Faxi - 17.06.1954, Side 13
F A X I
69
Hör&ur Guðmundsson:
Hvítasunnumót U.M.F.K.
Hið árlega „Hvítasunnumót U. M. F. K
i trjálsum íþróttum fór fram i fögru veðri
eða því hezta sem komið liefur á þessu
sumri. Áhorfendur voru allmargir, og
mun flciri en sjást á íþróttamótum í
Reykjavík. Eins og undanfarin ár voru
það íþróttamenn lrá K. R. sem mestan
svip settu á mótið.
Að þessu sinni tóku íþróttamenn frá
U.I.A. þátt í mótinu, og er það í fyrsta
skipti sem austfirðingar taka þátt í íþrótta-
móti hér í Keflavík. 2.5 íþróttamenn tóku
þátt í mótinu, 13 frá K. R., 5 frá U. í. A.
og 5 frá U. M. F. K. Mjög góður árangur
náðist í nokkrum greinum miðað við þær
aðstæður sem fyrir hendi eru. Tími As-
mundar í 100 m. hlaupinu er mjög góður
ei tekið er tillit til brautarinnar sem er
mjög óslétt og auk þess varð hann að
slá af i síðustu metrunum, þar sem barn
hljóp út á brautina. Dagbjartur er mjög
efnilegur spretthlaupari, sem vert er að
tekið sé eftir. Torfi virðist vera í góðri
æfingu, og það mætti segja mér að hann
komi skemmtilega á óvart á E. m. í sumar.
Valbjörn er mjög efnilegur stangar-
stökkvari eins og við könnumst við. Val-
björn setti daginn áður nýtt unglingamet
í stangarstökki, 3,6H m. Þorsteinn Liive
sigraði í kringlukasti með allgóðum
arangri. Þorsteinn kom skemmtilega á
óvart með því að sigra methafann í
sleggjukasti, Þórð Sigurðsson með yfir-
burðum. Þorvarður er ekki í nokkurri
æfingu, svo það var ekki við meiru af
honum að búast. Vonandi á hann eftir að
bæta okkur það upp síðar í sumar.
Cíuðjón B. Olafsson, K. R. sigraði í
langstökki. Guðjón er nýliði sem á vafa-
'ítið eftir að vekja á sér verðskuldaða at-
hygli.
Björn Jóhannsson varð að láta sér nægja
annað sætið í langstökkinu, þó hann væri
aberandi mesti stökkvarinn. Björn er
sennilega bezti frjálsíþróttamaður sem
Keflavík á á að skipa þó hann sé aðeins
1H ára. Björn mætti æfa betur en hann
gerir og temja sér meiri nákvæmni. Ef
hann æfir vel ætti hann að geta orðið af-
bragðs „tugþrautarmaður“.
1000 m. hlaupið var án efa skemmti-
legasta grein mótsins, þó svo tíminn væri
ckki góður. Svavar, sem er einn af yngstu
en sterkustu millivegalengdarhlaupurum
landsins, tók forustuna strax í upphafi og
leiddi allt hlaupið og sigraði glæsilega.
Bergur Hallgrímsson var öruggur með
annað sætið. Þetta var auðsjáanlega of stutt
Idaup fyrir Berg, því hann er fremur ferð-
lítill en hcfur gott úthald, og væri gaman
að sjá hann í 3000 og 5000 m. því þar
nýtur hann sín bezt.
Þórhallur króaðist af í startinu og dróst
aftur úr en hann hélt vel út og átti stuttan
en góðan endasprett. Það er sjaldgæft nú
orðið að svo margir keppendur mæti til
leiks í millihlaupunum (9 keppendur), og
það sem athyglisvert var við þetta hlaup
var að 5 keppendanna eða austfirzku
keppendurnir eru allir frá sama þorpinu.
Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, sem telur
nokkra tugi íbúa, og þrír af þeim eru
bræður.
