Faxi - 17.06.1954, Side 18
74
F A X I
„Mannrœkt“
Er blaðstjórn hafði samþykkt rit-
smíð herra kaupmanns Danivals
Danivalssonar, þá sem hér fer á eft-
ir, var greinin sýnd séra Birni
Jónssyni, ef hann æskti að láta
fylgja svör við spurningum þeim,
sem herra kaupmaðurinn bar fram.
Séra Björn vísar einungis til niður-
lags greinar sinnar, þar sem hann
tekur skýrt fram, að hann hyggi
ekki á frekari blaðaskrif um þetta
mál.
Ritstj.
Fví má þakka það, að hugvekja þessi
varð til að ég er meðlimur í málfunda-
félaginu Faxa.
En þar er sá háttur hafður á, að ltver
félagi er skuldbundinn til að flytja fram-
söguerindi, og eru svo þessi erindi stund-
um hirt í lilaði félagsins, er nefnist „Faxi“.
I þessum framsöguerindum er rætt um
allt milli himins og jarðar og Faxafélagar
láta sér þar ekkert mál óviðkomandi.
Undir þessum kringumstæðum verður
framsöguerindi mitt til, er ég nefndi
„mannrækt" t>g var það hirt í blaði félags-
ins og verður það þess valdandi að hinn
heitttrúaði lijtirn Jónsson finnur köllun
lijá sér að semja hugvekju, vegna þessa
erindis, og birtir hana í Itlaði okkar Faxa-
félaga.
Hugvekja þessi er mjiig athyglisverð tig
vil ég biðja lesendur Faxa að lesa hana
með athygli, því hún sýnir greinilgea hvað
höfundur hennar er lítillátur, hógvær og
hjartahlýr. Mikið er það lán fvrir Kefl-
víkinga, að þeim skyldi áskotnast slíkur
maður, má um það segja, að það er mikið
búsílag ofan á hernámið. Nú hefir þessum
blessuðum guðsmanni fundist ég vera fá-
fróður í hinni helgu bók, biblíunni, í
erindi mínu og spyr mig í hjartans lítil-
læti sínu hvort ég hafi nokkurn tíma lesið
biblíuna? Blessaður maðurinn, mikið er
hann góður í'sér. Ef það er nú alvara hjá
B. J. að bæta úr fáfræði minni í þessurn
málum, sem ég efast ekki um. Þá vildi
vildi ég leyfi mér að bjóða B. J. að koma
á málfund hjá okkur Faxafélögunum og
flytja erindi um biblíuna og að sjálfsögðu
yrðu umræður á eftir, eins og venja er hjá
okkur. Enn spyr guðsmaðurinn, orðrétt
tekið upp úr hugvekju hans „hvað eru
margir mannsaldrar síðan hann hlustaði
á prédikun hjá íslenzkjum presti?“ Því
miður verð ég að játa, að þetta dæmi get
ég ekki reiknað. En í vandræðum mínum
dettur mér í hug, að biðja B. J. að gera
svo vel að reikna út og birta útkomuna
í blaðinu Faxa, svo Keflavíkursöfnuður
fái að vita eftirfarandi: Hvað eru margir
mannsaldrar, ef hlustað er á íslenzl{an
prest prédika 3. okt. 1953 og miðað er
við að hann hlusti aftur 2. mai 1954? Og
hver er munurinn á mannsaldrinum, ef
hlustað er á prédikun hjá erlendum presti,
miðað við sama tíma og hjá íslenzkum
prestum? Eg þakka fyrirfram svarið. Ég
get vel skilið að B. J. hafi þjáðst af þekk-
ingarskorti mínum, þegar hann las grein
mína, og óskapleg hafi vonbrigðin orðið,
þegar hann fóra að lesa þáttinn um prest-
ana. Fyrst kom honum í hug eftir því er
hann hermir sjálfur frá. „Spámaður mikill
er upprisinn á meðal vor“ og þá fylltist
hann náttúrlega himneskri gleði. En þetta
varaði aðeins stutta stund, von bráðar
verður hann fyrir þeirri hjartasorg, að
hann sér mig í huganum fljúgandi í lausu
lofti, og að þessi nýupprisni spámaður cr
allur með „brestum" og meira að segja
,.þverbrestum“.
Að endingu þetta, ég vil leyfa mér að
þakka B. J. hugvekju hans, því hún gefur
mér innsýn í hans kærleiksríka hugar-
heim, og sýnir líka, að hann er vel á verði
um sálarheill sóknarbarna sinna, og hann
er ánægður með árangur af starfi presta-
stéttarinnar. Það lýsir sér svo vel í hans
postullegu hugvekju, en þar segir svo. „En
nær er mér að halda, að ef tekið væri
meðaltal af fagurri breytni hjá hinum
ýmsu stéttum þjóðfélagsins, þá mundi
hlutur prestanna þar ekki verða verri en
annarra.“
Duniual Danivalsson.
Syndið 200 metrana
Alþýðublaðið
flytur yður nýjastar fréttir, bæði innlendar og erlendar.
Það flytur einnig daglega fróðlegar og skemmtilegar
greinar um rnenn og málefni, sem efst eru á baugi í
umheiminum á hverjum tíma, eftir fræga blaðamenn
og sérfræðinga í ýmsum greinum.
I
i ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Símar: Afgreiðsla 4900. Auglýsingar 4906.
I