Faxi - 17.06.1954, Page 14
70
F A XI
Jón Eyjólfsson sextugur
Eins og getið var í síðasta tbl. Faxa,
átti Jón Eyjólfsson ótgerðarmaður sextíu
ára afmæli þann 16. apríl s.l., en þar sem
blaðið var þá að fara í prentun, vannst
ekki tími til að ná tali af afmælisbarninu
og verður hans því getið liér nokkru
nánar.
Jón er borinn og barnfæddur Kcflvík-
ingur. Foreldrar bans voru þau hjónin
Eyjólfur Þórarinsson útgerðarmaður og
Guðrún Egilsdóttir. Jón hefir allan sinn
aldur búið í Keflavík. Kvæntur er hann
Guðfinnu Sesselju Benediktsdóttur og
með henni hefir hann eignazt 10 börn,
2 þeirra dóu ung en 8 hafa komi/.t upp
og eru öll hin mannvænlegustu.
Jón hefir stundað sjóinn allan sinn aldur.
Þrettán ára fór liann með föður sínum
norður á Skagaströnd og réri þar eitt
sumar. Vertíðina eftir að hann fermdist
réri hann í Keflavík með föður sínum, en
réðist þá á skútu og var á henni til ársins
1914. Var þá eina vertíð í Vestmanna-
eyjum og síðan hér í Keflavík.
Arið 1915 lét hann ásamt nokkrum
öðrum byggja bátinn Stakk, og var hann
síðan formaður á þeim bát, þar til þeir
seldu hann árið 1922 til Óskars Halldórs-
sonar útgerðarmanns. Létu þeir félagar þá
byggja annan bát, er þeir gáfu sama nafn.
Var Jón einnig formaður þess báts til árs-
ins 1935, en bátinn seldu þeir árið 1940.
Síðan Jón hætti formennsku á m.b. Stakk,
hefir hann stundað sjóinn á opnum bátum,
sem hann sjálfur hefir átt og stjórnað,
og hefir sú útgerð verið slysalaus, eins og
reyndar allur formennskuferill Jóns, enda
má með sanni segja, að hann hafi á ö!l-
um sviðum verið lángefinn og gæfusamur
og sannur ágætismaður.
Aðspurður telur Jón, að hér í Keflavík
fari í hönd ört vaxandi möguleikar fyrir
útgerð á opnum bátum, vegna hinna
auknu og stórbættu landhelgisskilyrða, og
teltir hann, að með hinum nýju land-
helgislögum hafi verið stigið risaspor í
rétta átt. Skoðun hans er einnig sú, að
vilji manna hér til þess að eignast opna
báta fari ört vaxandi, enda sé slíkum bát-
um hér þegar farið að fjögla til muna.
Hinsvegar taldi hann bráða nauðsyn bera
til þess, að bætt verði lendingar- og lönd-
unarskilyrði þeirra til muna, frá því sem
nú er. Stttkkavörin er góð, það sem hún
nær, þar hafa útgerðarmenn sjálfir komið
sér upp rafmagnsspili, en legurúm bát-
anna þar er lítið, rúmar ekki fleiri báta
en þegar eru þar komnir. Ur þessu telur
Jón nauðsynlegt að bæta, einnig sé Mið-
bryggjan, eini löndunarstaður þessara báta,
allt að því ónothæf, eins og sakir standa,
eftir henni sé ekki hægt að aka bílum,
fyrr en búið sé að laga hana. Vill hann
nota þetta tækifæri til að koma þeirri ósk
bátaeigenda á framfæri við bæjarstjóra og
bæjarstjórn, að hlutast til um, að þessar
sjálfsögðu og aðkallandi framkvæmdir séu
ekki lengur látnar sitja á hakanum, svo
það stöðvi ekki aukningu smábátaút-
gerðar í Keflavík. Blaðið tekur undir
þessar óskir Jóns Eyjólfssonar, hins ötula
og áhugasama útgerðarmanns, um leið og
það óskar honum og fjölskyldu hans til
hamingju með þessi merku tímamót í
lífi hans.
Fjölmennt var í afmæli Jóns, enda er
hann frændsterkur og vinmargur hér í
Keflavík, eins og vænta má urn slíkan
mann. Við það tækifæri bárust honum
meðal annars 2 meðfylgjandi kvæði.
Gamall vinur.
Kveðja frá tengdasyni,
Jónasi Þorvaldssyni.
Nú allir, scm vettlingi valda
og vita um þinn afmcelisdag,
til sœmdar þér sccroþni garpur
syngja þeir gleðinnar brag.
I>ó scxltigur sértu að árum,
það sýður á þeip þinum cnn.
Þeir sœkja eþþi sjó öllti betur,
þó séu það tvitugir mcnn.
Þér kjppn i norrœna /(y«/Ví,
að kui'ltneimsku, geðspe1{t og ró.
Ert 'grein á þeim göfuga meiði,
sem ge/(k þá í víþing á sjó.
Þeir héldu i vikjng á vorin,
á vctrin þú lcetur í haf.
Sii þráin var söm ykjkcir sálum.
Það seiðir hið kvikli^a t, aí■
Við skiljum það, — virðing þér vottum.
Þótt vikingas/(ip þitt sé smátt,
og hafi e/(ki blóðlituð borðin,
var blessuð þess heim/(oma þrátt.
Svo hyllum við sextugan sœgarp,
hinn síglaða starfsama mann.
Þeir allir, sem vettlingi valda,
nii verða að skála við hann.
H. Th. B.
Ljósið bjarta lýsi þér!
Ijúfa daga og ncetur.
Hvar sem er og hvar þii fer
og hvar þií hvílast lcetur.
Góði bezti, ga.jan festi
gleði bros á vanga þinn.
Ljúfast yndi Ijúft þér bindi
langa aji, vintir minn.
l>a/(/(a þér fyrir góðu kyuuin!
Þa/(/(a þvr fyrir allt og a/lt.
Þakka þar fyrir gömlu minnin.
Þakka þér fyrir þúsundfalt.
Tóta og Mar/(ús.
Vinnuföt
í fjölbreyttu úrvali
frá Heklu
J
t>9
Vinnufatagerð íslands
I KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
i
fárn- & S/(ipavörur
I
I