Faxi - 17.06.1954, Síða 11
F A X I
67
Sjómannasunnudagimnn,
hinn 17. í röðinni, var óvenju fagur. Veðrið
var eins gott og famast má verða. Fólkið tók
einnig óskiptan þátt í deginum.
Séia Björn Jónsson,
sóknarprestur, prédikaði i kirkjunni, en síð-
an var gengið í veglegri fylkingu inn á höfn,
þar sem miðhluti dagskrórinnar fór fram.
Fánaberamir
Voru ánægjulega samstíga, þar sem þeir
gengu í fararbroddi, en Lúðrasveitin Svanur
lék göngulög af leikni. Mannfjöldi fylgdi á
eftir.
Karvel Ogmundsson,
flutti aðalræðu dagsins, en séra Björn
minntist látinna sjómanna. Karlakór Kefla-
víkur söng. Njarðvíkingar, hinir ósigrandi
róðrarkappar, fóru enn með sigur af hólmi.
Stakkasundskappi varð Björgvin Hilmarsson.
Keiptogskeppnin
suður á iþróttavelli vakti geysilega hrifn-
ingu og eftirtekt. Þar áttust við fulltrúar
hinna tveggja slysavarnafélaga. 12 konur gegn
8 körlum.
Æfingar
strangar höfðu báðir aðilar haft, og kven-
fólkið ætíð dregið karlana. Mátti því sjá út-
sendara karlaslysavarnadeildarinnar, þar sem
þeir tóku sjónmál af breidd brjósts og hand-
leggja hinna fræknustu karla bæjarins. Leit-
urðu þeir þar einhverra, sem standa mundu
konunum á sporði.
Árangur leitarinnar
virtist líka ætla að verða góður, því í fyrstu
atrennu rétt mörðu þeir konur yfir strikið.
Þá mátti heyra eggjunaróp í herbúðum
kvenna. Nú skyldi draga eða drepast. Og eins
og berserkir fyrri alda lögðust þær á reipið —
og ekkert stóðst þeim snúning.
Karlarnir urðu að
láta í minni pokann við geysileg fagnaðaróp
hinna fjölmörgu áhorfenda!
Þrir vélbátar
hafa verið keyptir hingað til Keflavíkur í
vor. Hilmir (áður Guðfinnur, eign Guðfinns-
bræðra) keyptur að vestan, eigendur Baldur
Júlíusson, Óli Ólsen og Eiríkur Þórarinsson.
Höfrungur keyptur úr Vestmannaeyjum. Eig-
endur Skúli Pálsson, Sveinn Vilbergsson og
Kristmundur Benjamínsson. Hrafn Svein-
bjarnarson, keyptur frá Grindavík, var hér
áður í Keflavík, þá eign Ólafs Einarssonar.
Eigendur Trausti Jónsson og Ágúst Guð-
mundsson.
Ennfremur
hafa verið keyptir hingað 10—15 opnir vél-
bátar.
Sundmót Sundhailardagsins
fór fram á 2. í Hvítasunnu. Margir áhorf-
endur voru. En sökum íslandsmeistaramóts-
ins voru engir utanbæjarkeppendur.
Margeir Jónsson,
formaður Sundhallarnefndar, setti mótið.
Rakti hann sögu sundsins í Keflavík. Allt frá
frumstiginu í Grófinni til þessarar veglegu
byggingar, sem hefur orðið hinum fræknu
sundmönnum Keflavíkur sú lyftistöng frá-
bærs árangurs, sem raun ber vitni.
Hylltu menn
hina göfugu sundíþrólt með ferföldu, kröft-
ugu húrra hrópi, en Margeir lýsti mótið sett.
Mótstjóri var Guðmundur Ingólfsson.
Þetta var síðasta
sundmót Sund’hallardagsins í þessum bún-
ingi. Nú er svo mikið orðið um sundmót, að
þessu er orðið næsta ofaukið. Ákváðu því
forráðamennirnir að fella það niður.