Mótið fór hið bezta fram, og við
þökkum K. R.-ingum og Austfirðingum
hjartanlega fyrir skemmtilega og drengi-
lega keppni.
Urslit í einstökum greinum voru sem
hér segir:
100 m. hlaup:
1. Asm. Bjarnason K.R.........10,9 sek.
2. -3. Guðjón B. Ólafsson K.R. 11,6 —
2.-3. Dagbj. Stígss. U.M.F.K. . 11,6 —
4. Guðmundur Guðjónsson K.R. 11,7 —
1000 m. hlaitp:
1. Svavar Markússon K.R. . 2:42,8 mín.
2. Bergur Hallgrímsson U.Í.A 2:45,8 —
3. Rafn Sigurðsson U.Í.A 2:49,2 —
4. Þórh. Guðjónss. U.M.F.K. 2:51,8 —
Stangarstö^:
1. Torfi Bryngeirsson K.R.....4,00 m.
2. Valbjörn Þorláksson K.R....3,50 —
Kringlukast:
1. Þorsteinn Lövve K.R. 47,14 m.
2. Friðrik Guðmundsson K.R. 46,40 —
3. Sigurþór Tómasson K.R. .. 38,28 —
4. Pétur Rögnvaldsson K.R. 36,35 —
Sleggju/past:
1. Þorsteinn Löwe K.R. 47,86 m.
2. Þórður B. Sigurssoti K.R. 43,46 —
3. Einar Ingimundars. U.M.F.K. 39,74 —
4. Þorv. Arinbjarnars. U.M.F.K 39,51 —
Langstöl{l{:
1. Guðjón B. Ólafsson K.R.......6,32 m.
2. Björn Jóhannsson U.M.F.K 6,28 —
3. Guðlaugur Einarsson U.M.F.K. 5,99 —
4. Guðm. Guðjónsson K.R. 5,99 —
Stan garstöl(l(:
1. Torfi Bryngeirsson K.R.......4,00 m.
2. Valbjörn Þorláksson K.R. 3,50 —
Hvað er ný tónlist?
Undir þessari fyrirsögn ritar Dr. Ole Mörk
Sandvik 21. apr. grein í Morgenbladet í
Osló. Tilefni hennar er útgáfa í mörgum
bindum „Ny musik i Norden", sem
kemur út á vegum „Nordens publikati-
onsnamd“ undir stjórn E Bjelle. Yfrilits-
grein um tónlist hvers lands fyllir bókina,
en í hana skrifa Frede Schandorf Petersen
(Danmörk), Veikko Helasvuo (Finn-
land), Baldur Andrésson (ísland), dr Olav
Gurvin (Noregur) og Bo Wallner (Sví-
þjóð). Um framlag Islands segir dr. Sand-
vik: „Lýsingin á tónlist íslands, samin af
Baldri Andréssyni, er aðallega söguleg
greinargerð um þróunina frá fornöld fram
á vora daga. Við höfum haft tækifæri til
að kynnast hér nokkrum íslenzkum tón-
skáldum nútímans. Ber þar að nefna Jón
Leifs, Pál Isólfsson og Hallgrím Helga-
son. Eftirtektarverðar mótettur hins síðast-
nefnda hafa verið fluttar í ríkisútvarp
Noregs. A mörgum sviðum vinnur ísland
ósleitilega að eflingu tónlistarinnar. Hið
nýreista þjóðleikhús hefir skapað skilvrði
til að flytja ýmsar óperur þótt erlendir
söngvarar væru fyrst um sinn til aðstoðar.
Hljómsveitina skipa innlendir kraftar.
Olav Kielland hefir stjórnað henni nú um
skeið. Kórsöngur þrífst ágætlega á sögu-
eyjunni, skólar og háskóli láta sig söng-
mennt miklu skipta. Skilyrði fvrir riku-
legri þróun virðast því vera fyrir hendi,
og við viljum óska þess, að tengslin við
Noreg megi eftirleiðis verða enn nánari
en frarn til þessa."
Syndið 200 metrana