Faxi

Volume

Faxi - 17.06.1954, Page 1

Faxi - 17.06.1954, Page 1
FAXI ------------------------] 6. tbl. • XIV. ár 17. JÚNÍ 1954 Utgefandi: Málfu ndafélagið Faxi Keflavík. Y' í4 Söngvar helgaðir þjóðhátíðardegi íslands 17. júní 1944. Hver á sér fegra föðurland, tneð fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, Ijós og Ijóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land cr duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð, er lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hálign jökla, bláan sæ hún unir grandvör, farsæl, fróð og frjáls — við yzta haf. Ó, ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugl allt þitt ráð. llver dagur líti dáð á ný. Hver draumur rætist verkum í, svo verði lslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar Islands byggð sé öðrum þjóðum háð. Syng, frjálsa hmd, þinn frelsissöng. Syng fagra land þinn brag um gæfusumur, ijós og löng, um laufga stofna, skógargöng og bættan barna hag. Syng unaðssöngva, íslenzk þjóð, syng um þitt föðuriand, með fornar sögur, frægan óð, hið frjálsa Aiþing, mennta sjóð og norrænt bræðraband. Syug íslands þjóð — og þakka afl i þiísund ára raun. Við óiög þung og ölduskafl var unnið þinnar gæfu tafl og langþreyð sigurlaun. Syug frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt. Lát aldrei fölskvast æskuglóð, ver öllu þjáðu mild og góð. Lát rikja ró og vit. HULDA (Unnur Benediktdóttir Bjarklind)

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.