Inga Árnadóttir og Magnús Guðmundsson
hlutu afreksbikara mótsins. Eru þau vel að
þeim 'heiðri komin. Svo frábær afrek hafa
þau unnið.
Islandsmcistarar
í sundi, eftir fyrri dag keppninnar, urðu
þessir Keflvikingar: í 100 m. bringusundi
drengja Magnús Guðmundsson 1:27,2; í 200
m. bringusundi kvenna Inga Árnadóttir 3:24,4,
en önnur varð Vilborg Guðleifsdóttir; í 400
m. bringusundi karla Magnús Guðmundsson
6:19,0; í 50 m. bringusundi telpna Inga Árna-
dóttir 43,4.
Edinborg
heitir ný verzlun, sem nýlega var opnuð í
Keflavík. Eigandi er Jóhann Pétursson. Þar
er á boðstólnum tilbúinn fatnaður á konur,
karla og börn. Sportföt ýmiss konar og fleira.
Verzlunin er mjög skemmtileg og ljósaútbún-
aður sérstæður.
B.v. Keflvíkingur
kom inn 7. júní með 60 tonn af ísuðum
fiski og 160 tonn af saltfiski eftir 20 daga
veiðiferð. Öfluðu fyrir vestan og norðan.
FA 'V I Ritstjóri og ábyrgðar-
I maður: ÓLafur Skúla-
son. Blaðstjórn: Hallgr. Th. Bjömsson,
Margeir Jónsson, Kristinn Pétursson.
Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Af-
greiðslum.: Valtýr Guðjónsson. Aug-
lýsingastj.: Gunnar Sveinsson. Verð
blaðsins kr. 5,00. Alþýðuprentsmiðjan.
ísfiskinn
á að heroa. Var mikill hamagangur, er 60
hendur ungra sveina frá 9—14 ára kepptust
við fiskstörfin.
Af fermingarlistanum
í síðasta blaði féllu niður nöfn tveggja ferm-
ingarbarnanna. Þeirra Egils Jónssonar, Vest-
urbraut 5, Keflarvik og Oddnýjar Rósu Ragn-
arsdóttur, Njarðvík í Njarðvíkum.
Gunnar Þorbergsson,
sem mörgum Keflvíkingum mun kunnur, er
nýkominn heim í sumarleyfi. Les hann raf-
magnsverkfræði í Gautaborg, Svíþjóð.
Myndirnar,
sem ætlunin var að prýða skyldu blað þetta,
verða því miður að bíða betri tíma, sökum
verkfalls prentmyndasmiða.
Helgi Skúlason
hefur nýlokið námi í leikskóla Þjóðleik-
hússins með hárri einkunn. Helgi hefur verið
ráðinn leikari við Þjóðleikhúsið næsta leikár.
En nú dansar hann í óperettunni Nitouche og
tekur þátt i æfingum á leikriti, sem hefja á
sýningar á í haust.
Verzlunarmenn
í Keflavík hafa nú mikinn áhuga á að
skreyta verzlunarhús sín eftir fremsta megni
í sambandi við 17. júní. Skemmtilegt væri að
sjá nýstárlegar hugmyndir eða vel útfærðar,
þó eldri væru.
Girðingaræflar
og rusl á að hverfa sem dögg fyrir sólu, svo
að hvergi sjáist blettur né hrukka á 10 ára
afmælinu.
Með þessu blaði
leggst útkoma Faxa niður um skeið. Eins
og ég tók fram í janúarblaðinu, var áformað,
að Faxi kæmi út í sumar einnig. En sumar-
áætlunin breyttist og hamlar útkomu.
Þakkir
færi ég öllum, sem hafa stutt mig í starfi.
En það hefur að mörgu leyti orðið erfiðara
sökum dvalar utanbæjar. Uppörvanir og vel-
viljaorð munu seint gleymast, enda þótt frá
líði.