Faxi - 17.06.1954, Side 7
F A X I
63
ÞÓRHALLUR GUÐJÓNSSON:
Frjálsar íþróttir á Suðurnesjum 1953
Jóhann R. Benediktsson, hástökkvari.
Sumarið 1953 var það heillavænlegasta,
hvað snertir frjálsar íþróttir á Suðurnesj-
um til þessa. Að vísu var það aðeins eitt
félag, sem átti keppentlur í þessari íþrótt,
en þeir stóðu sig með þeim ágætum, að
ekkert annað félag utan Reykjavíkur átti
iiðru eins liði á að skipa. Þessir menn hafa
haldið merki síns bæjar hátt og ekki væri
úr vegi að hlúa dálítið að þeim, hvað skil-
yrði snertir með tilliti til þeirra mögu-
leika, sem þessir rnenn eiga á komandi
sumri. Nú þegar hefur vcrið ákveðin
landskeppni í frjálsum íþróttum og hafa
fimm til sex menn síðan möguleika á að
skipa þar sæti. Stærsta vonin er þó að fá
þátttakendur í Evrópumeistaramótinu
1954. Nú eru menn okkar komnir svo
langt á sviði íþróttanna, að við þessu má
búast og væri leitt til þess að vita, að ekki
gæti af þessu orðið aðstæðna vegna, en
vilji íþróttamanna væri nægur fyrir æf-
ingunum. Ekki er hægt að ætlast til þess,
að íþróttamennirnir sjálfir leggi fram
mikla vinnu til þess að bæta æfingaskil-
yrði þar sem þeir vinna langan vinnudag
og taka svo stranga íþróttaæfingur í V/z—2
tíma á dag, ef góður árangur á að nást.
Þetta var nú útúrdúr, en ekki væri úr
vegi, að honum væri dálítill gaumur gef-
inn.
Strax í fyrstu íþróttakeppni sumarsins,
sem var víðavangshlaup Í.R. í Reykjavík,
fyrsta sumardag, var unninn fyrsti sigur-
inn. Ungmennafélag Keflavíkur vann
fimm manna sveitakeppnina og hlaut að
launum bikar, gefinn af Sanitas h.f. Þetta
var í fyrsta sinn, sem bikar þessi fer út
fyrir Reykjavík.
A árinu voru háðar þrjár keppnir við lið
annars staðar af landinu. Fyrst var keppni
milli Knattspyrnufélags Reykjavíkur og
Ungmennafélagsins. Þetta var sæta
keppni, þannig að fyrsti maður hlaut fimm
stig, annar þrjú, þriðji tvö og fjórði eitt
stig. Hérna fór K.R. með sigur af hólm-
inum, hlaut 72 stig gegn 64 stigum Ung-
mennafélagsins, eða munurinn var að-
eins átta stig. Kcppnin fór fram í Reykja-
vík dagana 27. júní og 4. júlí á íþrótta-
velli K. R.
23. ágúst fór svo fram hin árlega bæja-
keppni Selfyssinga og Keflvíkinga. Keppt
var eftir finnsku stigatöflunni og fær þá
liver og einn stig fyrir sitt afrek, eftir því
hvað það er gott. Hér sigruðu Keflvíking-
ar og hlutu 14329 stig gegn 13.0901 stigi,
eða munur 428 stig. Keppt var í Keflavík
í góðu veðri og voru áhorfendur margir.
Þriðja keppnin var svo milli Ung-
mennasambands Kjalarnesþings og
Iþróttabandalags Suðurnesja og fór hún
fram á Leirárbökkum á Kjalarnesi sunnu-
daginn 13. september. í þessari keppni
var reiknað út eftir alþjóðastigatöflunni
nýju. Hér bar I. S. sigur úr bítum, en ég
get ekki skýrt frá með hve miklum stiga-
mun, vegna þess að ég hef ekki stigaút-
reikninginn né stigatöfluna hjá mér. I
átta greinum af tíu, sem keppt var í, fékk
I. S. fyrsta mann.
Frjálsíþróttamenn hérna hafa tekið þátt
í flestum opinberum stórmótum og ávallt
staðið sig með prýði. Á Meistaramóti Is-
lands í frjálsum íþróttum, sem fram fór
á Akureyri 15.—19. ágúst, voru sendir átta
keppendur á vegum U. M.F. K. Þessir
menn stóð usig með slíkum ágætum, að
Keflvíkingar fengu sinn fyrsta íslands-
meistara ,sem er Þorsteinn Love í kringlu-
kasti. Auk þess komu þessir menn með
þrenn önnur verðlaun og tvenn þriðju-
verðlaun. Förin hefur eflaust verið góð
kunning Keflvíkinga.
Unglingarnir brugðust heldur ekki. A
Meistaramóti Islands fyrir unglinga (18—
20 ára) fengum við þrjá meistara. Val-
björn Þorláksson í hástökki og stangar-
stökki og 'Gunnar Sveinbjörnsson í kúlu-
varpi, auk þess varð hann annar í þrí-
þraut.
Ungmennafélag Keflavíkur hefur á ár-
inu haldið tíu íþróttamót, bæði opinber og
innanfélags. 1 þessum mótum hafa 22
félagar tekið þátt, og hafa þeir sett 21 suð-