Faxi

Árgangur

Faxi - 17.06.1954, Síða 3

Faxi - 17.06.1954, Síða 3
F A X I 59 Helgi S. Jónsson, form. þjóðhótíðarnefndar: Minjalundur Keflavíkur Lýðveldishátíðir í Keflavík una, er þegar risið og þjóðhátíð 17. júní Ritstjóri Faxa var svo vinsamlegur að bjóða mér nokkurt rúm i blaði sínu, til að segja frá 10 ára samleið með Minja- garði Keflavíkur og þjóðhátíðinni, 17. júní, sem fyrst var tengd þeirri hugmynd, að Keflavík eignaðist sinn minja og minn- ingagarð. Arið 1945 var reist stærsta fánastöng landsins inn á milli gamalla gaddavírs- girðinga, því þar í kring skyldi byggður minningagarður okkar í framtíðinni. Fyrir velvilja ráðamanna Keflavikur fyrr og síðar hefur þessari hugmynd verið af- hent glæsilegt svæði, sem að vísu á langt í land en horfir þó í rétta átt. Þarna á eftir að rísa minnismerki fallinna sjó- manna og þess annar^ sem við viljum minnast og þykir kært. Mörgum kann að þykja það furðu gegna, ltve smátt hefur miðað á þessum 10 árum, en til þcss eru margar ástæður. Fyrstu árin eyðilagði fé og hestar allt, sem niður var sett, og munaði minnstu að velunnarar garðsins gæfust upp, en seiglan sigraði. Nú hefur verið sauðlaust í nær þrjú ár og á þeim tíma hefur miðað vel A liverju ári hcfur eitthvað bæzt við, sem til fram- búðar er. Girðingarnar eru fallnar og farnar burtu, börn og fullorðnir hlúa nú að gróðrinum og reita burtu arfaklær, og er það gleðilegur vottur þess, að fólkið hefur tekið þessa hugmynd að sér og vill að áfram verði haldið af vaxandi þrótti að skipuleggja og græða upp þennan friðarreit í hjarta hins unga bæjar. Það eru nú allir orðnir sammála um, að garð- inn megi ekki skerða á nokkurn hátt, heldur að gera hann að talandi tákni um framsýni þeirra, sem nú byggja þennan bæ. Við Tjarnargötuna þarf að reisa ein- hverja veglega byggingu, til dæmis Ráð- búsið og koma þar fyrir Byggðasafni Keflavíkur í beinu sambandi við Minja- garðinn. Fvrsta minnismerkið, um Lýðveldistök- liefst þar. Eftir að minnismerki fallinna sjómanna er komið þar líka, þá hefst Sjó- mannadagurinn einnig í garðinum. Hið veglega listaverk Ásmundar Sveinssonar, er hann skóp í sama tilefni, enda þótt það væri ekki okkur ætlað, bíður eftir sínum heiðursstað í garðinum . Það verður ekki langt þangað til við getum boðið vinum okkar, sem koma í heimsókn til Keflavíkur, að skoða garð- inn og sannað þeim, að hér er hugsað um fleira en flugvöll og þorsk. Eins og Hellis- gerði og Listigarður Akureyrar bera hróður sinna byggða, eins mun Minja- garður Keflavíkur auka á okkar hróður og menningu. * Til skilningsduka almennings er rétt að segja í stórum dráttum frá sögu þessa garðs. Hugmyndin varð til nokkru fyrir 1944, en hafði þá lítinn byr, því sú al- menna ótrú var hér ríkjandi, að ekkert gæti gróið í Keflavík, en trén og blómin, sem dafna hér ár frá ári hafa gefið fólkinu nýja trú. — 1945 var ákveðið að minnast Lýðveldistökunnar um land allt, heima í bæjum og héraði. I sambandi við það fékk hugmyndin um garðinn fastara form. Bærinn átti mikinn hluta lands, sem undir garðinn er ætlað og keypti þann hluta sem á vantaði. Fánastöngin mikla var reist til minningar um sigurdaginn 17. júní 1944. Fyrst í stað var þessi dagur jafnframt fjáröflunardagur fyrir garðinn og gaf það góða raun fyrstu árin, en hin þrjú síðustu ár hefur því farið hnignandi, því Reykja- vík hefur lokkað of marga til sín. For- ráðamenn bæjarins hafa alla tíð verið þess- ari starfsemi mjög hlyntir og veitt garð- inum fjárstyrk og aðra fyrirgreiðslu. Skrúðgarðsnefnd, sem einnig er forstöðu- nefnd Þjóðhátíðardagsins, er kosin af bæjarstjórn til fjögurra ára í senn. Við undirbúning hátíðarinnar hafa svo ávallt komið til aðstoðar fulltrúar frá öllum starfandi félögum í Keflavík, það sýnir samhug og skilning, sem er þess vafalaust megnugur að bera þessa hugmynd fram til sigurs. Það þarf ekki að lýsa því, hve hægt hefur miðað áfram, en því ræður þröngur fjárhagur. Nægur stórhugur og trú á mál- efnið er fyrir hendi. Þegar allt svæðið er nú að komast i notkun sem garður ein- göngu, þá opnast nýr möguleiki fyrir átt- hagafélög og önnur félög að fá sína reiti. til að græða og hirða og á þann hátt að létta starfið og gefa garðinum meira gildi. A meðan við þurfum að kaupa mestan hluta af vinnu og fyrirhöfn, þá miðar of hægt áfram — en ef við leggjumst öll á eitt, þá getum við, nú miðaldra fólk, gengið þar um „í lundum nýrra skóga“, áður en við förum héðan alfarin. Við þennan 10 ára áfanga skulum við gleyma öllum liðnum vonbrigðum og erfiðleik- u mog heita á Keflavík að tí-falda árangur næstu ára — það mun engan iðra þess. # Ég vil nota þetta tækifæri — 10 ára afmælið — til að flytja þakkir nefndar- innar, sem að þessum málum stendur, til allra þeirra fjölmörgu, sem lagt hafa gjörfa hönd á plóginn, svo og til þeirra, sem hata sýnt umburðarlyndi og skilning á van- mætti okkar, til að gera svo sem hugur steiulur til. Gleðilega þjóðhátíð. GÓLFDÚKUR Allar stœrðir Kaupfélag Suðurnesja

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.