skugga- clali skammdegismyrkursins. Það er því í raun og veru engin furða, þó að fögnuður hafi ríkt í hugum ís- lendinga, þegar sólin hóf á ný sókn sína á hendur myrkravöldunum, enda ríkti sú venja í heiðnum sið, þegar þorrakoman fór í hönd, að haldnar voru voldugar há- tíðir um land allt, og nefndust þær miðs- vetrarblót. Þessi siður hélzt fram að eða jafnvel eitthvað framyfir kristnitöku, en smám saman þokaði hann þó fyrir hinni kristnu jólahátíð og lagðist niður eins og aorar leifar frá heiðnum sið. Við vitum, að þessi miðsvetrarblót voru haldin til þess að fagna hækkandi sól, — til þess að gleðjast yfir því, að alveldi myrkursins var ennþá einu sinni að velli lagt. En um tilhögun þessarra hátíða vit- um við aftur á móti lítið sem ekkert. I fornsögum okkar er oft á þau minnzt, en hvergi finnst þar nein lýsing á slíkri liá- tíð. En íslenzka þjóðin hélt áfram að lifa, þó að miðsvetrarblótin féllu „í gleymsk- unnar dá“. Hið ljóselska hjarta hélt áfram að heyja sína hörðu baráttu við skamm- degismyrkrið. Stundum var tapað í þeirri baráttu, en oftar voru þó sigrarnir unnir að enduðum tvísýnum leik. Þeir glæsilegu sigrar, sem forfeður okk- ar og formæður okkar unnu þegar hrað- fleygar drepsóttir herjuðu landið og hung- urvofan glotti á hverjum glugga, skreyta ekki spjöld sögunnar nú í dag, — þeir eru flestir löngu gleymdir. Baráttusaga ein- staklingsins hvarf með honum í gröfina. En ef við reyndum að lyfta tjaldinu, sem hylur atburði fortíðarinnar sjónum okkar, þá gætum við þó vafalaust fundið margar myndir úr lífi alþýðunnar á liðnum öld- um, þar sem fléttað væri saman á hinn fegursta hátt baráttuhugur, kjarkur og fórnfýsi íslenzku þjóðarinnar, þar sem ljósþráin er sá aflgjafi, er sífellt leiðir fram til sigurs. Það var ekkert vopnabrak og engin há- vær hróp eða sífelldar kröfur, sem fylgdu þessarri baráttu, hún var háð í hljóðlátri hógværð og í því örugga trausti, að brátt mundi nú fara að birta. Og þó að allir stóru sigrarnir, sem hin- ar ljóselsku kynslóðir hafa unnið á liðn- um öldum, séu nú löngu gleymdir, þá þurfum við ekki lengi að leita til þess að verða vör við ávextina af baráttu þeirra. Það eru einmitt þessar hljóðu fylkingar, sem plægðu, sáðu og uppskáru og börð- ust upp á líf og dauða við myrkravöld hins langa íslenzka vetrar, það eru þær, sem smám saman lögðu stein við stein í bygg- ingu framtíðarinnar, ruddu vegina og byggðu brýrnar og fæddu og ólu nýjar kynslóðir handa framtíðinni. Og upp af svitadropum þessa fólks hafa vaxið þau lífgrös menningar, tækni og þæginda, sem við búum við í dag. Já, þó að baráttusaga hins ljóselska, íslenzka alþýðumanns sé að mestu gleymd, þá njótum við, sem í dag lifum, ávaxtanna af hinum dýrkeyptu sigr- tim hans. I upphafi máls míns minntist ég á miðs- vetrarblótin, sólarkomuhátíðir hinna heiðnu forfeðra okkar. Þær lágu niðri um langa hríð. En laust fyrir síðustu aldamót byrjaði stúdentafélag Reykjavíkur á þeirri nýbreytni, að halda miðsvetrarhátíðir, sem nefnd voru „Þorrablót“, og var sú hug- mynd runnin beint frá miðsvertrarblótun- um fornu. Þorrablót voru þau nú nefnd, af því að þau voru haldin til að fagna komu Þorrans, — þá hafði sólin sigrað myrkrið til fulls og þá var mörgum manninum bjart fyrir augurn, eins og þessi gamli hús- gangur ber greinilega með sér: „Þegar kemur Þorri minn, þá skal hátta í björtu". M. ö. o. í Þorrabyrjun var orðið svo bjart, að þess gerðist ekki lengur þörf að kveikja ljós. En ætli að okkur þætti ekki flestum heldur dimmt í kringum okkur, ef við ættum nú að fara að ganga til hvílu í myrkri á hverju kvöldi? Eg býst við því. Svo þegar fram liðu stundir, þá var farið að halda Þorrablót víðar en hjá Stúdentafélagi Reykjavíkur, og nú í dag eru þau haldin víðs vegar um land allt. Og í kvöld erum við hér saman komin á Aðalstöðin - Sími 515 % /•> Z V/ GÓLFTEPPI O o Eigum ennþá fyrirliggjandi nokkur stykki af pólskum gólfteppum. t 2X3 og 2j/2X3i/2. Kaupfélag Suðurnesja Vefnaðarvörudeild. < íOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOOCxXX oooooooooooooooooooooooooooooox'

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.