Faxi - 01.03.1954, Síða 14
26
F A X I
Fœreysku sjómennirnir
Viðhorfið til ráðningar færeyskra sjó-
manna á veiðiskipin hefur vakið töluvert
umtal. Þess vegna var leitað til tveggja
manna, sem gætu verið einskonar full-
trúar þeirra tveggja atvinnugreina, sem
þetta skiptir mest. Þ. e. sjómenn og út-
vegsmenn og þeir beðnir að skýra lesend-
um Faxa frá viðhorfi sínu. Brugðust þeir
Olafur Björnsson og Margeir Jónsson vel
við. Ritstj.
Nú að undanförnu hefur mikið borið á
því, að sjómenn hefur vantað á fiskiskip-
in, og er orsökin að sjálfsögðu sú, að
menn leita að betur launaðri vinnu við
ýmis störf, sem til falla bæði hjá varnar-
liðinu eða í önnur störf sem losnað hafa
við að stór hópur manna hefur farið frá
margskonar fyrri störfum í störf á Kefla-
víkurflugvelli.
Fram hjá því verður ekki gengið, að
árstekjur óbreyttra sjómanna á fiskiskipa-
flotanu meru mun minni en hjá flestum
öðrum stéttum landsins þegar miðað er
við þann langa vinnudag, sem þeir þurfa
að vera við störf sín.
Allur almenningur veit þó, að ekki er
hægt að bæta kjör sjómanna með einfaldri
kauphækkun eða hlutarhækkun, frá því
sem nú er, með óbreyttum tilkostnaði eða
óbreyttu fiskverði, því að rekstursafkoma
skipanna er þannig farinn, að stórt vanda-
mál er þar til úrlausnar.
Menn gera sér vonir um, að víkkunar
landhelginnar fari að gæta verulega, og
hefur það að vísu þegar komið í ljós það
sem af er þessari vertíð hjá vélbátunum
að minnsta kosti, og ef afli vex, batna að
sjálfsögðu kjör allra aðila, sem hlut eiga að
máli við útgerðina. Rætt hefur verið um
skattfríðindi eða hærri frádrátt frá brúttó-
tekjum til handa sjómönnunum, og munu
þessi mál öll vera í athugun.
Það verður að teljast rétt og sjálfsögð
ráðstöfun, að fá færeyska sjómenn á fiski-
skipin, á meðan málum er þannig háttað,
sem raun ber vitni, því annars hefðu mörg
skip stöðvast vegna mannaskorts. Fær-
eysku sjómennirnir eru fúsir að starfa á
íslenzkum fiskiskipum um stundarsakir,
því kjör þau sem eru á fiskiskipum hér
eru mun betri en í þeirra heimalandi.
Margeir Jónsson, útgerðarm.
Að sjómennirnir okkar skuli ekki leng-
ur hafa atvinnu af að sækja á miðin og
afla fiskjar, er stærra vandamál en svo, að
það verði leist með því að ráða hingað
færeyska sjómenn, það myndi ef til vill
halda útgerðinni gangandi þessa vertíð, en
alls ekki lengur.
Með bátagjaldeyrisvanskapnaðinum á
að heita svo að fært sé að gera út vélbáta-
flotann, og með víðtæku verkfalli náðust
þau kjör, að menn hafa fengizt á flesta ef
ekki alla þá báta, sem sæmilega eru gerðir
út og ekki eru þekktir að vanskilum. Hitt
er aftur á móti staðreynd að mikil vand-
kvæði eru á að stunda sjó við okkar að-
stæður, ef ekki er hægt að velja til þess
duglegustu menn, en það verður því að-
eins hægt að meira hafist fyrir það, en
aðra vinnu.
Togaraútgerð er nú komin í algjört
strand, stór tap mun vera á flestum eða öll-
um skipunum síðasta ár, sjómennirnir flýja
skipin vegna þess að þeir hafa ekki í sig
og á þrátt fyrir langan og erfiðan vinnu-
dag, auk þess að fara að mestu á mis við
allt félagslíf og menningarlíf.
Með því að ráða færeyska sjómenn á tog-
arana, held ég að okkar sjómenn myndu
í enn ríkara mæli forða sér í land, því
margur hefir þraukað á skipinu sínu eða
með skipstjóranum sínum, í þeirri trú að
afkoma þeirra hlyti að verða bætt mjög
bráðlega.
Eg er sennilega ekki brot úr hagfræð-
ing, en mér skilst, að útgerðin og þeir sem
við hana vinna, skapi megin hluta þjóðar-
teknanna, öðru getum við ekki byggt á
til frambúðar. Þess vegna hlýtur útgerð að
geta þrifist og greitt hæstu laun, sé henni
vel stjórnað, ef hún fær sinn part af
þjóðartekjunum.
Nær allir sem verzla við útgerðina og
með afurðir hennar þrífast vel, og flestir
betur en maklegt er. Ef til vill lifir þjóðin
í heild hærra en hún hefir efni á, og þá
fyrst og fremst þeir sem hæst lifa.
Ráðamenn þjóðarinnar verða að hafa
kjark í sér til að gera þær ráðstafanir, sem
duga til þess að varanlegur grundvöllur
fáist fyrir að gera út og stunda sjó, báta-
gjaldeyrir og annað lapparí er ekkert ann-
að en gálga frestur og flótti frá raunveru-
leikanum.
Ol. Björnsson, form. sjómd. V.S.F.K.
v
I
K
o
Frá skrifstofu Keflavíkurbæjar
Bæjarstjórn Keflavíkur hefur samþykkt að haga innheimtu
útsvara á sama hátt og undanfarin ár, þó þannig að innheimt
verði fyrirfram sem svarar 50% af fyrra árs útsvari.
Gjalddagar verða 1. marz, 1. maí og 1. júní, 12/2°/0 af fyrra árs
útsvari hverju sinni.
Fyrsti gjalddagi var 1. marz.
Keflavíl{, 15. marz 1954.
BÆJARSTJÓRINN.
1
OOCXXXXXXX^CXXX <
I
I
x
X
X
I
x
I
X
X
X
X
X
X
y
x
x
<y
£<»£><><><xí'<XxS><xíx'