Faxi - 17.06.1954, Page 4
60
F A X I
Karvel Ögmundsson:
Merkisberar Islendinga
Sjómannadagsrœða
I dag liöldum við hátíðlegan sjómanna-
sunnudag, og minnumst þeirrar stéttar,
sem um aldaraðir hefur borið hita og
þunga dagsins í lífsbarattu hinnar ís-
lenzku þjóðar. Sjómannastéttin hefur
verið merkisberi Islendinga allt frá því er
land byggðist til þessa dags. Þeim tókst
að vega afkomu þjóðarinnar frá örbyrgð
og vonleysi til fjárhagslegs og stjórnarfars-
legs sjálfstæðis.
Það er fyrst og fremst þessari slétt að
þakka, að við í dag njótum hinna góðu
lífskjara, sem raun ber vitni. Allt frá önd-
verðu hafa íslenzku sjómennirnir orðið að
heyja harða baráttu við óblíð náttúruöfl
og erfið skilyrði, en þetta hefur orðið til
þess að ala upp hrausta og harðgerða sjó-
mannastétt, sem með harðfengi og dugn-
aði liefur skipað sér öndvegis sess meðal
sjómanna annarra þjóða.
Islendingar munu seint gleyma fórnar-
lund sjómannanna á styrjaldarárunum,
þar sem líf heillrar þjóðar var í veði, ef
ekki tókst að halda sambandi við um-
hciminn, en sjómennirnir sinntu hvorki
hættum né torfærum en héldu baráttunni
áfram, á hverpi sem valt, enda voru á
þeim tímum margar og dýrar fórnir
færðar.
Þegar þjóðin endurheimti sjálfstæði sitt,
má segja að grundvöllurinn fyrir því, að
svo vel tókst, hafi verið lagður af hinni
íslenzku sjómannastétt. Því góð fjárhags-
!eg afkoma var frumskilyrði fyrir sjálf-
stæði hennar. Með karlmennsku og hug-
prýði tókst þeim að afla þjóðinni tekna,
og tryggja fjárhagslegt öryggi, sem síðar
varð sá hyrningarsteinn sem sjálfstæðið
byggðist á.
En eitt erfiðasta viðfangsefni Islendinga
er, hversu fáir eru þátttakendur í hinu
þjóðhagslega jákvæða sjómannsstarfi, því
aðeins 5% af landsmönnum framleiða 90%
af útfluttnings verðmæti þjóðarinnar.
Allur almenningur hneigist að því að
því að taka ldut sinn á þurru landi, heldur
n velja sér hinn þrönga kost að þreyta
fangbrögð við ægi, og sækja gull í greipar
hans. Ef ekki verður skjót breyting á
þessu, verður erfitt að fylla í þau skörð,
er myndast í raðir sjómannastéttarinnar,
r>g þá er afkoma þjóðaririnár í voða. Því
allur annar atvinnurekstur er aðeins
' cinar á einum stofni, en stofninn er þau
auðæfi, sem unnin eru úr skauti hafsins.
En ef breyting verður til batnaðar og
htigur æskumanna hneigist til sjómennsku,
getum við horft vonglaðir fram á veginn,
því nú ráða sjómenn hinum fullkomnustu
tækjum. Nýjustu vélbátum, stórum ný-
tí/.ku togurum og fullkomnum flutninga-
skipum. Þessi atvinnutæki í höndum ís-
lenzkra sjómanna verður framtíðartrygg-
ing fyrir fjárhagslegu örvggi Islendinga.
Þegar við ræðum um lífsstarf sjómanns-
ins megum við ekki gleyma þeim aðila,
sem við hlið hans stendur í lífsbaráttunni,
sjómannskonunni, því ekki má á milli
sjá, hvort meira fær áorkað sjómaðurinn
eða sjómannskonan. Hið fjölþætta starf
sjómannskonunnar bæði líkamlegt og
andlegt verður uppistaðan í þreki og djörf-
ung sjómannsins, hún verndar heimili
hans og mótar soninn, sem við tekur af
honum. Með sameinuðum kröftum, fá
þau áorkað því, sem með þarf til þess, að
hin íslenzka þjóð geti gengið vonglöð mót
hinum ókomna tíma, hvað sem hann ber
í skauti sínu.
Ég bið að blessun guðs og vernd hvíli
yfir sjómönnum og öllum þeirra ástvin-
um á ókomnum tímum.